Hefur nú unnið að viðgerðum á öllum 104 vitum landsins Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2016 22:00 Ingvar Hreinsson fagnar úti í Æði í Ísafjarðardjúpi. Myndir/Facebook-síða Ingvars Hreinssonar Múrarinn Ingvar Hreinsson vinnur nú að múrviðgerðum á Æðeyjarvita og hefur þar með unnið við alla þá 104 vita sem eru í umsjá Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að loka hringnum og því var fagnað með viðeigandi hætti,“ segir Ingvar. Ingvar er nú staddur í Ísafjarðardjúpi og siglir á morgnana út í Æðey til að vinna, en hann hóf vinnuna þar fyrir viku síðan. Hann nýtur aðstoðar hóps sumarstarfsmanna. „Ég er búinn að vera í þessu í 21 ár, að vinna við viðhald á þessum vitum. Ég komst nú loksins í þennan og hef því komið í þá alla.“Æðeyjarviti.Mynd/Ingvar HreinssonHandriðið mikið skemmt Ingvar segir að ástandið á vitanum úti í Æðey hafa verið nokkuð gott, nema handriðið hafi verið alveg ónýtt. „Það er mikil vinna við að laga það og ég þarf að fara í helgarferð til Reykjavíkur þar sem ég er orðinn efnislaus. Það er svo slæmt að ég fæ ekki efni í Hólmavík eða neins staðar, svo ég þarf að sækja það til Reykjavíkur. Það er svipað langt héðan til Ísafjarðar og til Reykjavíkur,“ segir Ingvar.Handriðið var mikið skemmt.Mynd/Ingvar HreinssonÞað eina sem breytist er nafnið Ingvar segir að það sé Vegagerðin sem haldi utan um vitana í dag. „Ég byrjaði hins vegar á sínum tíma hjá Vita- og hafnarmálastofnun. Síðan var það Siglingamálastofnun og loks Vegagerðin. Við erum samt alltaf á sama stað, það eina sem breytist er nafnið.“ Hann segir að fyrsti vitinn sem hann hafi unnið að viðgerðum á hafi verið vitinn á Þormóðsskeri á Faxaflóa út af Mýrum. „Ég byrjaði á því að fara í sjóferð. Það sagði mér enginn hvað ég þyrfti að taka mikið efni með mér, mér var bara sagt að ég væri að fara í vitaferð. Ég keypti svo mikið efni til að gera við og mála að ég átti efni í þrjú ár á eftir. Við fórum þarna í sex vikna ferð og ég man að ég var sjóveikur allan tímann.“Rok á annesjum Ingvar segir að alls séu 104 vitar í umsjá ríkisins, en auk þeirra séu svo fjölmargir hafnarvitar og innsiglingarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga. Hann segir alltaf gaman að vinna við vitana þar sem sé gott veður. „Ég hef aldrei upplifað annað eins góðviðrissumar og í ár. Annars er eiginlega alltaf rok á þessum annesjum. Það er það leiðinlega við starfið.“Áfanganum var fagnað.Mynd/Ingvar HreinssonDyrhólaeyjarviti í uppáhaldi Ingvar segir marga fallega vita vera á landinu en að vitinn við Dyrhólaey sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Ég hef mest verið að vinna þar. Ég hef lent í því að breyta honum, gera hann allan upp, gera íbúð. Í dag er þetta ein dýrasta gisting á landinu. Ég er ákaflega stoltur af minni vinnu þar og hef sterkar taugar til vitans,“ segir Ingvar.Dyrhólaeyjarviti.Mynd/Wikipedia Commons Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Múrarinn Ingvar Hreinsson vinnur nú að múrviðgerðum á Æðeyjarvita og hefur þar með unnið við alla þá 104 vita sem eru í umsjá Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að loka hringnum og því var fagnað með viðeigandi hætti,“ segir Ingvar. Ingvar er nú staddur í Ísafjarðardjúpi og siglir á morgnana út í Æðey til að vinna, en hann hóf vinnuna þar fyrir viku síðan. Hann nýtur aðstoðar hóps sumarstarfsmanna. „Ég er búinn að vera í þessu í 21 ár, að vinna við viðhald á þessum vitum. Ég komst nú loksins í þennan og hef því komið í þá alla.“Æðeyjarviti.Mynd/Ingvar HreinssonHandriðið mikið skemmt Ingvar segir að ástandið á vitanum úti í Æðey hafa verið nokkuð gott, nema handriðið hafi verið alveg ónýtt. „Það er mikil vinna við að laga það og ég þarf að fara í helgarferð til Reykjavíkur þar sem ég er orðinn efnislaus. Það er svo slæmt að ég fæ ekki efni í Hólmavík eða neins staðar, svo ég þarf að sækja það til Reykjavíkur. Það er svipað langt héðan til Ísafjarðar og til Reykjavíkur,“ segir Ingvar.Handriðið var mikið skemmt.Mynd/Ingvar HreinssonÞað eina sem breytist er nafnið Ingvar segir að það sé Vegagerðin sem haldi utan um vitana í dag. „Ég byrjaði hins vegar á sínum tíma hjá Vita- og hafnarmálastofnun. Síðan var það Siglingamálastofnun og loks Vegagerðin. Við erum samt alltaf á sama stað, það eina sem breytist er nafnið.“ Hann segir að fyrsti vitinn sem hann hafi unnið að viðgerðum á hafi verið vitinn á Þormóðsskeri á Faxaflóa út af Mýrum. „Ég byrjaði á því að fara í sjóferð. Það sagði mér enginn hvað ég þyrfti að taka mikið efni með mér, mér var bara sagt að ég væri að fara í vitaferð. Ég keypti svo mikið efni til að gera við og mála að ég átti efni í þrjú ár á eftir. Við fórum þarna í sex vikna ferð og ég man að ég var sjóveikur allan tímann.“Rok á annesjum Ingvar segir að alls séu 104 vitar í umsjá ríkisins, en auk þeirra séu svo fjölmargir hafnarvitar og innsiglingarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga. Hann segir alltaf gaman að vinna við vitana þar sem sé gott veður. „Ég hef aldrei upplifað annað eins góðviðrissumar og í ár. Annars er eiginlega alltaf rok á þessum annesjum. Það er það leiðinlega við starfið.“Áfanganum var fagnað.Mynd/Ingvar HreinssonDyrhólaeyjarviti í uppáhaldi Ingvar segir marga fallega vita vera á landinu en að vitinn við Dyrhólaey sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Ég hef mest verið að vinna þar. Ég hef lent í því að breyta honum, gera hann allan upp, gera íbúð. Í dag er þetta ein dýrasta gisting á landinu. Ég er ákaflega stoltur af minni vinnu þar og hef sterkar taugar til vitans,“ segir Ingvar.Dyrhólaeyjarviti.Mynd/Wikipedia Commons
Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira