Innlent

Léku sér að því að fara í ána

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveitarmanna var kallað út vegna tveggja manna er kastað höfðu sér út í Svarfaðardalsá við Dalvík í nótt.
Fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveitarmanna var kallað út vegna tveggja manna er kastað höfðu sér út í Svarfaðardalsá við Dalvík í nótt. Vísir/Ernir
Mikill viðbúnaður lögreglu og björgunarsveitarmanna var á Dalvík í nótt þegar tilkynning barst um tveir menn hefðu fallið út í Svarfaðardalsá af brúnni yfir ána. Síðar kom í ljós að þeir höfðu gert sér það að leik að fara í ána.

Um fimmtíu lögreglumenn og björgunarsveitarmenn hófu umsvifalaust leit að mönnunum tveimur í ánni og kembdu ána og árbakka. Engin ummerki eftir mennina fundust en Landhelgisgæslan kom eining að leitinni.

Með hjálp Facebook fundust mennirnir að lokum en þeir höfðu komið sér sjálfir á þurrt og haldið til Akureyrar á bíl.

„Þetta var grátt gaman enda máttu mennirnir segja sér að þetta athæfi kallaði á viðbrögð þeirra sem á horfðu,“ segir í færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook.

Fiskidagurinn mikli fór fram á Dalvík í gær en tilkynning um atvikið barst lögreglu skömmu eftir að bryggjusöng og flugeldasýningu lauk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×