Telur sig svikinn af hollenska fjárfestinum Ingvar Haraldsson skrifar 28. júlí 2016 07:00 Grettir segir Henri Middeldorp hafa borið við sífelldum afsökunum þegar komið hafi að því að greiða fyrir fjárfestingu sína í uppyggingu við skíðaskálann í Hveradölum, til að mynda veikindum og sjálfsvígi innan fjárfestahópsins. Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, sem hefur fengið úthlutað lóð undir einkarekinn spítala og hótel í Mosfellsbæ, hefur sett sig í samband við fjölda aðila hér á landi á síðustu árum og sagst vera með fjársterka aðila á bak við sig sem séu tilbúnir að fjárfesta hér á landi. Engin þessara fjárfestingaráforma virðast þó hafa orðið að veruleika hingað til. Grettir Rúnarsson, stjórnarformaður Hveradala ehf., sem stefnir að því að opna hótel og baðlón við skíðaskálann í Hveradölum, segir Middeldorp hafa komið að máli við sig árið 2014 og viljað taka þátt í verkefninu í samstarfi við efnaða erlenda fjárfesta. „Hann sagðist vera með sterka fjárfesta á bak við sig sem væru að koma með fjármagn til Íslands og ætluðu að kaupa stóran hlut í Skíðaskálaverkefninu. Það voru undirritaðir samningar þess efnis. Þegar átti að fara að greiða fóru að koma sögur um sjálfsvíg meðal fjárfesta hópsins og langvarandi veikindi. Alltaf komu fleiri og fleiri sögur en aldrei kom nein greiðsla. Á tímabili heimtaði hann samt að fá þetta afhent og skildi ekkert í mér hvers lags bölvaður dóni ég væri að afhenda honum ekki hlutinn, að ég skyldi ekki gera mér grein fyrir því hvað hann væri svo stór kall,“ segir Grettir. Að lokum hafi hann gefist upp á Middeldorp og látið rifta samningnum. Middeldorp hefur gefið út að framkvæmdirnar í Mosfellsbæ, upp á um 50 milljarða króna, verði fjármagnaðar með láni frá félaginu Burbanks Capital í Hollandi. Það sé fjármagnað með fé frá fjölda fjársterkra aðila sem Middeldorp hefur þó ekki viljað gefa upp hverjir séu. Á heimasíðu Burbanks Capital er fullyrt að félagið sé í samstarfi við Silicor Materials, sem hyggst reisa sólarkísilver við Grundartanga. Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor Materials á Íslandi, segir ekkert hæft í því, félagið hafi engin tengsl við Burbanks Capital. Middeldorp hafi fyrir um einu og hálfu ári sýnt áhuga á að fjárfesta í kísilverinu. „En svo varð ekkert úr því,“ segir Davíð. Þá var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að Middeldorp hefði komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og óskað eftir að gera samning um kaup á ríflega fjórfaldri vatnsnotkun bæjarins. Bæjaryfirvöld urðu ekki við beiðninni en Middledorp er ekki talinn hafa sýnt nein gögn, til að mynda með hvaða hætti fjármagna ætti verkefnið. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir "Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. júlí 2016 10:30 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Stjórnarformaður félags sem hyggst reisa einkaspítala í Mosfellsbæ segir ekkert heilbrigðiskerfi hér á landi til að rústa líkt og Kári Stefánsson hélt fram að spítalinn myndi gera. 26. júlí 2016 07:00 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. 26. júlí 2016 19:02 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, sem hefur fengið úthlutað lóð undir einkarekinn spítala og hótel í Mosfellsbæ, hefur sett sig í samband við fjölda aðila hér á landi á síðustu árum og sagst vera með fjársterka aðila á bak við sig sem séu tilbúnir að fjárfesta hér á landi. Engin þessara fjárfestingaráforma virðast þó hafa orðið að veruleika hingað til. Grettir Rúnarsson, stjórnarformaður Hveradala ehf., sem stefnir að því að opna hótel og baðlón við skíðaskálann í Hveradölum, segir Middeldorp hafa komið að máli við sig árið 2014 og viljað taka þátt í verkefninu í samstarfi við efnaða erlenda fjárfesta. „Hann sagðist vera með sterka fjárfesta á bak við sig sem væru að koma með fjármagn til Íslands og ætluðu að kaupa stóran hlut í Skíðaskálaverkefninu. Það voru undirritaðir samningar þess efnis. Þegar átti að fara að greiða fóru að koma sögur um sjálfsvíg meðal fjárfesta hópsins og langvarandi veikindi. Alltaf komu fleiri og fleiri sögur en aldrei kom nein greiðsla. Á tímabili heimtaði hann samt að fá þetta afhent og skildi ekkert í mér hvers lags bölvaður dóni ég væri að afhenda honum ekki hlutinn, að ég skyldi ekki gera mér grein fyrir því hvað hann væri svo stór kall,“ segir Grettir. Að lokum hafi hann gefist upp á Middeldorp og látið rifta samningnum. Middeldorp hefur gefið út að framkvæmdirnar í Mosfellsbæ, upp á um 50 milljarða króna, verði fjármagnaðar með láni frá félaginu Burbanks Capital í Hollandi. Það sé fjármagnað með fé frá fjölda fjársterkra aðila sem Middeldorp hefur þó ekki viljað gefa upp hverjir séu. Á heimasíðu Burbanks Capital er fullyrt að félagið sé í samstarfi við Silicor Materials, sem hyggst reisa sólarkísilver við Grundartanga. Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor Materials á Íslandi, segir ekkert hæft í því, félagið hafi engin tengsl við Burbanks Capital. Middeldorp hafi fyrir um einu og hálfu ári sýnt áhuga á að fjárfesta í kísilverinu. „En svo varð ekkert úr því,“ segir Davíð. Þá var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að Middeldorp hefði komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og óskað eftir að gera samning um kaup á ríflega fjórfaldri vatnsnotkun bæjarins. Bæjaryfirvöld urðu ekki við beiðninni en Middledorp er ekki talinn hafa sýnt nein gögn, til að mynda með hvaða hætti fjármagna ætti verkefnið. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir "Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. júlí 2016 10:30 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Stjórnarformaður félags sem hyggst reisa einkaspítala í Mosfellsbæ segir ekkert heilbrigðiskerfi hér á landi til að rústa líkt og Kári Stefánsson hélt fram að spítalinn myndi gera. 26. júlí 2016 07:00 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. 26. júlí 2016 19:02 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
"Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. júlí 2016 10:30
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59
Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Stjórnarformaður félags sem hyggst reisa einkaspítala í Mosfellsbæ segir ekkert heilbrigðiskerfi hér á landi til að rústa líkt og Kári Stefánsson hélt fram að spítalinn myndi gera. 26. júlí 2016 07:00
Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00
Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. 26. júlí 2016 19:02
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent