Hefur nú unnið að viðgerðum á öllum 104 vitum landsins Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2016 22:00 Ingvar Hreinsson fagnar úti í Æði í Ísafjarðardjúpi. Myndir/Facebook-síða Ingvars Hreinssonar Múrarinn Ingvar Hreinsson vinnur nú að múrviðgerðum á Æðeyjarvita og hefur þar með unnið við alla þá 104 vita sem eru í umsjá Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að loka hringnum og því var fagnað með viðeigandi hætti,“ segir Ingvar. Ingvar er nú staddur í Ísafjarðardjúpi og siglir á morgnana út í Æðey til að vinna, en hann hóf vinnuna þar fyrir viku síðan. Hann nýtur aðstoðar hóps sumarstarfsmanna. „Ég er búinn að vera í þessu í 21 ár, að vinna við viðhald á þessum vitum. Ég komst nú loksins í þennan og hef því komið í þá alla.“Æðeyjarviti.Mynd/Ingvar HreinssonHandriðið mikið skemmt Ingvar segir að ástandið á vitanum úti í Æðey hafa verið nokkuð gott, nema handriðið hafi verið alveg ónýtt. „Það er mikil vinna við að laga það og ég þarf að fara í helgarferð til Reykjavíkur þar sem ég er orðinn efnislaus. Það er svo slæmt að ég fæ ekki efni í Hólmavík eða neins staðar, svo ég þarf að sækja það til Reykjavíkur. Það er svipað langt héðan til Ísafjarðar og til Reykjavíkur,“ segir Ingvar.Handriðið var mikið skemmt.Mynd/Ingvar HreinssonÞað eina sem breytist er nafnið Ingvar segir að það sé Vegagerðin sem haldi utan um vitana í dag. „Ég byrjaði hins vegar á sínum tíma hjá Vita- og hafnarmálastofnun. Síðan var það Siglingamálastofnun og loks Vegagerðin. Við erum samt alltaf á sama stað, það eina sem breytist er nafnið.“ Hann segir að fyrsti vitinn sem hann hafi unnið að viðgerðum á hafi verið vitinn á Þormóðsskeri á Faxaflóa út af Mýrum. „Ég byrjaði á því að fara í sjóferð. Það sagði mér enginn hvað ég þyrfti að taka mikið efni með mér, mér var bara sagt að ég væri að fara í vitaferð. Ég keypti svo mikið efni til að gera við og mála að ég átti efni í þrjú ár á eftir. Við fórum þarna í sex vikna ferð og ég man að ég var sjóveikur allan tímann.“Rok á annesjum Ingvar segir að alls séu 104 vitar í umsjá ríkisins, en auk þeirra séu svo fjölmargir hafnarvitar og innsiglingarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga. Hann segir alltaf gaman að vinna við vitana þar sem sé gott veður. „Ég hef aldrei upplifað annað eins góðviðrissumar og í ár. Annars er eiginlega alltaf rok á þessum annesjum. Það er það leiðinlega við starfið.“Áfanganum var fagnað.Mynd/Ingvar HreinssonDyrhólaeyjarviti í uppáhaldi Ingvar segir marga fallega vita vera á landinu en að vitinn við Dyrhólaey sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Ég hef mest verið að vinna þar. Ég hef lent í því að breyta honum, gera hann allan upp, gera íbúð. Í dag er þetta ein dýrasta gisting á landinu. Ég er ákaflega stoltur af minni vinnu þar og hef sterkar taugar til vitans,“ segir Ingvar.Dyrhólaeyjarviti.Mynd/Wikipedia Commons Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Múrarinn Ingvar Hreinsson vinnur nú að múrviðgerðum á Æðeyjarvita og hefur þar með unnið við alla þá 104 vita sem eru í umsjá Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að loka hringnum og því var fagnað með viðeigandi hætti,“ segir Ingvar. Ingvar er nú staddur í Ísafjarðardjúpi og siglir á morgnana út í Æðey til að vinna, en hann hóf vinnuna þar fyrir viku síðan. Hann nýtur aðstoðar hóps sumarstarfsmanna. „Ég er búinn að vera í þessu í 21 ár, að vinna við viðhald á þessum vitum. Ég komst nú loksins í þennan og hef því komið í þá alla.“Æðeyjarviti.Mynd/Ingvar HreinssonHandriðið mikið skemmt Ingvar segir að ástandið á vitanum úti í Æðey hafa verið nokkuð gott, nema handriðið hafi verið alveg ónýtt. „Það er mikil vinna við að laga það og ég þarf að fara í helgarferð til Reykjavíkur þar sem ég er orðinn efnislaus. Það er svo slæmt að ég fæ ekki efni í Hólmavík eða neins staðar, svo ég þarf að sækja það til Reykjavíkur. Það er svipað langt héðan til Ísafjarðar og til Reykjavíkur,“ segir Ingvar.Handriðið var mikið skemmt.Mynd/Ingvar HreinssonÞað eina sem breytist er nafnið Ingvar segir að það sé Vegagerðin sem haldi utan um vitana í dag. „Ég byrjaði hins vegar á sínum tíma hjá Vita- og hafnarmálastofnun. Síðan var það Siglingamálastofnun og loks Vegagerðin. Við erum samt alltaf á sama stað, það eina sem breytist er nafnið.“ Hann segir að fyrsti vitinn sem hann hafi unnið að viðgerðum á hafi verið vitinn á Þormóðsskeri á Faxaflóa út af Mýrum. „Ég byrjaði á því að fara í sjóferð. Það sagði mér enginn hvað ég þyrfti að taka mikið efni með mér, mér var bara sagt að ég væri að fara í vitaferð. Ég keypti svo mikið efni til að gera við og mála að ég átti efni í þrjú ár á eftir. Við fórum þarna í sex vikna ferð og ég man að ég var sjóveikur allan tímann.“Rok á annesjum Ingvar segir að alls séu 104 vitar í umsjá ríkisins, en auk þeirra séu svo fjölmargir hafnarvitar og innsiglingarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga. Hann segir alltaf gaman að vinna við vitana þar sem sé gott veður. „Ég hef aldrei upplifað annað eins góðviðrissumar og í ár. Annars er eiginlega alltaf rok á þessum annesjum. Það er það leiðinlega við starfið.“Áfanganum var fagnað.Mynd/Ingvar HreinssonDyrhólaeyjarviti í uppáhaldi Ingvar segir marga fallega vita vera á landinu en að vitinn við Dyrhólaey sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Ég hef mest verið að vinna þar. Ég hef lent í því að breyta honum, gera hann allan upp, gera íbúð. Í dag er þetta ein dýrasta gisting á landinu. Ég er ákaflega stoltur af minni vinnu þar og hef sterkar taugar til vitans,“ segir Ingvar.Dyrhólaeyjarviti.Mynd/Wikipedia Commons
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira