Íslenski boltinn

Árni: Gaman að spila fótbolta

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Árni í baráttunni í dag
Árni í baráttunni í dag vísir/hanna
Árni Vilhjálmsson lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik á ný eftir að hann gekk til liðs við félagið frá norska liðinu Lilleström. Árni minnti hressilega á sig með því að leggja upp öll þrjú mörk liðsins gegn Fjölni í kvöld.

„Það er gaman að fá þrjá punkta. Stoðsendingar er gott og mörk líka en ég er hrikalega sáttur við þrjá punkta,“ sagði Árni.

„Það styttist í toppinn. Mér leist vel á spilamennskuna í kvöld. Við spiluðum vel og sóttum hratt. Ég er einn frammi og er með menn í kringum mig sem hlaupa og opna allt fyrir mig til að geta fengið boltann,“ sagði Árni.

Árni snýr til baka úr atvinnumennsku þar sem tækifærin voru ekki á hverju strái fyrir hann og því líklegt að hann sé ákveðinn í að sanna sig á ný.

„Ég er mjög sáttur við að koma inn í liðið og fá 90 mínútur. Ég fann það á 87. að ég var orðinn þreyttur en þetta var gott og ljúft og gaman. Það var gaman að spila fótbolta.

„Við sýnum að við erum öflugt lið og ætlum að eiga heima í toppbaráttunni,“ sagði Árni sem vildi ekki ganga svo langt að segja að hann sé púslið sem Breiðablik vantaði til að gera alvöru atlögu að Íslandsmeistarartitlinum.

„Nei ég myndi ekki segja það. Við erum með góðan mannskap fyrir og strákarnir eru allir frábærir leikmenn. Ég myndi ekki kalla mig púsluspilið sem vantaði en það er gaman að koma heim.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×