Raggi Sig í röngu landi fyrir miðvarðaleit Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 15:00 Ragnar Sigurðsson fór á kostum á EM og er eftirsóttur. vísir/epa Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool þarf sárlega á miðverði að halda áður en nýtt tímabil hefst eftir tæpan mánuð og eru Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, og aðstoðarmenn hans farnir á miðvarðaveiðar. Ragnar Sigurðsson, miðvörð íslenska landsliðsins í fótbolta, dreymir um að komast í ensku úrvalsdeildina og helst til Liverpool sem er hans uppáhalds lið, en Árbæingurinn var orðaður við enska stórliðið á meðan Evrópumótinu stóð. Enska blaðið Guardian hélt því fram að Liverpool og fleiri ensk lið væru búin að setja sig í samband við annað hvort umboðsmann leikmannsins eða rússneska liðið Krasnodar sem Ragnar spilar með. Sjálfur sagði miðvörðurinn í Frakklandi að ekkert væri til í sögusögnunum með Liverpool. Ragnar virðist ekki á radarnum hjá Liverpool því samkvæmt heimildum fótboltavefsins Goal.com ætlar Klopp að leita að nýjum miðverði á markaði sem hann þekkir; þýsku 1. deildinni. Liverpool er búið að losa sig við Kolo Touré og þá verða hvorki Mamadou Sakho né Joe Gomez klárir við upphaf leiktíðar vegna meiðsla. Klopp er sagður mikill aðdáandi hins unga Gomez og ætlar honum stórt hlutverk á næstu misserum. Klopp er nú þegar búinn að fá einn varnarmann úr þýsku 1. deildinni til sín en Joel Matip kom frá Schalke og mun væntanlega standa vaktina í hjarta varnarinnar ásamt Króatanum Dejan Lovren þegar Liverpool mætir Arsenal í fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni 14. ágúst. Næsti miðvörður er sagður koma líka frá Þýskalandi. Ragnar er væntanlega með mörg járn í eldinum eftir frábæra frammistöðu á Evrópumótinu þar sem hann var valinn í lið mótsins hjá The Guardian. Hann hefur spilað með Krasnodar síðan 2014 en var þar áður á mála hjá FCK í Kaupmannahöfn og hefur mikla reynslu af Meistaradeildinni sem og Evrópudeildinni auk þess sem hann er fastamaður í íslenska landsliðinu. Enski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool þarf sárlega á miðverði að halda áður en nýtt tímabil hefst eftir tæpan mánuð og eru Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, og aðstoðarmenn hans farnir á miðvarðaveiðar. Ragnar Sigurðsson, miðvörð íslenska landsliðsins í fótbolta, dreymir um að komast í ensku úrvalsdeildina og helst til Liverpool sem er hans uppáhalds lið, en Árbæingurinn var orðaður við enska stórliðið á meðan Evrópumótinu stóð. Enska blaðið Guardian hélt því fram að Liverpool og fleiri ensk lið væru búin að setja sig í samband við annað hvort umboðsmann leikmannsins eða rússneska liðið Krasnodar sem Ragnar spilar með. Sjálfur sagði miðvörðurinn í Frakklandi að ekkert væri til í sögusögnunum með Liverpool. Ragnar virðist ekki á radarnum hjá Liverpool því samkvæmt heimildum fótboltavefsins Goal.com ætlar Klopp að leita að nýjum miðverði á markaði sem hann þekkir; þýsku 1. deildinni. Liverpool er búið að losa sig við Kolo Touré og þá verða hvorki Mamadou Sakho né Joe Gomez klárir við upphaf leiktíðar vegna meiðsla. Klopp er sagður mikill aðdáandi hins unga Gomez og ætlar honum stórt hlutverk á næstu misserum. Klopp er nú þegar búinn að fá einn varnarmann úr þýsku 1. deildinni til sín en Joel Matip kom frá Schalke og mun væntanlega standa vaktina í hjarta varnarinnar ásamt Króatanum Dejan Lovren þegar Liverpool mætir Arsenal í fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni 14. ágúst. Næsti miðvörður er sagður koma líka frá Þýskalandi. Ragnar er væntanlega með mörg járn í eldinum eftir frábæra frammistöðu á Evrópumótinu þar sem hann var valinn í lið mótsins hjá The Guardian. Hann hefur spilað með Krasnodar síðan 2014 en var þar áður á mála hjá FCK í Kaupmannahöfn og hefur mikla reynslu af Meistaradeildinni sem og Evrópudeildinni auk þess sem hann er fastamaður í íslenska landsliðinu.
Enski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira