Innlent

Eyrarbakkavegi lokað vegna alvarlegs umferðarslyss

Atli Ísleifsson skrifar
Vísir/Pjetur
Lögreglan á Suðurlandi hefur lokað Eyrarbakkavegi frá Óseyrarbrú og austur að Eyrarbakka vegna alvarlegs umferðarslyss.

Slysið varð þar á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Hafnarbrúar, við vestustu innkeyrsluna inn í þorpið á Eyrarbakka.

Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að bíll og bifhjól hafi þar rekist saman.

„Lögregla og sjúkralið er við vinnu á vettvangi og verið er að flytja ökumann bifhjólsins á sjúkrahús í Reykjavík.“

Uppfært 17.59 Búið er að opna Eyrarbakkaveg á nýjan leik. Ökumaður bifhjólsins var fluttur á sjúkrahús. Hann var með meðvitund á leiðinni til Reykjavíkur. Hann liggur nú á gjörgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×