Enski boltinn

Besic frá í hálft ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Besic fagnar í leik á dögunum. Hann er kominn í langt frí frá fótbolta.
Besic fagnar í leik á dögunum. Hann er kominn í langt frí frá fótbolta. vísir/getty
Miðjumaður Everton Muhamed Besic spilar ekki meiri fótbolta á þessu ári.

Hann er meiddur á hné og verður frá í að minnsta kosti hálft ár. Mikill skellur fyrir þennan bosníska landsliðsmann.

Þessi 23 ára strákur kom til Everton frá Ferencvaros fyrir 4 milljónir punda sumarið 2014. Hann hefur verið mikið meiddur síðan hann kom.

Í fyrra var hann frá í fjóra mánuði eftir að hafa meiðst í leik gegn Chelsea. Hann meiddist aftur mánuði eftir endurkomuna og snéri ekki til baka fyrr en í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×