Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Ásgeir Erlendsson skrifar 2. júlí 2016 20:32 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir það vera gríðarlega stórt skref að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi krafið stjórnvöld svara um málsmeðferð Al-thani málsins. Hann segist vonast til að á endanum fáist það endurupptekið. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir dæmdir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Al thani málinu í Hæstarétti í fyrra. Eftir að dómurinn var kveðinn upp sendu þeir inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að brotið hefði verið á rétti þeirra, bæði við rannsókn málsins og við meðferð þess. Mannréttindadómstólinn hefur nú krafið íslensk stjórnvöld svara við fjórum spurningum er varða málið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöld. Mannréttindadómstóllinn mun ekki taka afstöðu til þess hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar fyrr en svörin hafa borist. Hreiðar Már Sigurðsson, segir það gleðilegt að Mannréttindadómstólinn skuli sýna málinu áhuga.Margoft bent á óréttláta málsmeðferð „Við erum náttúrulega mjög ánægðir að sjá þessi viðbrögð Mannréttindadómstólsins. Þetta er gríðarlega stórt skref og mikilvægt fyrir okkur. Við höfum margoft bent á að við höfum ekki fengið réttláta málsmeðferð,“segir Hreiðar Már. Stjórnvöld fá tæpa fjóra mánuði til að svara en af spurningunum fjórum finnst Hreiðari spurningin er varðar aðgang sakborninganna að gögnum málsins vera mikilvægust. „Að leyfa sakborningum ekki að fá aðgang að öllum gögnum sem lögreglan haldlagði og að leggja það undir dómgreind ákæruvaldsins hvað eru sönnunargögn og hvað ekki, það er réttarfar sem gengur ekki.“ Hinar spurningarnar þrjár lúta að hæfi Árna Kolbeinssonar, hæstaréttardómara, hleranir á samtölum sakborninganna og lögmanna þeirra og einnig er spurt hvers Al Thani sjálfur hafi ekki verið kallaður fyrir dóminn sem vitni.Sársaukinn fyrir fjölskylduna erfiðastur „Þetta var lykilvitni í málinu og við skiljum í raun og veru ekki hvernig dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að það þurfti ekki að kalla hann og aðstoðarmann hans sem vitni í málinu,“segir Hreiðar.Hversu mikilvægt hefði það verið að fá hans framburð í þessu máli? „Það hefði skipt öllu máli því hann hefði getað staðfest það sem sannleikurinn er að hann var einn kaupandi bréfanna.“ Dómur Hæstaréttar er endanlegur sama hver ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu verður. Hreiðar segist hins vegar vonast til að lyktir málsins á endanum verði þær að málið fáist endurupptekið. „Þetta er að minnsta kosti risaskref í þeirri vegferð og vonandi endar það með þeirri niðurstöðu.“ Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Hreiðar Már tjáir sig við fjölmiðla um sín mál og hann segir reynslu undanfarinna átta ára vera lærdómsríka. „Hún hefur verið mjög sár og erfið en vonandi sér fyrir endann á þessu.“En hvað hefur verið erfiðast í þessu? „Ætli það hafi ekki verið erfiðast sársaukinn fyrir fjölskylduna.“ Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir það vera gríðarlega stórt skref að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi krafið stjórnvöld svara um málsmeðferð Al-thani málsins. Hann segist vonast til að á endanum fáist það endurupptekið. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir dæmdir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Al thani málinu í Hæstarétti í fyrra. Eftir að dómurinn var kveðinn upp sendu þeir inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að brotið hefði verið á rétti þeirra, bæði við rannsókn málsins og við meðferð þess. Mannréttindadómstólinn hefur nú krafið íslensk stjórnvöld svara við fjórum spurningum er varða málið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöld. Mannréttindadómstóllinn mun ekki taka afstöðu til þess hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar fyrr en svörin hafa borist. Hreiðar Már Sigurðsson, segir það gleðilegt að Mannréttindadómstólinn skuli sýna málinu áhuga.Margoft bent á óréttláta málsmeðferð „Við erum náttúrulega mjög ánægðir að sjá þessi viðbrögð Mannréttindadómstólsins. Þetta er gríðarlega stórt skref og mikilvægt fyrir okkur. Við höfum margoft bent á að við höfum ekki fengið réttláta málsmeðferð,“segir Hreiðar Már. Stjórnvöld fá tæpa fjóra mánuði til að svara en af spurningunum fjórum finnst Hreiðari spurningin er varðar aðgang sakborninganna að gögnum málsins vera mikilvægust. „Að leyfa sakborningum ekki að fá aðgang að öllum gögnum sem lögreglan haldlagði og að leggja það undir dómgreind ákæruvaldsins hvað eru sönnunargögn og hvað ekki, það er réttarfar sem gengur ekki.“ Hinar spurningarnar þrjár lúta að hæfi Árna Kolbeinssonar, hæstaréttardómara, hleranir á samtölum sakborninganna og lögmanna þeirra og einnig er spurt hvers Al Thani sjálfur hafi ekki verið kallaður fyrir dóminn sem vitni.Sársaukinn fyrir fjölskylduna erfiðastur „Þetta var lykilvitni í málinu og við skiljum í raun og veru ekki hvernig dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að það þurfti ekki að kalla hann og aðstoðarmann hans sem vitni í málinu,“segir Hreiðar.Hversu mikilvægt hefði það verið að fá hans framburð í þessu máli? „Það hefði skipt öllu máli því hann hefði getað staðfest það sem sannleikurinn er að hann var einn kaupandi bréfanna.“ Dómur Hæstaréttar er endanlegur sama hver ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu verður. Hreiðar segist hins vegar vonast til að lyktir málsins á endanum verði þær að málið fáist endurupptekið. „Þetta er að minnsta kosti risaskref í þeirri vegferð og vonandi endar það með þeirri niðurstöðu.“ Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Hreiðar Már tjáir sig við fjölmiðla um sín mál og hann segir reynslu undanfarinna átta ára vera lærdómsríka. „Hún hefur verið mjög sár og erfið en vonandi sér fyrir endann á þessu.“En hvað hefur verið erfiðast í þessu? „Ætli það hafi ekki verið erfiðast sársaukinn fyrir fjölskylduna.“
Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56