Minnast vina í óvissu um ástæður flugslyss Sveinn Arnarson skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Viðstödd voru börn mannanna sem létust, þau Guðný Birta og Sara Elísabet Pálsdætur, og Markús, Snædís Lind og Krumma Dís Pétursbörn. Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar er fyrir miðju. Vísir/Auðunn Bílaklúbbur Akureyrar afhjúpaði í gær minnisvarða um Pál Steinsdór Steindórsson og Pétur Róbert Tryggvason sem fórust í flugslysi á svæði bílaklúbbsins fyrir þremur árum þegar sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á svæðinu af ókunnum ástæðum. Einar Gunnlaugsson, formaður bílaklúbbsins, segir atburðinn hafa legið þungt á félagsmönnum allan þennan tíma. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur ekki enn birt skýrslu sína um orsakir þess að sjúkraflugvélin af gerðinni Beechcraft B200 Super King Air brotlenti fyrir þremur árum. „Það er auðvitað erfitt að hafa ekki fengið skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Á meðan bíðum við í óvissu og þá fara að vakna hugmyndir um orsakir sem ekki eru á rökum reistar,“ segir Einar. Með afhjúpun minnisvarðans er ætlunin að reyna að ná einhverri niðurstöðu í málið. „Þessi atburður er til þess ætlaður að setja ákveðinn punkt aftan við þetta mál. Lífið heldur áfram og við viljum minnast þeirra fyrir þá menn sem þeir höfðu að geyma,“ segir Einar. Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, hélt ræðu við tilefnið. „Við munum líklega öll hvar við vorum stödd þegar við fengum fréttir af hörmulegu flugslysi sem átti sér stað hér á félagssvæði Bílaklúbbs Akureyrar þar sem tveir miklir heiðursmenn létu lífið,“ sagði Geir Kristinn. „Litla samfélagið okkar var sem lamað en það var engu að síður aðdáunarvert að sjá samkenndina og stuðninginn sem fylgdi í kjölfarið, hvort sem um ræðir félagsmenn Bílaklúbbsins eða samfélagið í heild,“ bætir Geir við. Mótorhjólafólk og Bílaklúbbur Akureyrar afhentu síðan við athöfnina hollvinasamtökum sjúkrahússins á Akureyri fjárframlag til kaupa á svokallaðri ferðafóstru sem er sérstaklega hannaður hitakassi fyrir ungbörn. Samkvæmt barnadeild sjúkrahússins mun þessi gjöf koma að mjög góðum notum þar sem fyrir er gamall hitakassi sem þarfnast endurnýjunar. Búnaðurinn er notaður þegar flytja þarf veika nýbura strax eftir fæðingu til frekari aðhlynningar i Reykjavík.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Bílaklúbbur Akureyrar afhjúpaði í gær minnisvarða um Pál Steinsdór Steindórsson og Pétur Róbert Tryggvason sem fórust í flugslysi á svæði bílaklúbbsins fyrir þremur árum þegar sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á svæðinu af ókunnum ástæðum. Einar Gunnlaugsson, formaður bílaklúbbsins, segir atburðinn hafa legið þungt á félagsmönnum allan þennan tíma. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur ekki enn birt skýrslu sína um orsakir þess að sjúkraflugvélin af gerðinni Beechcraft B200 Super King Air brotlenti fyrir þremur árum. „Það er auðvitað erfitt að hafa ekki fengið skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Á meðan bíðum við í óvissu og þá fara að vakna hugmyndir um orsakir sem ekki eru á rökum reistar,“ segir Einar. Með afhjúpun minnisvarðans er ætlunin að reyna að ná einhverri niðurstöðu í málið. „Þessi atburður er til þess ætlaður að setja ákveðinn punkt aftan við þetta mál. Lífið heldur áfram og við viljum minnast þeirra fyrir þá menn sem þeir höfðu að geyma,“ segir Einar. Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, hélt ræðu við tilefnið. „Við munum líklega öll hvar við vorum stödd þegar við fengum fréttir af hörmulegu flugslysi sem átti sér stað hér á félagssvæði Bílaklúbbs Akureyrar þar sem tveir miklir heiðursmenn létu lífið,“ sagði Geir Kristinn. „Litla samfélagið okkar var sem lamað en það var engu að síður aðdáunarvert að sjá samkenndina og stuðninginn sem fylgdi í kjölfarið, hvort sem um ræðir félagsmenn Bílaklúbbsins eða samfélagið í heild,“ bætir Geir við. Mótorhjólafólk og Bílaklúbbur Akureyrar afhentu síðan við athöfnina hollvinasamtökum sjúkrahússins á Akureyri fjárframlag til kaupa á svokallaðri ferðafóstru sem er sérstaklega hannaður hitakassi fyrir ungbörn. Samkvæmt barnadeild sjúkrahússins mun þessi gjöf koma að mjög góðum notum þar sem fyrir er gamall hitakassi sem þarfnast endurnýjunar. Búnaðurinn er notaður þegar flytja þarf veika nýbura strax eftir fæðingu til frekari aðhlynningar i Reykjavík.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira