Frækilegt björgunarafrek djúpt suðvestur af Grindavík um helgina: „Ég er á lífi vegna ykkar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2016 10:27 Duff, lengst til hægri, með björgunarmönnunum fjórum og árinni sem hann gaf þeim í þakklætisskyni fyrir lífsbjörgina. Björgunarsveitarmennirnir þaulvanir sjómenn. mynd/björgunarsveitin þorbjörn Björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík vann frækilegt björgunarafrek um helgina þegar fjórir menn sveitarinnar fóru á björgunarskipi um 100 sjómílur suðvestur af Grindavík til þess að aðstoða heimsfrægan bandarískan kajakræðara, Chris Duff að nafni, sem var þar í vandræðum. Björgunaraðgerðin tók um sólarhring. Duff hefur verið á ferðinni frá árinu 2011 á leiðinni frá Skotlandi til Kanada og sett fjölda heimsmeta í siglingum gegnum árin en um helgina lenti hann í slæmu veðri skammt undna Íslandsströndum. Fjallað er um björgunarleiðangurinn á Facebook-síðu Þorbjörns en í samtali við Vísi segir Otti Rafn Sigmarsson varaformaður sveitarinnar að aðstæður á björgunarstaðnum hafi verið ömurlegar. „Það var töluverð ölduhæð þarna en það sem er erfitt í þessu og sérstaklega á þessu svæði er að þarna mætast einhverjar straumar bæði úr norðri og suðri þannig að þarna verður hálfgerður pottur, mikið sull og veltingur,“ segir Otti. Öldurnar komu úr öllum áttum og fóru upp í 3-4 metra hæð en Duff var á heimagerðum kajak, eða nokkurs konar árabát, sem hann reri.Á þessari mynd sést vel hversu lítill báturinn eða kajakinn sem Duff var á er. Erfitt hefði verið að koma auga á hann ef hann hefði ekki skotið upp flugdrekanum.mynd/björgunarsveitin þorbjörnTók þá erfiðu ákvörðun að gefast upp Á laugardagsmorgun bað hann hins vegar um að vera sóttur og síðar þann dag fór björgunarsveitin af stað enda þarf að undirbúa svona ferð vel og sjálfboðaliðarnir sem fara af stað og aðrir sem koma að aðgerðinni þurfa að gera ráðstafanir eins og að afboða komu sína í amæli eða matarboð: „Hann hafði samband í land með gervihnattasíma til þess að fá update á veðrinu og það leit hreint ekki vel út. Á þessum tímapunkti hafði hann verið í sólarhring að veltast um og bíða af sér veðrið, eins og hann hafði reynslu af. En þetta var eitthvað öðruvísi lýsti hann, öldurnar gengu í eina átt, vindurinn í aðra og engin leið að átta sig á hvaðan aldan myndi skella á honum næst. Hann var orðin sjóveikur, hafði enga matarlyst og var þar af leiðandi orðinn orkulítill, hann var blautur og honum kalt. Hann tók þá erfiðu ákvörðun að gefast upp og óska eftir aðstoð, staddur tæpar 100 sjómílur SV af Grindavík,“ segir í Facebook-færslu Þorbjörns.Línu kastað út til Duff úr björgunarskipi Þorbjarnar.mynd/björgunarsveitin þorbjörnVar orðinn gjörsamlega úrvinda um borð í árabátnum Samkvæmt fyrstu upplýsingum sem björgunarsveitinni bárust var ekki hætta á ferðum en Otti segir að eftir því sem leið á hafi hættan aukis og er aðstæðum lýst svona á Facebook: „Á meðan Chris bíður eftir okkar mönnum versnar ástandið. Líkamlegt ástand versnar, ástandið um borð hjá honum versnar og andlegu ástandi hrakar mjög hratt. Hann er orðin gjörsamlega úrvinda en reynir í samtölum sínum í land að láta lítið á því bera. Honum er farið að lengja eftir björgun, bátur hans er tekin að fyllast af vatni og hann er við það að gefast upp. Hann hringir í land til að kanna stöðuna og þar er honum tjáð að stutt sé í björgunarskipið. Hann hugsar um það að báturinn sem hann er á er pínulítill og miðað við veður gæti það tekið óratíma að finna hann. Hann ákveður því að nota alla orkuna sem hann átti eftir til þess að komast út aftur í þeirri von að ná að setja upp flugdreka sem hann hafði meðferðis og í fyrstu tilraun kemst flugdrekinn á loft og hann hugsar, „Þeir hljóta að sjá flugdrekann betur en bátinn.“ Tíminn líður og honum hrakar, enginn bátur kominn og ekkert að gerast. En allt í einu heyrir hann í VHF stöðinni "Chris Duff, Chris Duff, this is the Grindavik rescue boat calling, can you hear me?" Hann sagði okkur að þegar hann heyrði þetta var hann nánast búinn að gefa upp alla von, hann var orðinn örkumla af þreytu og kulda. Hann tók nokkrar mínútur í þetta þar sem hann átti erfitt með að koma orðum fram yfir tárin og ekkann, af því hann hreinlega átti ekki von á því að snúa aftur.Veit ekki hvernig en hann komst um borð Hann svaraði og gaf upp staðsetningu sína en þá slitnaði sambandið og hann heyrði ekkert í okkar mönnum um borð. Hann byrjaði að missa vonina aftur þegar heyrðist í talstöðinni "Chris Duff, this is the Grindavik rescue boat, we see your kite and we are about 3.5 miles out and will be with you in 20 minutes." Við þetta varð til lífsneisti aftur sem skaut honum á fætur í að undirbúa björgun. Oddur V. kom upp að honum og í ólgusjó og ógeði eins og hann sagði og kastaði línu til hans til þess að koma honum nær. Hann hentist upp og niður við hliðina á Oddi V. á meðan hann kastaði tveimur pokum af persónulegu dóti um borð, eftir að hann kastaði síðasta pokanum átti hann ekkert eftir í líkamanum og var við það að missa meðvitund. „Ég var ennþá með hendurnar upp í lofti þegar ég fann ég missti máttinn, en fyrir eitthvað kraftaverk ranka ég aftur við mér um borð í björgunarskipinu, þá hafði einn úr áhöfninni gripið í mig og gjörsamlega rifið mig upp og um borð í björgunarskipið. Ég veit ekki hvernig, en ég var kominn um borð.““Árin sem Duff gaf björgunarsveitinni i þakklætisskyni fyrir lífsbjörgina.mynd/björgunarsveitin þorbjörn„Þvílík gleði, þvílík hamingja, þvílíkir björgunarmenn!“ Duff náði sem sagt að skjóta upp flugdreka sem auðveldaði björgunarmönnunum á skipinu að finna hann. Otti segir að það hafi skipt sköpum þar sem björgunarmennirnir sáu flugdrekann í margra kílómetra fjarlægð. Það var því ágætt skyggni en ölduhæðin var eins og áður segir mjög mikil og því hefði það getað orðið mjög erfitt að finna jafn lítinn bát og árabát Duff úti á rúmsjó ef ekki hefði verið fyrir flugdrekann sem hann skaut upp. Eins og gefur að skilja var Duff afar þakklátur björgunarmönnunum eins og sjá á á þessum orðum hans sem tekin eru úr Facebook-færslunni: „Þvílíka fagmennsku hef ég aldrei áður séð. Áhöfnin tók á móti mér með brosi, ánægðir að hafa náð mér um borð. Ég baðst afsökunar að hafa lagt það á þá að koma alla leið hingað en þeir hlustuðu ekkert á það og sögðust vera fegnir því að fá mig um borð. Ég hélt við myndum sigla beint til Grindavíkur aftur en þessir menn neituðu að fara nema reyna að ná bátnum með heim líka. Ég trúði þessu ekki, úr hverju eru þessir menn? Áður en vissi af voru þeir farnir að hamast við að koma bátnum mínum um borð til sín. Einn úr áhöfninni var hjá mér, gaf mér að drekka fór svo með mig niður og sagði mér að hvílast. Eins og engill breiddi hann yfir mig stórt þykkt teppi og mér leið strax betur. Ég náði meðvitund aftur um 6 klukkustundum síðar og fór þá upp til þess að tala við áhöfnina. Ég gjörsamlega varð orðlaus. Þarna var aumingja litli báturinn minn sem ég hafði afskrifað, í spotta aftan í björgunarskipinu á leið í land. Þvílík gleði, þvílík hamingja, þvílíkir björgunarmenn!“ Í færslunni er því síðan lýst hvernig ástandið var á Duff eftir að kom um borð í björgunarskipið: „Hann gjörsamlega örmagnaðist og átti erfitt með halda meðvitund. Áhöfninni fannst rétt að reyna að bjarga bátnum líka fyrst þeir voru komnir alla þessa leið og um leið og Chris var öruggur um borð og undir eftirliti þá var látið til skarar skríða. Það gekk vel í fyrstu og í sex klukkustundir náðist að draga bátinn langleiðina en svo var ölduhæðin orðin slík að báturinn þoldi þetta ekki lengur enda hálffullur orðin af sjó og mikið álag á skrokkinn. Festur í bátnum slitnuðu og gat kom á skrokkinn og meiri sjór flæddi inn í hann. Í öryggisskyni var því ákveðið að gleyma bátnum og halda í land.“ Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík vann frækilegt björgunarafrek um helgina þegar fjórir menn sveitarinnar fóru á björgunarskipi um 100 sjómílur suðvestur af Grindavík til þess að aðstoða heimsfrægan bandarískan kajakræðara, Chris Duff að nafni, sem var þar í vandræðum. Björgunaraðgerðin tók um sólarhring. Duff hefur verið á ferðinni frá árinu 2011 á leiðinni frá Skotlandi til Kanada og sett fjölda heimsmeta í siglingum gegnum árin en um helgina lenti hann í slæmu veðri skammt undna Íslandsströndum. Fjallað er um björgunarleiðangurinn á Facebook-síðu Þorbjörns en í samtali við Vísi segir Otti Rafn Sigmarsson varaformaður sveitarinnar að aðstæður á björgunarstaðnum hafi verið ömurlegar. „Það var töluverð ölduhæð þarna en það sem er erfitt í þessu og sérstaklega á þessu svæði er að þarna mætast einhverjar straumar bæði úr norðri og suðri þannig að þarna verður hálfgerður pottur, mikið sull og veltingur,“ segir Otti. Öldurnar komu úr öllum áttum og fóru upp í 3-4 metra hæð en Duff var á heimagerðum kajak, eða nokkurs konar árabát, sem hann reri.Á þessari mynd sést vel hversu lítill báturinn eða kajakinn sem Duff var á er. Erfitt hefði verið að koma auga á hann ef hann hefði ekki skotið upp flugdrekanum.mynd/björgunarsveitin þorbjörnTók þá erfiðu ákvörðun að gefast upp Á laugardagsmorgun bað hann hins vegar um að vera sóttur og síðar þann dag fór björgunarsveitin af stað enda þarf að undirbúa svona ferð vel og sjálfboðaliðarnir sem fara af stað og aðrir sem koma að aðgerðinni þurfa að gera ráðstafanir eins og að afboða komu sína í amæli eða matarboð: „Hann hafði samband í land með gervihnattasíma til þess að fá update á veðrinu og það leit hreint ekki vel út. Á þessum tímapunkti hafði hann verið í sólarhring að veltast um og bíða af sér veðrið, eins og hann hafði reynslu af. En þetta var eitthvað öðruvísi lýsti hann, öldurnar gengu í eina átt, vindurinn í aðra og engin leið að átta sig á hvaðan aldan myndi skella á honum næst. Hann var orðin sjóveikur, hafði enga matarlyst og var þar af leiðandi orðinn orkulítill, hann var blautur og honum kalt. Hann tók þá erfiðu ákvörðun að gefast upp og óska eftir aðstoð, staddur tæpar 100 sjómílur SV af Grindavík,“ segir í Facebook-færslu Þorbjörns.Línu kastað út til Duff úr björgunarskipi Þorbjarnar.mynd/björgunarsveitin þorbjörnVar orðinn gjörsamlega úrvinda um borð í árabátnum Samkvæmt fyrstu upplýsingum sem björgunarsveitinni bárust var ekki hætta á ferðum en Otti segir að eftir því sem leið á hafi hættan aukis og er aðstæðum lýst svona á Facebook: „Á meðan Chris bíður eftir okkar mönnum versnar ástandið. Líkamlegt ástand versnar, ástandið um borð hjá honum versnar og andlegu ástandi hrakar mjög hratt. Hann er orðin gjörsamlega úrvinda en reynir í samtölum sínum í land að láta lítið á því bera. Honum er farið að lengja eftir björgun, bátur hans er tekin að fyllast af vatni og hann er við það að gefast upp. Hann hringir í land til að kanna stöðuna og þar er honum tjáð að stutt sé í björgunarskipið. Hann hugsar um það að báturinn sem hann er á er pínulítill og miðað við veður gæti það tekið óratíma að finna hann. Hann ákveður því að nota alla orkuna sem hann átti eftir til þess að komast út aftur í þeirri von að ná að setja upp flugdreka sem hann hafði meðferðis og í fyrstu tilraun kemst flugdrekinn á loft og hann hugsar, „Þeir hljóta að sjá flugdrekann betur en bátinn.“ Tíminn líður og honum hrakar, enginn bátur kominn og ekkert að gerast. En allt í einu heyrir hann í VHF stöðinni "Chris Duff, Chris Duff, this is the Grindavik rescue boat calling, can you hear me?" Hann sagði okkur að þegar hann heyrði þetta var hann nánast búinn að gefa upp alla von, hann var orðinn örkumla af þreytu og kulda. Hann tók nokkrar mínútur í þetta þar sem hann átti erfitt með að koma orðum fram yfir tárin og ekkann, af því hann hreinlega átti ekki von á því að snúa aftur.Veit ekki hvernig en hann komst um borð Hann svaraði og gaf upp staðsetningu sína en þá slitnaði sambandið og hann heyrði ekkert í okkar mönnum um borð. Hann byrjaði að missa vonina aftur þegar heyrðist í talstöðinni "Chris Duff, this is the Grindavik rescue boat, we see your kite and we are about 3.5 miles out and will be with you in 20 minutes." Við þetta varð til lífsneisti aftur sem skaut honum á fætur í að undirbúa björgun. Oddur V. kom upp að honum og í ólgusjó og ógeði eins og hann sagði og kastaði línu til hans til þess að koma honum nær. Hann hentist upp og niður við hliðina á Oddi V. á meðan hann kastaði tveimur pokum af persónulegu dóti um borð, eftir að hann kastaði síðasta pokanum átti hann ekkert eftir í líkamanum og var við það að missa meðvitund. „Ég var ennþá með hendurnar upp í lofti þegar ég fann ég missti máttinn, en fyrir eitthvað kraftaverk ranka ég aftur við mér um borð í björgunarskipinu, þá hafði einn úr áhöfninni gripið í mig og gjörsamlega rifið mig upp og um borð í björgunarskipið. Ég veit ekki hvernig, en ég var kominn um borð.““Árin sem Duff gaf björgunarsveitinni i þakklætisskyni fyrir lífsbjörgina.mynd/björgunarsveitin þorbjörn„Þvílík gleði, þvílík hamingja, þvílíkir björgunarmenn!“ Duff náði sem sagt að skjóta upp flugdreka sem auðveldaði björgunarmönnunum á skipinu að finna hann. Otti segir að það hafi skipt sköpum þar sem björgunarmennirnir sáu flugdrekann í margra kílómetra fjarlægð. Það var því ágætt skyggni en ölduhæðin var eins og áður segir mjög mikil og því hefði það getað orðið mjög erfitt að finna jafn lítinn bát og árabát Duff úti á rúmsjó ef ekki hefði verið fyrir flugdrekann sem hann skaut upp. Eins og gefur að skilja var Duff afar þakklátur björgunarmönnunum eins og sjá á á þessum orðum hans sem tekin eru úr Facebook-færslunni: „Þvílíka fagmennsku hef ég aldrei áður séð. Áhöfnin tók á móti mér með brosi, ánægðir að hafa náð mér um borð. Ég baðst afsökunar að hafa lagt það á þá að koma alla leið hingað en þeir hlustuðu ekkert á það og sögðust vera fegnir því að fá mig um borð. Ég hélt við myndum sigla beint til Grindavíkur aftur en þessir menn neituðu að fara nema reyna að ná bátnum með heim líka. Ég trúði þessu ekki, úr hverju eru þessir menn? Áður en vissi af voru þeir farnir að hamast við að koma bátnum mínum um borð til sín. Einn úr áhöfninni var hjá mér, gaf mér að drekka fór svo með mig niður og sagði mér að hvílast. Eins og engill breiddi hann yfir mig stórt þykkt teppi og mér leið strax betur. Ég náði meðvitund aftur um 6 klukkustundum síðar og fór þá upp til þess að tala við áhöfnina. Ég gjörsamlega varð orðlaus. Þarna var aumingja litli báturinn minn sem ég hafði afskrifað, í spotta aftan í björgunarskipinu á leið í land. Þvílík gleði, þvílík hamingja, þvílíkir björgunarmenn!“ Í færslunni er því síðan lýst hvernig ástandið var á Duff eftir að kom um borð í björgunarskipið: „Hann gjörsamlega örmagnaðist og átti erfitt með halda meðvitund. Áhöfninni fannst rétt að reyna að bjarga bátnum líka fyrst þeir voru komnir alla þessa leið og um leið og Chris var öruggur um borð og undir eftirliti þá var látið til skarar skríða. Það gekk vel í fyrstu og í sex klukkustundir náðist að draga bátinn langleiðina en svo var ölduhæðin orðin slík að báturinn þoldi þetta ekki lengur enda hálffullur orðin af sjó og mikið álag á skrokkinn. Festur í bátnum slitnuðu og gat kom á skrokkinn og meiri sjór flæddi inn í hann. Í öryggisskyni var því ákveðið að gleyma bátnum og halda í land.“ Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira