Innlent

Lögregla lýsir eftir Leonid

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Leonid Bzonnikov
Leonid Bzonnikov
Lögreglan í Stykkishólmi lýsir eftir Leonid Bzonnikov, nítján ára gömlum Rússa. Leonid fór frá Stykkishólmi klukkan 12.00 í dag, sunnudaginn 31. júlí.

Hann ekur um á gamalli ljósgrárri Toyotu Corollu með skráningarnúmerinu YY-825. Leonid var á leið frá Stykkishólmi að heimili sínu að Króksfjarðarnesi í Reykhólahreppi.

Ekkert hefur spurst til hans síðan um hádegisbil og er fólk beðið um að hafa samband við lögregluna í Stykkishólmi í símanúmer 859-9550 ef hann verður/hefur orðið á vegi þeirra.

Uppfært 00.01 Leonid er kominn í leitirnar. Lögreglan á Vesturlandi þakkar veitta aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×