Öryggisógn og sýkingarhætta: Stefnubreytingu og fjármagn þyrfti ef bjarga ætti hvítabjörnum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júlí 2016 14:30 Hér má sjá birnuna sem gekk á land síðastliðna helgi en hún var rannsökuð á Náttúrufræðistofnun. Vísir/Hanna „Hvítabirnir eru stærstu landrándýr jarðar, stórhættulegir og óútreiknanlegir. Oftast eru þeir einir á ferð. Þeir eiga sér enga náttúrulega óvini nema manninn og eru í eðli sínu forvitnir.“ Þetta segir í skýrslu starfshóps sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra skipaði í júní 2008 eftir að mikil umræða skapaðist í samfélaginu þegar tveir ísbirnir sem gengu hér á land voru felldir með stuttu millibili. Starfshópurinn komst að því að sérfræðingar voru samhljóma í áliti sínu um að best væri að fella hvítabirni sem kæmu hingað til lands.Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.Viðbragðsáætlun til en engin björgunaráætlunNú er tilefni til þess að rifja upp niðurstöður starfshópsins og þá atburði sem áttu sér stað árið 2008 í ljósi þess að um helgina gekk birna á land á Skaga og var felld stuttu síðar. Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið um hvort bjarga hefði mátt birnunni þó það sé ekkert viðlíka þeirri umræðu sem fór af stað í júní 2008. Þá gagnrýndi Árni Stefán Árnason það að birnan skyldi felld um helgina í Fréttablaðinu í dag. Sjá einnig: Segir óþef af bjarnardrápum á Íslandi Engin stefnubreyting hefur orðið hjá stjórnvöldum síðan 2008 þegar kemur að komu hvítabjarna hingað til lands. Þá hefur ekki hefur verið unnið í björgunaráætlun hvítabjarna en til þess að það verði þarf Alþingi að leggja fjármagn í að unnið verði að slíkri áætlun, í framhaldinu yrði að leggja pening í þjálfun og útbúnað sem fylgir björgunaraðgerðum. Viðbragðsáætlun liggur fyrir en hana má sjá hér að neðan. Eins og farið verður yfir hér á eftir telst í hæsta máta ólíklegt að nokkru sinni yrði farið í björgunaraðgerðir á hvítabjörnum án stefnubreytingar hjá stjórnvöldum í þá átt.Tveir ísbirnir urðu til stofnunar starfshóps fyrir átta árum Árið 2008 gengu tveir ísbirnir á land með stuttu millibili eins og áður segir, sá fyrri 2. júní á Þverárfjall og sá síðari tveimur vikum síðar eða 16. júní en sá gekk að Hrauni á Skaga. Samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum teljast hvítabirnir til þeirra dýra sem friðuð eru hér á landi. Þó er heimilt að fella hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af. Þetta þýðir því að ekki er heimilt að fella hvítabjörn nema hann gangi á land, það má því ekki skjóta hvítabjörn sem sést svamlandi í sjónum þó hann sé í landhelgi Íslands. Í fyrra tilfellinu, 2. júní, tók lögregla ákvörðun um að fella dýrið í ljósi þess að fjölda fólks hafði drifið að eftir að fregnir tóku að berast um ísbjörninn. Segir í fyrrnefndri skýrslu starfshópsins að svo virðist sem fólk hafi engan veginn gert sér grein fyrir hættunni sem af dýrinu stafaði og beitti öllum tiltækum ráðum til að ná góðri mynd af birninum. Í seinna tilfellinu var ráðist í umfangsmeiri aðgerðir eftir að umhverfisráðuneytið tók ákvörðun um að reyna að bjarga dýrinu og senda það til sinna heimkynna. Unnið var að aðgerðaráætlun um björgunina allan daginn, það er að segja 16.júní, enda engin slík til hér á landi. Hvorki þá né nú.Hvítabjörn árið 2008. Landganga tveggja ísbjarna það ár vakti gífurlega athygli.VísirDaginn eftir kom búr fyrir björninn á svæðið og var það keyrt að Hrauni. Björgunaraðgerðir hófust um fimmleytið þann 17. júní en til stóð að skjóta björninn með deyfilyfi, setja hann í búr og flytja í grænlenska lögsögu. Á meðan á björgunaraðgerðum stóð fældist dýrið, stuttur eltingarleikur hófst en að lokum var ákveðið að fella dýrið eftir að ljóst var að það væri á leið í sjóinn og þá í hvarf.Ógn við öryggi og hætta á sýkingumStarfshópurinn ræddi við þá sem komu að þessum aðgerðum sumarið 2008 og einnig við sérfræðinga í málefnum hvítabjarna. Hvítabjarnarráð IUCN, sem eru alþjóðanáttúruverndarsamtökin, hefur ekki gert athugasemd við að dýrin sem koma hingað til lands hafi verið felld enda styðja samtökin sjálfbæra nýtingu á öllum stofnum hvítabjarna. Tegundin er þó á lista samtakanna yfir dýr í yfirvofandi útrýmingarhættu. Talið er að um 22 þúsund til 30 þúsund ísbirnir séu til í heiminum þar af 60 til 80 prósent í Kanada. Hér má sjá tölur frá 2014. „Niðurstöður sérfræðinga sem starfshópurinn leitaði til var mjög samhljóma,“ segir í skýrslunni. Tóku sérfræðingarnir undir álit Hvítabjarnarráðsins og gengu sumir lengra. „Jafnvel var tekið það hart í árina að eina rökrétta viðbragðsáætlunin hér á landi ætti að vera að fella dýrin enda þau langt frá heimkynnum sínum, ógni öryggi og gætu mögulega verið sýkingavaldur fyrir önnur dýr hér á landi.“ Þá sögðu sérfræðingar „engin haldbær stofnstærðarrök fyrir björgun einstakra hvítabjarna sem koma til Íslands.“Öryggi, stofnstærð og kostnaður lagt til grundavallar Niðurstaða starfshópsins var því sú að skynsamlegast væri að fella þá hvítabirni sem hingað koma til lands. Þetta var byggt á þremur sjónarmiðum sem þegar hefur örlítið verið tæpt á: öryggissjónarmiðum, stofnstærðarsjónarmiðum og kostnaði við björgunaraðgerðir. „Ljóst er að björgunartilraunir eru mjög kostnaðarsamar og erfiðar í framkvæmd. Í því ljósi má benda á að ef reyna á björgun mun það kosta þjálfun á björgunarteymi, bæði grunnþjálfun og viðhaldsþjálfun, hérlendis sem erlendis,“ skrifaði starfshópurinn um hið síðastnefnda, kostnað við björgunaraðgerðir. „Tækjabúnað þarf til verkefnisins til dæmis hentuga þyrlu, aðkomu Landhelgisgæslunnar vegna skips og annan búnað sem slík áætlun krefst og verður að skilgreina. Bent er á þá staðreynd að ef hvítabirni er bjargað hér á landi og hann fluttur á svæði nálægt til dæmis Kulusuk á veiðitíma er möguleiki á því að hann verði fljótlega skotinn enda það svæði þar sem mest er af veiðimönnum. Því þyrfti að flytja björninn langt til norðurs. Starfshópurinn hefur ekki reiknað út kostnað vegna þessa en ljóst er að hann mun hlaupa á tugum milljóna vegna einstaka dýrs.“Frá aðgerðum árið 2008.Vísir/VilhelmStofnstærðarsjónarmið hafa þegar verið reifuð en hvað öryggissjónarmið má bæta því við að starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að alltaf væri talin hætta af hvítabjörnum sem hingað koma til lands „enda utan náttúrulegra heimkynna í umhverfi sem dýrin þekkja ekki.“ Þá var greint frá reynslu Ólafs Ingólfssonar, prófessors. „En hann telur að reynslan sem hann hefur af samskiptum við hvítabirni sé sú að dýrin séu óútreiknanleg og að gæta skuli mikillar varúðar þannig að maðurinn hafi alltaf frumkvæðið í þeim samskiptum.“ Það er því ljóst að mikil stefnubreyting yrði að vera hjá stjórnvöldum til þess að almennt yrði farið í björgunaraðgerðir á hvítabjörnum sem koma hingað til lands. Björgunaráætlun liggur ekki fyrir auk þess sem engum fjármunum hefur verið varið í þjálfun sérfræðinga eða tryggt að nauðsynlegur útbúnaður sé til taks. Slíkt verður ekki gert á þeim stutta tíma sem hvítabjörn gengur á land og taka þarf ákvörðun um afdrif dýrsins. Tengdar fréttir Hvítabjörn synti sleitulaust 566 kílómetra á níu dögum Rannsókn kanadískra vísindamanna á hvítabjörnum staðfestir gríðarlegt sundþrek þeirra. 24. apríl 2016 20:45 Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46 Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. 17. júlí 2016 12:21 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
