Enski boltinn

Scholes og Ronaldo þeir bestu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney og Ronaldo.
Rooney og Ronaldo. vísir/getty
Wayne Rooney hefur spilað með mörgum snillingum en segir það standa upp úr að hafa spilað með Paul Scholes og Cristiano Ronaldo.

Á morgun mun Rooney fá góðgerðarleik á Old Trafford þar sem Man. Utd spilar gegn hans gamla félagi, Everton. Allur ágóði fer í góðgerðarmál.

Rooney er búinn að skora 246 mörk í 466 leikjum fyrir Man. Utd síðan hann kom til félagsins frá Everton árið 2004.

Rooney er ekki í vafa um hverjir hafi verið hæfileikuríkustu liðsfélagarnir.

Ég verð að segja að Paul Scholes og Cristiano Ronaldo standi upp úr yfir þá sem ég spilaði með. Scholes er einn besti miðjumaður allra tíma. Sendingarnar, yfirsýnin og hvernig hann stýrði hraða leikja var ótrúlegt.

„Cristiano er sérstakur leikmaður. Sumt af því sem hann gerði á æfingum og í leikjum var ótrúlegt. Hans verður minnst sem einn af þeim bestu frá upphafi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×