Tafir við frágang á nýja fangelsinu setja afplánun á Íslandi í algjört uppnám Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2016 12:00 Páll segir tafir á verklokum setja allt afplánunarkerfið í uppnám. visir/Andri Marínó/Anton Brink Boðuð var bylting í fangelsismálum, sú mesta frá árinu 1874 þegar nýtt fangelsi á Hólmsheiði var vígt 10. júní, en fram til þess tíma hafði sannkallað neyðarástand ríkt í fangelsismálum. En, heldur er tekin að þyngjast brúnin á fangelsismálastjóra, Páli Winkel, því verulegar tafir hafa orðið á verklokum. Þetta þýðir að allt skipulag sem snýr að afplánun er í uppnámi. Þarna verður aðstaða fyrir 56 fanga. „Það er seinkun á þessu og lítil sem engin vinna í gangi og ég sit með fangaverði sem ekkert hafa fyrir stafni,“ segir Páll Winkel í samtali við Vísi.Staðinn var sérstakur heiðursvörður við vígsluathöfnina þegar innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, mætti á svæðið.visir/Anton BrinkPáll segist með engu móti geta sett fram dagsetningu um hvenær fangelsið verði tekið í notkun þar sem verktakar klára ekki sitt. „Þetta er mjög bagalegt og setur skipulag okkar úr skorðum. Framundan er nefnilega flókin vinna þar sem við munum boða marga til afplánunar og vinna á biðlistanum. Því liggur á að klára verkið.“ Þarna vinna rúmlega 20 fangaverðir en hluti þeirra er í sumarfríi. Það eru eins margir í fríum og mögulegt er að sögn Páls, sem reynir með því móti að draga úr tjóninu.Halldóra Vífilsdóttir er forstjóri framkvæmdasýslu ríksins.„Ég var búinn að sjá fyrir mér að fangelsið yrði fullklárað við afhendingu en það er bara ekki reyndin og ekki liggur fyrir hvenær við getum farið að vista fanga í fangelsinu. Það er vont þar sem nauðsynlegt er að boða dómþola inn með fyrirvara. Öryggiskerfin eru ekki tilbúin og á meðan svo er verður allt í pattstöðu. Okkur liggur á að byrja á að vinna á boðunarlista í fangelsin,“ segir Páll. Sá aðili sem hefur yfirumsjá með verkinu er Framkvæmdasýsla ríkisins. Þar er forstjóri Halldóra Vífilsdóttir. Vísi tókst ekki að ná í hana í morgun.Uppfært 13:00 Vísir náði nú rétt í þessu tali af Halldóru og hún segir það rétt að lokafrágangur hafi dregist, þetta gangi ágætlega, hafi gengið ágætlega í sumar en nú sé verið að vinna við lokafrágang á öryggiskerfi. „En, það er kannski lóðin, sem átti að vera tilbúin í lok maí, en það hefur aðeins dregist. Hefur gengið ágætlega en það hefur ekki dugað til. Það hafa verið gerðar athugasemdir, og úttekt á lóð hefur farið fram og það er verið að bregðast við því. Gengið hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir en þetta er á lokametrunum.“ Halldóra segir það annarra að svara fyrir um það nákvæmlega hvenær taka megi fangelsið í gagnið en í byrjun ágúst sér hún fyrir sér að hefja megi þjálfun starfsmanna á öryggiskerfinu. En verkið hafi verið unnið í ágætu samstarfi við fangelsismálastofnun. Tengdar fréttir Skellt í lás í næstu viku á Skólavörðustígnum Um næstu mánaðamót munu síðustu fangarnir fara úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í önnur fangelsi. Þar til fangelsið á Hólmsheiði verður opnað í haust verður bið á innköllun fanga. Framtíð Hegningarhússins er óljós. 26. maí 2016 07:00 Fangelsið á Hólmsheiði þykir mikið framfaraskref - Myndir Fangelsið á Hólmsheiði opnaði formlega í gær. 11. júní 2016 09:30 Fangelsið á Hólmsheiði opnað í dag "Það hefur ekki verið byggt fangelsi á Íslandi síðan 1874,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnastjórnar. 