„Hvítabirnir eru stærstu landrándýr jarðar, stórhættulegir og óútreiknanlegir. Oftast eru þeir einir á ferð. Þeir eiga sér enga náttúrulega óvini nema manninn og eru í eðli sínu forvitnir.“ Þetta segir í skýrslu starfshóps sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra skipaði í júní 2008 eftir að mikil umræða skapaðist í samfélaginu þegar tveir ísbirnir sem gengu hér á land voru felldir með stuttu millibili. Starfshópurinn komst að því að sérfræðingar voru samhljóma í áliti sínu um að best væri að fella hvítabirni sem kæmu hingað til lands.Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.Viðbragðsáætlun til en engin björgunaráætlunNú er tilefni til þess að rifja upp niðurstöður starfshópsins og þá atburði sem áttu sér stað árið 2008 í ljósi þess að um helgina gekk birna á land á Skaga og var felld stuttu síðar. Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið um hvort bjarga hefði mátt birnunni þó það sé ekkert viðlíka þeirri umræðu sem fór af stað í júní 2008. Þá gagnrýndi Árni Stefán Árnason það að birnan skyldi felld um helgina í Fréttablaðinu í dag. Sjá einnig: Segir óþef af bjarnardrápum á Íslandi Engin stefnubreyting hefur orðið hjá stjórnvöldum síðan 2008 þegar kemur að komu hvítabjarna hingað til lands. Þá hefur ekki hefur verið unnið í björgunaráætlun hvítabjarna en til þess að það verði þarf Alþingi að leggja fjármagn í að unnið verði að slíkri áætlun, í framhaldinu yrði að leggja pening í þjálfun og útbúnað sem fylgir björgunaraðgerðum. Viðbragðsáætlun liggur fyrir en hana má sjá hér að neðan. Eins og farið verður yfir hér á eftir telst í hæsta máta ólíklegt að nokkru sinni yrði farið í björgunaraðgerðir á hvítabjörnum án stefnubreytingar hjá stjórnvöldum í þá átt.Tveir ísbirnir urðu til stofnunar starfshóps fyrir átta árum Árið 2008 gengu tveir ísbirnir á land með stuttu millibili eins og áður segir, sá fyrri 2. júní á Þverárfjall og sá síðari tveimur vikum síðar eða 16. júní en sá gekk að Hrauni á Skaga. Samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum teljast hvítabirnir til þeirra dýra sem friðuð eru hér á landi. Þó er heimilt að fella hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af. Þetta þýðir því að ekki er heimilt að fella hvítabjörn nema hann gangi á land, það má því ekki skjóta hvítabjörn sem sést svamlandi í sjónum þó hann sé í landhelgi Íslands. Í fyrra tilfellinu, 2. júní, tók lögregla ákvörðun um að fella dýrið í ljósi þess að fjölda fólks hafði drifið að eftir að fregnir tóku að berast um ísbjörninn. Segir í fyrrnefndri skýrslu starfshópsins að svo virðist sem fólk hafi engan veginn gert sér grein fyrir hættunni sem af dýrinu stafaði og beitti öllum tiltækum ráðum til að ná góðri mynd af birninum. Í seinna tilfellinu var ráðist í umfangsmeiri aðgerðir eftir að umhverfisráðuneytið tók ákvörðun um að reyna að bjarga dýrinu og senda það til sinna heimkynna. Unnið var að aðgerðaráætlun um björgunina allan daginn, það er að segja 16.júní, enda engin slík til hér á landi. Hvorki þá né nú.Hvítabjörn árið 2008. Landganga tveggja ísbjarna það ár vakti gífurlega athygli.VísirDaginn eftir kom búr fyrir björninn á svæðið og var það keyrt að Hrauni. Björgunaraðgerðir hófust um fimmleytið þann 17. júní en til stóð að skjóta björninn með deyfilyfi, setja hann í búr og flytja í grænlenska lögsögu. Á meðan á björgunaraðgerðum stóð fældist dýrið, stuttur eltingarleikur hófst en að lokum var ákveðið að fella dýrið eftir að ljóst var að það væri á leið í sjóinn og þá í hvarf.Ógn við öryggi og hætta á sýkingumStarfshópurinn ræddi við þá sem komu að þessum aðgerðum sumarið 2008 og einnig við sérfræðinga í málefnum hvítabjarna. Hvítabjarnarráð IUCN, sem eru alþjóðanáttúruverndarsamtökin, hefur ekki gert athugasemd við að dýrin sem koma hingað til lands hafi verið felld enda styðja samtökin sjálfbæra nýtingu á öllum stofnum hvítabjarna. Tegundin er þó á lista samtakanna yfir dýr í yfirvofandi útrýmingarhættu. Talið er að um 22 þúsund til 30 þúsund ísbirnir séu til í heiminum þar af 60 til 80 prósent í Kanada. Hér má sjá tölur frá 2014. „Niðurstöður sérfræðinga sem starfshópurinn leitaði til var mjög samhljóma,“ segir í skýrslunni. Tóku sérfræðingarnir undir álit Hvítabjarnarráðsins og gengu sumir lengra. „Jafnvel var tekið það hart í árina að eina rökrétta viðbragðsáætlunin hér á landi ætti að vera að fella dýrin enda þau langt frá heimkynnum sínum, ógni öryggi og gætu mögulega verið sýkingavaldur fyrir önnur dýr hér á landi.“ Þá sögðu sérfræðingar „engin haldbær stofnstærðarrök fyrir björgun einstakra hvítabjarna sem koma til Íslands.“Öryggi, stofnstærð og kostnaður lagt til grundavallar Niðurstaða starfshópsins var því sú að skynsamlegast væri að fella þá hvítabirni sem hingað koma til lands. Þetta var byggt á þremur sjónarmiðum sem þegar hefur örlítið verið tæpt á: öryggissjónarmiðum, stofnstærðarsjónarmiðum og kostnaði við björgunaraðgerðir. „Ljóst er að björgunartilraunir eru mjög kostnaðarsamar og erfiðar í framkvæmd. Í því ljósi má benda á að ef reyna á björgun mun það kosta þjálfun á björgunarteymi, bæði grunnþjálfun og viðhaldsþjálfun, hérlendis sem erlendis,“ skrifaði starfshópurinn um hið síðastnefnda, kostnað við björgunaraðgerðir. „Tækjabúnað þarf til verkefnisins til dæmis hentuga þyrlu, aðkomu Landhelgisgæslunnar vegna skips og annan búnað sem slík áætlun krefst og verður að skilgreina. Bent er á þá staðreynd að ef hvítabirni er bjargað hér á landi og hann fluttur á svæði nálægt til dæmis Kulusuk á veiðitíma er möguleiki á því að hann verði fljótlega skotinn enda það svæði þar sem mest er af veiðimönnum. Því þyrfti að flytja björninn langt til norðurs. Starfshópurinn hefur ekki reiknað út kostnað vegna þessa en ljóst er að hann mun hlaupa á tugum milljóna vegna einstaka dýrs.“Frá aðgerðum árið 2008.Vísir/VilhelmStofnstærðarsjónarmið hafa þegar verið reifuð en hvað öryggissjónarmið má bæta því við að starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að alltaf væri talin hætta af hvítabjörnum sem hingað koma til lands „enda utan náttúrulegra heimkynna í umhverfi sem dýrin þekkja ekki.“ Þá var greint frá reynslu Ólafs Ingólfssonar, prófessors. „En hann telur að reynslan sem hann hefur af samskiptum við hvítabirni sé sú að dýrin séu óútreiknanleg og að gæta skuli mikillar varúðar þannig að maðurinn hafi alltaf frumkvæðið í þeim samskiptum.“ Það er því ljóst að mikil stefnubreyting yrði að vera hjá stjórnvöldum til þess að almennt yrði farið í björgunaraðgerðir á hvítabjörnum sem koma hingað til lands. Björgunaráætlun liggur ekki fyrir auk þess sem engum fjármunum hefur verið varið í þjálfun sérfræðinga eða tryggt að nauðsynlegur útbúnaður sé til taks. Slíkt verður ekki gert á þeim stutta tíma sem hvítabjörn gengur á land og taka þarf ákvörðun um afdrif dýrsins.
Tengdar fréttir Hvítabjörn synti sleitulaust 566 kílómetra á níu dögum Rannsókn kanadískra vísindamanna á hvítabjörnum staðfestir gríðarlegt sundþrek þeirra. 24. apríl 2016 20:45 Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46 Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. 17. júlí 2016 12:21 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Hvítabjörn synti sleitulaust 566 kílómetra á níu dögum Rannsókn kanadískra vísindamanna á hvítabjörnum staðfestir gríðarlegt sundþrek þeirra. 24. apríl 2016 20:45
Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46
Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. 17. júlí 2016 12:21