Innlent

Draga úr vægi verðtryggingar

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að lögð verði fram frumvörp um verðtrygginguna og séreignasparnað á fyrstu dögum þingsins. Þetta segir hann í samtali við RÚV.

Hann segir frumvörpin vera part af stefnu ríkisstjórnarinnar og að stefnt sé á að klára þau fyrir alþingiskosningar í haust.

Sigurður Ingi segir að ekki sé unnið að afnámi verðtryggingarinnar en það frumvarp sem lagt verður fram á þinginu kæmi til með að draga úr vægi hennar til að mynda með því að auka möguleika á því að taka óverðtryggð lán.

Tímabundin úrræði vegna séreignasparnaðar renna út 1. júlí 2017 og frumvarp um séreignasparnað miðar að því að finna framtíðarfyrirkomulag um séreignasparnaðinn.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×