10. júní 2016 07:00 Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kíkt verður í nýja fangelsið á Hólmsheiði og heyrt í okkar mönnum í Frakklandi sem eru að gera sig klára fyrir Evrópumótið 10. júní 2016 17:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Boðuð var bylting í fangelsismálum, sú mesta frá árinu 1874 þegar nýtt fangelsi á Hólmsheiði var vígt 10. júní, en fram til þess tíma hafði sannkallað neyðarástand ríkt í fangelsismálum. En, heldur er tekin að þyngjast brúnin á fangelsismálastjóra, Páli Winkel, því verulegar tafir hafa orðið á verklokum. Þetta þýðir að allt skipulag sem snýr að afplánun er í uppnámi. Þarna verður aðstaða fyrir 56 fanga. „Það er seinkun á þessu og lítil sem engin vinna í gangi og ég sit með fangaverði sem ekkert hafa fyrir stafni,“ segir Páll Winkel í samtali við Vísi.Staðinn var sérstakur heiðursvörður við vígsluathöfnina þegar innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, mætti á svæðið.visir/Anton BrinkPáll segist með engu móti geta sett fram dagsetningu um hvenær fangelsið verði tekið í notkun þar sem verktakar klára ekki sitt. „Þetta er mjög bagalegt og setur skipulag okkar úr skorðum. Framundan er nefnilega flókin vinna þar sem við munum boða marga til afplánunar og vinna á biðlistanum. Því liggur á að klára verkið.“ Þarna vinna rúmlega 20 fangaverðir en hluti þeirra er í sumarfríi. Það eru eins margir í fríum og mögulegt er að sögn Páls, sem reynir með því móti að draga úr tjóninu.Halldóra Vífilsdóttir er forstjóri framkvæmdasýslu ríksins.„Ég var búinn að sjá fyrir mér að fangelsið yrði fullklárað við afhendingu en það er bara ekki reyndin og ekki liggur fyrir hvenær við getum farið að vista fanga í fangelsinu. Það er vont þar sem nauðsynlegt er að boða dómþola inn með fyrirvara. Öryggiskerfin eru ekki tilbúin og á meðan svo er verður allt í pattstöðu. Okkur liggur á að byrja á að vinna á boðunarlista í fangelsin,“ segir Páll. Sá aðili sem hefur yfirumsjá með verkinu er Framkvæmdasýsla ríkisins. Þar er forstjóri Halldóra Vífilsdóttir. Vísi tókst ekki að ná í hana í morgun.Uppfært 13:00 Vísir náði nú rétt í þessu tali af Halldóru og hún segir það rétt að lokafrágangur hafi dregist, þetta gangi ágætlega, hafi gengið ágætlega í sumar en nú sé verið að vinna við lokafrágang á öryggiskerfi. „En, það er kannski lóðin, sem átti að vera tilbúin í lok maí, en það hefur aðeins dregist. Hefur gengið ágætlega en það hefur ekki dugað til. Það hafa verið gerðar athugasemdir, og úttekt á lóð hefur farið fram og það er verið að bregðast við því. Gengið hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir en þetta er á lokametrunum.“ Halldóra segir það annarra að svara fyrir um það nákvæmlega hvenær taka megi fangelsið í gagnið en í byrjun ágúst sér hún fyrir sér að hefja megi þjálfun starfsmanna á öryggiskerfinu. En verkið hafi verið unnið í ágætu samstarfi við fangelsismálastofnun.
Tengdar fréttir Skellt í lás í næstu viku á Skólavörðustígnum Um næstu mánaðamót munu síðustu fangarnir fara úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í önnur fangelsi. Þar til fangelsið á Hólmsheiði verður opnað í haust verður bið á innköllun fanga. Framtíð Hegningarhússins er óljós. 26. maí 2016 07:00 Fangelsið á Hólmsheiði þykir mikið framfaraskref - Myndir Fangelsið á Hólmsheiði opnaði formlega í gær. 11. júní 2016 09:30 Fangelsið á Hólmsheiði opnað í dag "Það hefur ekki verið byggt fangelsi á Íslandi síðan 1874,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnastjórnar. 10. júní 2016 07:00 Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kíkt verður í nýja fangelsið á Hólmsheiði og heyrt í okkar mönnum í Frakklandi sem eru að gera sig klára fyrir Evrópumótið 10. júní 2016 17:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Skellt í lás í næstu viku á Skólavörðustígnum Um næstu mánaðamót munu síðustu fangarnir fara úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í önnur fangelsi. Þar til fangelsið á Hólmsheiði verður opnað í haust verður bið á innköllun fanga. Framtíð Hegningarhússins er óljós. 26. maí 2016 07:00
Fangelsið á Hólmsheiði þykir mikið framfaraskref - Myndir Fangelsið á Hólmsheiði opnaði formlega í gær. 11. júní 2016 09:30
Fangelsið á Hólmsheiði opnað í dag "Það hefur ekki verið byggt fangelsi á Íslandi síðan 1874,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnastjórnar. 10. júní 2016 07:00
Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kíkt verður í nýja fangelsið á Hólmsheiði og heyrt í okkar mönnum í Frakklandi sem eru að gera sig klára fyrir Evrópumótið 10. júní 2016 17:57