Enski boltinn

ESPN: Gylfi fullkomin viðbót við leikmannahóp Leicester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í fimm leikjum á EM í Frakklandi.
Gylfi skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í fimm leikjum á EM í Frakklandi. vísir/epa
Gylfi Þór Sigurðsson yrði fullkomin viðbót við leikmannahóp Englandsmeistara Leicester City.

Þetta kemur fram í greiningu ESPN á þörfum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Fréttaritarar liðanna 20 voru fengnir til að benda á hvar þau þyrftu að styrkja og með hvaða leikmönnum.

Leicester-maðurinn Ben Jacobs nefnir Gylfa til sögunnar sem manninn sem Refirnir þurfi fyrir næsta tímabil. Jacobs segir að Gylfi yrði fullkomin viðbót við leikmannahóp Leicester sem innihaldi marga varnarsinnaða miðjumenn. Refirnir hefðu hins vegar not fyrir einn sóknarsinnaðan, sérstaklega ef Riyad Mahrez fer.

Jacobs segir að Gylfi sé reynslubolti í úrvalsdeildinni þótt hann sé aðeins 26 ára. Jacobs segir jafnframt að þátttaka í Meistaradeild Evrópu gæti lokkað Gylfa frá Swansea.

Swansea-maðurinn Max Hicks segir að velska liðið þurfi að styrkja sóknarleikinn hjá sér. Hann nefnir Loic Remy til sögunnar og segir Swansea ætti að geta fengið hann ódýrt frá Chelsea.

Í úttektinni kemur einnig fram að Manchester-liðunum, United og City, Liverpool og Chelsea vanti miðverði en Arsenal þurfi að ná sér í framherja.

Úttektina má lesa með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×