Innlent

Björgunarsveitir á Suðurlandi leituðu að ungri stúlku

Atli Ísleifsson skrifar
Stúlkan kom svo fram í morgunsárið heil á húfi og var leit þá afturkölluð. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Stúlkan kom svo fram í morgunsárið heil á húfi og var leit þá afturkölluð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í nótt til leitar að ungri stúlku.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að stúlkan hafði ætlað sér að ganga um 400 metra leið til foreldra sinna þar sem þau voru á tjaldsvæði en ekki skilað sér á tilskyldum tíma.

Stúlkan kom svo fram í morgunsárið heil á húfi og var leit þá afturkölluð.

„Verslunarmannahelgin hefur annars verið að mestu róleg hjá björgunarsveitum. Langflest verkefnin hafa verið hjá björgunarsveitum í sjúkragæslu á útihátíðum og hjá Hálendisvaktinni.

Hálendisvakt björgunarsveita er staðsett á þremur stöðum á hálendinu, í Dreka norðan Vatnajökuls, að Fjallabaki og á Sprengisandi. Verkefni Hálendisvaktarinnar hafa að mestu falist föstum bílum í ám, minniháttar umferðaróhöppum á hálendinu og öðrum minni viðvikum,“ segir í tilkynningunni.

Hálendisvaktin hefur undanfarna daga dyttað að skiltum og rakað yfir utanvegaför á Sprengisandi.Mynd/Slysavarnarfélagið Landsbjörg
Mynd/Slysavarnarfélagið Landsbjörg
Mynd/Slysavarnarfélagið Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×