„Kannski kemur í ljós eftir hlaupið að þeir sem voru í kringum mig voru óeinkennisklæddir lögregluþjónar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 13:15 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hleypur á laugardaginn í 12. sinn í röð hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem hann hefur tekið þátt síðan árið 2005. Hann hefur hins vegar aldrei tekið þátt í maraþoni erlendis. Guðni segist reyna að hreyfa sig annan til þriðja hvern dag en kveðst ekki vera með þaulskipulagt æfingaplan. „Hreyfingin getur verið skokk, fótbolti með vinum en ég er ekkert þaulskipulagður, ég hleyp ekki eftir neinu prógrammi heldur finn ég bara stund, reima á mig hlaupaskóna og ákveð að hlaupa eitthvað út í buskann. Ég hef mjög gaman af þessu enda veit ég eins og svo margir aðrir að eins góð og göfug líkamsrækt er þá er ekkert vit í henni nema maður hafi gaman af henni,“ segir Guðni og bætir við að honum hafi einu sinni þótt gaman að æfa eftir prógrammi í ræktinni en nú þyki honum skemmtilegast í fótboltanum og hlaupunum. Guðni og fjölskylda búa nú úti á Seltjarnarnesi en munu innan tíðar flytja á Bessastaði á Álftanesi. Forsetinn segist ekki eiga sér neina uppáhaldshlaupaleið en hann hleypur oft út að Gróttu og tekur svokallaðan Neshring og svo hleypur hann á Ægisíðunni og inn í Fossvog. „Það er auðvitað frábært hvað það eru margar góðar hlaupaleiðir innan marka höfuðborgarsvæðisins,“ segir Guðni og nefnir að það sé til dæmis frábært að hlaupa í Heiðmörk.Fær oft mjög góðar hugmyndir þegar hann er úti að hlaupa Aðspurður segist hann ekki þekkja hlaupaleiðirnar á Álftanesi sérstaklega. „En ég veit að það er fínt að hlaupa úti á Álftanesi, bæði meðfram Áftanesveginum, Garðaholti og þar í kring en þetta er auðvitað eitthvað sem ég mun kynna mér betur núna þegar við flytjum.“ Guðni segist ekki hafa sérstaka skoðun á því í hvernig hlaupaskóm hann er í; hann fari bara út í búð og kaupi sér eitthvað ódýrt og hentugt. Hann segist gjarnan hlusta á tónlist þegar hann fer út að hlaupa þó hann kunni líka að meta það að hlusta á þögnina. „Ég fæ oft mjög góðar hugmyndir, finnst mér, þegar ég er úti að hlaupa, til dæmis punkta fyrir ræður, greinar eða þess háttar. Þannig að oft er það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim að hlaupa til og finna skriffæri og blað til að skrifa niður svo ég gleymi ekki öllu þessu sem ég fékk í kollinn á hlaupunum.“Fór nokkrum sinnum hálfmaraþon með eitt barnanna í hlaupakerruEn er forsetinn mikið að spá í hlaupatímanum? „Nei, en mig langar til þess að vera sáttur við tímann en það ekkert sem skiptir máli. Þar til fyrir nokkrum árum þá hljóp ég hálfmaraþonið nokkrum sinnum með eitt af börnunum mínum í svona hlaupakerru og þá fór maður aðeins hægar yfir. Það var alveg rosalega gaman og ég fer oft núna með eitthvert barnið í kerru þegar ég er úti að skokka. Það heitir víst að múltítaska, þá er maður líka að spjalla við börnin.“ Varðandi markmið á laugardaginn segist forsetinn vilja hlaupa hálfmaraþonið undir tveimur tímum, svona ef miðað sé við fyrri tíma. „En ég ætla fyrst og fremst að komast í mark, njóta þess að vera í góðum hópi hlaupara og njóta dagsins. Mér finnst einmitt frábært að í þessu hlaupi koma allir saman; afreksmennirnir sem fara á hraða vindsins og svo við hin sem erum búin að gera þetta okkur til gamans,“ segir Guðni. Aðspurður um hvort sérstök öryggisgæsla verði í kringum forsetann í hlaupinu segir Guðni: „Það fylgir þessu embætti auðvitað viss öryggisgæsla eins og allir vita en það er aldrei látið neitt uppi með hana held ég. Kannski kemur í ljós eftir hlaupið að þeir sem voru í kringum mig voru óeinkennisklæddir lögregluþjónar en ég myndi þá ekki vita af því fyrirfram.“Fyrsta hálfmaraþonið mikil þolraun Guðni hleypur til styrktar Hollvinum Grensáss en samtökin styðja vð endurhæfingarstarfsemi Grensásdeildar Landspítalans. „Ég á tvo góða vini sem lentu í áföllum og hafa verið á Grensásdeild í endurhæfingu. Ég hef því séð það frábæra starf sem þar er unnið. Það að kynnast starfsemi Grensásdeildar er einmitt góð áminning fyrir mann að maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér og við eigum að þakka fyrir góða heilsu þegar við njótum hennar og hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Svo ætla ég að styrkja eitthvað annað gott málefni næsta ár ef mér auðnast að taka þátt í hlaupinu þá.“ En á Guðni að lokum einhver góð ráð fyrir hlaupara sem eru að fara að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni í fyrsta sinn á laugardaginn? „Njóta dagsins og vera ánægðir með afrekið að ákveða að taka þátt og setja sér markmið. Ef við þykjumst alltaf vita okkar takmörk þá náum við aldrei að fara skrefinu lengra. Ég man að í fyrsta skipti var þetta mikil þolraun fyrir mig en ég man líka hvað ég var ánægður með að hafa tekið þessari áskorun sem ég setti mér. Þannig að við erum öll sigurvegarar sem ákveðum að taka þátt.“ Tengdar fréttir Forsetinn hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun hlaupa hálft maraþon til styrktar Hollvinum Grensás í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka næstkomandi laugardag. 16. ágúst 2016 23:21 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hleypur á laugardaginn í 12. sinn í röð hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem hann hefur tekið þátt síðan árið 2005. Hann hefur hins vegar aldrei tekið þátt í maraþoni erlendis. Guðni segist reyna að hreyfa sig annan til þriðja hvern dag en kveðst ekki vera með þaulskipulagt æfingaplan. „Hreyfingin getur verið skokk, fótbolti með vinum en ég er ekkert þaulskipulagður, ég hleyp ekki eftir neinu prógrammi heldur finn ég bara stund, reima á mig hlaupaskóna og ákveð að hlaupa eitthvað út í buskann. Ég hef mjög gaman af þessu enda veit ég eins og svo margir aðrir að eins góð og göfug líkamsrækt er þá er ekkert vit í henni nema maður hafi gaman af henni,“ segir Guðni og bætir við að honum hafi einu sinni þótt gaman að æfa eftir prógrammi í ræktinni en nú þyki honum skemmtilegast í fótboltanum og hlaupunum. Guðni og fjölskylda búa nú úti á Seltjarnarnesi en munu innan tíðar flytja á Bessastaði á Álftanesi. Forsetinn segist ekki eiga sér neina uppáhaldshlaupaleið en hann hleypur oft út að Gróttu og tekur svokallaðan Neshring og svo hleypur hann á Ægisíðunni og inn í Fossvog. „Það er auðvitað frábært hvað það eru margar góðar hlaupaleiðir innan marka höfuðborgarsvæðisins,“ segir Guðni og nefnir að það sé til dæmis frábært að hlaupa í Heiðmörk.Fær oft mjög góðar hugmyndir þegar hann er úti að hlaupa Aðspurður segist hann ekki þekkja hlaupaleiðirnar á Álftanesi sérstaklega. „En ég veit að það er fínt að hlaupa úti á Álftanesi, bæði meðfram Áftanesveginum, Garðaholti og þar í kring en þetta er auðvitað eitthvað sem ég mun kynna mér betur núna þegar við flytjum.“ Guðni segist ekki hafa sérstaka skoðun á því í hvernig hlaupaskóm hann er í; hann fari bara út í búð og kaupi sér eitthvað ódýrt og hentugt. Hann segist gjarnan hlusta á tónlist þegar hann fer út að hlaupa þó hann kunni líka að meta það að hlusta á þögnina. „Ég fæ oft mjög góðar hugmyndir, finnst mér, þegar ég er úti að hlaupa, til dæmis punkta fyrir ræður, greinar eða þess háttar. Þannig að oft er það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim að hlaupa til og finna skriffæri og blað til að skrifa niður svo ég gleymi ekki öllu þessu sem ég fékk í kollinn á hlaupunum.“Fór nokkrum sinnum hálfmaraþon með eitt barnanna í hlaupakerruEn er forsetinn mikið að spá í hlaupatímanum? „Nei, en mig langar til þess að vera sáttur við tímann en það ekkert sem skiptir máli. Þar til fyrir nokkrum árum þá hljóp ég hálfmaraþonið nokkrum sinnum með eitt af börnunum mínum í svona hlaupakerru og þá fór maður aðeins hægar yfir. Það var alveg rosalega gaman og ég fer oft núna með eitthvert barnið í kerru þegar ég er úti að skokka. Það heitir víst að múltítaska, þá er maður líka að spjalla við börnin.“ Varðandi markmið á laugardaginn segist forsetinn vilja hlaupa hálfmaraþonið undir tveimur tímum, svona ef miðað sé við fyrri tíma. „En ég ætla fyrst og fremst að komast í mark, njóta þess að vera í góðum hópi hlaupara og njóta dagsins. Mér finnst einmitt frábært að í þessu hlaupi koma allir saman; afreksmennirnir sem fara á hraða vindsins og svo við hin sem erum búin að gera þetta okkur til gamans,“ segir Guðni. Aðspurður um hvort sérstök öryggisgæsla verði í kringum forsetann í hlaupinu segir Guðni: „Það fylgir þessu embætti auðvitað viss öryggisgæsla eins og allir vita en það er aldrei látið neitt uppi með hana held ég. Kannski kemur í ljós eftir hlaupið að þeir sem voru í kringum mig voru óeinkennisklæddir lögregluþjónar en ég myndi þá ekki vita af því fyrirfram.“Fyrsta hálfmaraþonið mikil þolraun Guðni hleypur til styrktar Hollvinum Grensáss en samtökin styðja vð endurhæfingarstarfsemi Grensásdeildar Landspítalans. „Ég á tvo góða vini sem lentu í áföllum og hafa verið á Grensásdeild í endurhæfingu. Ég hef því séð það frábæra starf sem þar er unnið. Það að kynnast starfsemi Grensásdeildar er einmitt góð áminning fyrir mann að maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér og við eigum að þakka fyrir góða heilsu þegar við njótum hennar og hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Svo ætla ég að styrkja eitthvað annað gott málefni næsta ár ef mér auðnast að taka þátt í hlaupinu þá.“ En á Guðni að lokum einhver góð ráð fyrir hlaupara sem eru að fara að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni í fyrsta sinn á laugardaginn? „Njóta dagsins og vera ánægðir með afrekið að ákveða að taka þátt og setja sér markmið. Ef við þykjumst alltaf vita okkar takmörk þá náum við aldrei að fara skrefinu lengra. Ég man að í fyrsta skipti var þetta mikil þolraun fyrir mig en ég man líka hvað ég var ánægður með að hafa tekið þessari áskorun sem ég setti mér. Þannig að við erum öll sigurvegarar sem ákveðum að taka þátt.“
Tengdar fréttir Forsetinn hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun hlaupa hálft maraþon til styrktar Hollvinum Grensás í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka næstkomandi laugardag. 16. ágúst 2016 23:21 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Forsetinn hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun hlaupa hálft maraþon til styrktar Hollvinum Grensás í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka næstkomandi laugardag. 16. ágúst 2016 23:21