Þrjúhundruð látnir í Suður-Súdan: Óttast að borgarastyrjöld brjótist út að nýju Gunnar Reynir Valþórsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 11. júlí 2016 08:47 Fylkingar þessara tveggja manna berjast í Suður-Súdan. Til vinstri er Riek Machar, varaforseti, og til hægri er Salva Kiir, forseti. Rúmlega þrjúhundruð manns hafa látið lífið, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar eftir bardaga í Juba, höfuðborg Suður-Súdans. Óttast er að landið sé enn á ný á barmi borgarastyrjaldar. Bardagarnir brutust út á fimmtudaginn var og hafa staðið alla helgina. Um tvær fylkingar er að ræða, stuðningsmenn Salva Kiir, forseta landsins annars vegar og hermenn sem hliðhollir eru varaforsetanum Riek Machar, hinsvegar.Hermenn í Suður-Súdan.Vísir/EPAÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem biðlað er til beggja hópa að hætta bardögum. Þá fór ráðið einnig fram á að fleiri friðargæsluliðum verði komið fyrir í landinu en á meðal þeirra sem létu lífið um helgina var friðargæsluliði frá Kína. Yfirlýsing ráðsins kom í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til eftir að átökin hófust á ný. Í yfirlýsingunni lýsti ráðið því einnig að árásir á búðir Sameinuðu þjóðanna væru hneyksli en í árásunum létust Kínverskir friðargæsluliðar og nokkrir frá Rúanda.Fánar Suður-Súdan, Sameinuðu Þjóðanna og Suður-Kóreu.Vísir/EPAÞá tók ráðið sérstaklega fram að vernda þyrfti búsetusvæði almennra borgara og varaði við því að árásir á borgara og búðir Sameinuðu þjóðanna gætu talist stríðsglæpir. Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki í júlí 2011 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem nærri 100 prósent kusu með sjálfstæði. Mikill fögnuður braust út í höfuðborg landsins eftir að úrslit urðu ljós. Fagnaðarlæti í Suður-Súdan á ársafmæli sjálfstæðis landsins.Vísir/EPAHins vegar kom til átaka í landinu í desember árið 2013 þegar Kiir forseti ásakaði Machar, fyrrum staðgengil sinn sem hann hafði rekið stuttu áður, um að skipuleggja valdarán. Borgarstyrjöld braust út í landinu þegar hermenn úr liði Kiir réðust að og afvopnuðu lið Machar. Machar og lið hans flúðu til fjalla og tugþúsundir létu lífið í átökum sem komu í kjölfarið. Í ágúst var loks skrifað undir friðarsamkomulag. Í því fékk Machar aftur fyrri stöðu í ríkisstjórn.Al Jazeera greinir frá. Suður-Súdan Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Rúmlega þrjúhundruð manns hafa látið lífið, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar eftir bardaga í Juba, höfuðborg Suður-Súdans. Óttast er að landið sé enn á ný á barmi borgarastyrjaldar. Bardagarnir brutust út á fimmtudaginn var og hafa staðið alla helgina. Um tvær fylkingar er að ræða, stuðningsmenn Salva Kiir, forseta landsins annars vegar og hermenn sem hliðhollir eru varaforsetanum Riek Machar, hinsvegar.Hermenn í Suður-Súdan.Vísir/EPAÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem biðlað er til beggja hópa að hætta bardögum. Þá fór ráðið einnig fram á að fleiri friðargæsluliðum verði komið fyrir í landinu en á meðal þeirra sem létu lífið um helgina var friðargæsluliði frá Kína. Yfirlýsing ráðsins kom í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til eftir að átökin hófust á ný. Í yfirlýsingunni lýsti ráðið því einnig að árásir á búðir Sameinuðu þjóðanna væru hneyksli en í árásunum létust Kínverskir friðargæsluliðar og nokkrir frá Rúanda.Fánar Suður-Súdan, Sameinuðu Þjóðanna og Suður-Kóreu.Vísir/EPAÞá tók ráðið sérstaklega fram að vernda þyrfti búsetusvæði almennra borgara og varaði við því að árásir á borgara og búðir Sameinuðu þjóðanna gætu talist stríðsglæpir. Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki í júlí 2011 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem nærri 100 prósent kusu með sjálfstæði. Mikill fögnuður braust út í höfuðborg landsins eftir að úrslit urðu ljós. Fagnaðarlæti í Suður-Súdan á ársafmæli sjálfstæðis landsins.Vísir/EPAHins vegar kom til átaka í landinu í desember árið 2013 þegar Kiir forseti ásakaði Machar, fyrrum staðgengil sinn sem hann hafði rekið stuttu áður, um að skipuleggja valdarán. Borgarstyrjöld braust út í landinu þegar hermenn úr liði Kiir réðust að og afvopnuðu lið Machar. Machar og lið hans flúðu til fjalla og tugþúsundir létu lífið í átökum sem komu í kjölfarið. Í ágúst var loks skrifað undir friðarsamkomulag. Í því fékk Machar aftur fyrri stöðu í ríkisstjórn.Al Jazeera greinir frá.
Suður-Súdan Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira