Mourinho: Ég er í starfinu sem allir vilja Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júlí 2016 10:34 Það var létt yfir Mourinho er hann spókaði sig um Old Trafford í dag. vísir/getty Jose Mourinho mætti á sinn fyrsta blaðamannafund í morgun sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þar ræddi hann meðal annars um Ryan Giggs, Wayne Rooney og Pep Guardiola. Mourinho fór um víðan völl í þessu fyrsta spjalli við fjölmiðlamenn í sumar og það er ljóst að stuð verður í Manchester í vetur. „Ég er þar sem ég vil vera og hjá því félagi sem ég vil vera. Það er pínu pirrandi að vera ekki í Meistaradeildinni því Man. Utd er Meistaradeildarfélag og á að vera þar. Við þurfum að sjá til þess að félagið verði þar að ári,“ sagði Mourinho og bætti við að hann væri að elta met Sir Alex Ferguson yfir flesta leiki í keppninni. „Ég veit til hvers er ætlast af mér og tel að ég sé kominn hingað á réttum tíma. Ég er vel undirbúinn fyrir þetta verkefni. Ég hef mikinn metnað og ætla mér stóra hluti hérna.“Sumir stjórar ekki unnið titilinn í 10 ár Mourinho hefur verið kallaður sá sérstaki og sá hamingjusami. Hver er hann núna? „Ég veit það ekki. Það er alltaf eitthvað nýtt er ég kem til þessa lands. Það er raunveruleikinn að ég er stjóri Man. Utd og það er starfið sem allir vilja,“ segir Mourinho en hvað um pressuna? „Það eru stjórar sem hafa ekki unnið titil í 10 ár. Ég vann fyrir ári síðan. Ef þið teljið að ég hafi mikið að sanna hvað þá með hina? Ég tel mig samt alltaf þurfa að sanna mig. Þannig er ég bara. Ég gæti ekki haldið áfram ef ég næði ekki árangri,“ sagði Mourinho og augljóslega að skjóta á Arsene Wenger, stjóra Arsenal. „Ég gæti spilað vörn hérna og sagt að við þurfum að gera betur. Það er fjórða sætið og ég vil ekki að leikmennirnir hugsi þannig. Ég vil gleyma síðustu þremur árum hjá þessu félagi. Hér er hefð fyrir árangri.“Mourinho á Old Trafford fyrir fundinn í dag.vísir/gettyVildi fá fjóra leikmenn Mourinho segist hafa viljað næla í fjóra leikmenn og segir að von sé á þriðja leikmanninum fljótlega. „Það var forgangsatriði að fá þessa fjóra leikmenn til að ná jafnvægi. Er við höfum landað fjórða leikmanninum þá mun ég draga andann á ný. Við erum að vinna á fullu í þessum málum.“ Það hefur andað köldu á milli Mourinho og Pep Guardiola sem er nú tekinn við Man. City. Portúgalinn vildi lítið gera úr því. „Ég vil ekki tala um einn mann, eitt félag og mér líkar ekki orðið óvinur. Á Spáni var þetta tveggja hesta hlaup. Þrjú lið börðust um titilinn á Ítalíu en á Englandi er það ekki þannig. Ef maður einblínir bara á eitt lið þá hlæja hin. Ég tek ekki þátt í þessu. Ég er stjóri Man. Utd og ber virðingu fyrir öllum honum liðunum,“ sagði Mourinho.Giggs vildi stjórastarfið hjá Man. Utd Mourinho segir að það sé ekki honum að kenna að Ryan Giggs sé ekki lengur hjá félaginu. Hann segir að Giggs hafi viljað verða stjóri félagsins. Hann hafi ekki fengið það og því farið annað. „Ryan hefur verið heiðarlegur í sínum samskiptum og ég óska honum alls hins besta. Ef hann vill koma aftur hingað þá er hann velkominn.“Rooney verður aldrei sexa hjá mér Þó svo Wayne Rooney sé farinn að færa sig í auknum mæli inn á miðjuna þá ætlar Mourinho ekki að nota hann þar. „Eðli manna að skora hverfur aldrei. Rooney er kannski ekki nía lengur en hann verður aldrei sexa hjá mér. Hann verður aldrei 50 metra frá markinu. Hjá mér verður hann nía eða tía. Hann verður aldrei sexa eða átta,“ sagði Portúgalinn. Það er hlýtt á milli Mourinho og Sir Alex Ferguson. Þeir hafa eðlilega talað saman. „Hann sagði mér að koma með regnhlífina. Hann sagði mér líka að koma með vínflöskuna sem ég kom alltaf með til hans. Nú væru margar stundir fyrir okkur að setjast niður saman. Hann verður alltaf velkominn á æfingasvæðið og við munum deila sögum og ég mun leita eftir hans áliti.“ Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Jose Mourinho mætti á sinn fyrsta blaðamannafund í morgun sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þar ræddi hann meðal annars um Ryan Giggs, Wayne Rooney og Pep Guardiola. Mourinho fór um víðan völl í þessu fyrsta spjalli við fjölmiðlamenn í sumar og það er ljóst að stuð verður í Manchester í vetur. „Ég er þar sem ég vil vera og hjá því félagi sem ég vil vera. Það er pínu pirrandi að vera ekki í Meistaradeildinni því Man. Utd er Meistaradeildarfélag og á að vera þar. Við þurfum að sjá til þess að félagið verði þar að ári,“ sagði Mourinho og bætti við að hann væri að elta met Sir Alex Ferguson yfir flesta leiki í keppninni. „Ég veit til hvers er ætlast af mér og tel að ég sé kominn hingað á réttum tíma. Ég er vel undirbúinn fyrir þetta verkefni. Ég hef mikinn metnað og ætla mér stóra hluti hérna.“Sumir stjórar ekki unnið titilinn í 10 ár Mourinho hefur verið kallaður sá sérstaki og sá hamingjusami. Hver er hann núna? „Ég veit það ekki. Það er alltaf eitthvað nýtt er ég kem til þessa lands. Það er raunveruleikinn að ég er stjóri Man. Utd og það er starfið sem allir vilja,“ segir Mourinho en hvað um pressuna? „Það eru stjórar sem hafa ekki unnið titil í 10 ár. Ég vann fyrir ári síðan. Ef þið teljið að ég hafi mikið að sanna hvað þá með hina? Ég tel mig samt alltaf þurfa að sanna mig. Þannig er ég bara. Ég gæti ekki haldið áfram ef ég næði ekki árangri,“ sagði Mourinho og augljóslega að skjóta á Arsene Wenger, stjóra Arsenal. „Ég gæti spilað vörn hérna og sagt að við þurfum að gera betur. Það er fjórða sætið og ég vil ekki að leikmennirnir hugsi þannig. Ég vil gleyma síðustu þremur árum hjá þessu félagi. Hér er hefð fyrir árangri.“Mourinho á Old Trafford fyrir fundinn í dag.vísir/gettyVildi fá fjóra leikmenn Mourinho segist hafa viljað næla í fjóra leikmenn og segir að von sé á þriðja leikmanninum fljótlega. „Það var forgangsatriði að fá þessa fjóra leikmenn til að ná jafnvægi. Er við höfum landað fjórða leikmanninum þá mun ég draga andann á ný. Við erum að vinna á fullu í þessum málum.“ Það hefur andað köldu á milli Mourinho og Pep Guardiola sem er nú tekinn við Man. City. Portúgalinn vildi lítið gera úr því. „Ég vil ekki tala um einn mann, eitt félag og mér líkar ekki orðið óvinur. Á Spáni var þetta tveggja hesta hlaup. Þrjú lið börðust um titilinn á Ítalíu en á Englandi er það ekki þannig. Ef maður einblínir bara á eitt lið þá hlæja hin. Ég tek ekki þátt í þessu. Ég er stjóri Man. Utd og ber virðingu fyrir öllum honum liðunum,“ sagði Mourinho.Giggs vildi stjórastarfið hjá Man. Utd Mourinho segir að það sé ekki honum að kenna að Ryan Giggs sé ekki lengur hjá félaginu. Hann segir að Giggs hafi viljað verða stjóri félagsins. Hann hafi ekki fengið það og því farið annað. „Ryan hefur verið heiðarlegur í sínum samskiptum og ég óska honum alls hins besta. Ef hann vill koma aftur hingað þá er hann velkominn.“Rooney verður aldrei sexa hjá mér Þó svo Wayne Rooney sé farinn að færa sig í auknum mæli inn á miðjuna þá ætlar Mourinho ekki að nota hann þar. „Eðli manna að skora hverfur aldrei. Rooney er kannski ekki nía lengur en hann verður aldrei sexa hjá mér. Hann verður aldrei 50 metra frá markinu. Hjá mér verður hann nía eða tía. Hann verður aldrei sexa eða átta,“ sagði Portúgalinn. Það er hlýtt á milli Mourinho og Sir Alex Ferguson. Þeir hafa eðlilega talað saman. „Hann sagði mér að koma með regnhlífina. Hann sagði mér líka að koma með vínflöskuna sem ég kom alltaf með til hans. Nú væru margar stundir fyrir okkur að setjast niður saman. Hann verður alltaf velkominn á æfingasvæðið og við munum deila sögum og ég mun leita eftir hans áliti.“
Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira