Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Sex kynferðisbrot komu á borð neyðarmóttöku Landspítala um og eftir helgina en þetta er önnur helgin í sumar sem svo mörg mál koma upp. Rætt verður við verkefnastýru neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.



Í kvöldfréttum verður einnig rætt við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherr en hann hyggst beita skattkerfinu til að styrkja byggðir landsins og nefnir í því samhengi aðgerðir á borð við afslátt á opinberum gjöldum og námslánum.



Þá fylgjumst við með heimsókn forsetahjónanna á Sólheimum en þar var sannarlega glatt á hjalla og við sendum fréttaritara okkar á tind Everest með hjálp sýndarveruleikatækni.



Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×