Mourinho: Ég er í starfinu sem allir vilja Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júlí 2016 10:34 Það var létt yfir Mourinho er hann spókaði sig um Old Trafford í dag. vísir/getty Jose Mourinho mætti á sinn fyrsta blaðamannafund í morgun sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þar ræddi hann meðal annars um Ryan Giggs, Wayne Rooney og Pep Guardiola. Mourinho fór um víðan völl í þessu fyrsta spjalli við fjölmiðlamenn í sumar og það er ljóst að stuð verður í Manchester í vetur. „Ég er þar sem ég vil vera og hjá því félagi sem ég vil vera. Það er pínu pirrandi að vera ekki í Meistaradeildinni því Man. Utd er Meistaradeildarfélag og á að vera þar. Við þurfum að sjá til þess að félagið verði þar að ári,“ sagði Mourinho og bætti við að hann væri að elta met Sir Alex Ferguson yfir flesta leiki í keppninni. „Ég veit til hvers er ætlast af mér og tel að ég sé kominn hingað á réttum tíma. Ég er vel undirbúinn fyrir þetta verkefni. Ég hef mikinn metnað og ætla mér stóra hluti hérna.“Sumir stjórar ekki unnið titilinn í 10 ár Mourinho hefur verið kallaður sá sérstaki og sá hamingjusami. Hver er hann núna? „Ég veit það ekki. Það er alltaf eitthvað nýtt er ég kem til þessa lands. Það er raunveruleikinn að ég er stjóri Man. Utd og það er starfið sem allir vilja,“ segir Mourinho en hvað um pressuna? „Það eru stjórar sem hafa ekki unnið titil í 10 ár. Ég vann fyrir ári síðan. Ef þið teljið að ég hafi mikið að sanna hvað þá með hina? Ég tel mig samt alltaf þurfa að sanna mig. Þannig er ég bara. Ég gæti ekki haldið áfram ef ég næði ekki árangri,“ sagði Mourinho og augljóslega að skjóta á Arsene Wenger, stjóra Arsenal. „Ég gæti spilað vörn hérna og sagt að við þurfum að gera betur. Það er fjórða sætið og ég vil ekki að leikmennirnir hugsi þannig. Ég vil gleyma síðustu þremur árum hjá þessu félagi. Hér er hefð fyrir árangri.“Mourinho á Old Trafford fyrir fundinn í dag.vísir/gettyVildi fá fjóra leikmenn Mourinho segist hafa viljað næla í fjóra leikmenn og segir að von sé á þriðja leikmanninum fljótlega. „Það var forgangsatriði að fá þessa fjóra leikmenn til að ná jafnvægi. Er við höfum landað fjórða leikmanninum þá mun ég draga andann á ný. Við erum að vinna á fullu í þessum málum.“ Það hefur andað köldu á milli Mourinho og Pep Guardiola sem er nú tekinn við Man. City. Portúgalinn vildi lítið gera úr því. „Ég vil ekki tala um einn mann, eitt félag og mér líkar ekki orðið óvinur. Á Spáni var þetta tveggja hesta hlaup. Þrjú lið börðust um titilinn á Ítalíu en á Englandi er það ekki þannig. Ef maður einblínir bara á eitt lið þá hlæja hin. Ég tek ekki þátt í þessu. Ég er stjóri Man. Utd og ber virðingu fyrir öllum honum liðunum,“ sagði Mourinho.Giggs vildi stjórastarfið hjá Man. Utd Mourinho segir að það sé ekki honum að kenna að Ryan Giggs sé ekki lengur hjá félaginu. Hann segir að Giggs hafi viljað verða stjóri félagsins. Hann hafi ekki fengið það og því farið annað. „Ryan hefur verið heiðarlegur í sínum samskiptum og ég óska honum alls hins besta. Ef hann vill koma aftur hingað þá er hann velkominn.“Rooney verður aldrei sexa hjá mér Þó svo Wayne Rooney sé farinn að færa sig í auknum mæli inn á miðjuna þá ætlar Mourinho ekki að nota hann þar. „Eðli manna að skora hverfur aldrei. Rooney er kannski ekki nía lengur en hann verður aldrei sexa hjá mér. Hann verður aldrei 50 metra frá markinu. Hjá mér verður hann nía eða tía. Hann verður aldrei sexa eða átta,“ sagði Portúgalinn. Það er hlýtt á milli Mourinho og Sir Alex Ferguson. Þeir hafa eðlilega talað saman. „Hann sagði mér að koma með regnhlífina. Hann sagði mér líka að koma með vínflöskuna sem ég kom alltaf með til hans. Nú væru margar stundir fyrir okkur að setjast niður saman. Hann verður alltaf velkominn á æfingasvæðið og við munum deila sögum og ég mun leita eftir hans áliti.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Sjá meira
Jose Mourinho mætti á sinn fyrsta blaðamannafund í morgun sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þar ræddi hann meðal annars um Ryan Giggs, Wayne Rooney og Pep Guardiola. Mourinho fór um víðan völl í þessu fyrsta spjalli við fjölmiðlamenn í sumar og það er ljóst að stuð verður í Manchester í vetur. „Ég er þar sem ég vil vera og hjá því félagi sem ég vil vera. Það er pínu pirrandi að vera ekki í Meistaradeildinni því Man. Utd er Meistaradeildarfélag og á að vera þar. Við þurfum að sjá til þess að félagið verði þar að ári,“ sagði Mourinho og bætti við að hann væri að elta met Sir Alex Ferguson yfir flesta leiki í keppninni. „Ég veit til hvers er ætlast af mér og tel að ég sé kominn hingað á réttum tíma. Ég er vel undirbúinn fyrir þetta verkefni. Ég hef mikinn metnað og ætla mér stóra hluti hérna.“Sumir stjórar ekki unnið titilinn í 10 ár Mourinho hefur verið kallaður sá sérstaki og sá hamingjusami. Hver er hann núna? „Ég veit það ekki. Það er alltaf eitthvað nýtt er ég kem til þessa lands. Það er raunveruleikinn að ég er stjóri Man. Utd og það er starfið sem allir vilja,“ segir Mourinho en hvað um pressuna? „Það eru stjórar sem hafa ekki unnið titil í 10 ár. Ég vann fyrir ári síðan. Ef þið teljið að ég hafi mikið að sanna hvað þá með hina? Ég tel mig samt alltaf þurfa að sanna mig. Þannig er ég bara. Ég gæti ekki haldið áfram ef ég næði ekki árangri,“ sagði Mourinho og augljóslega að skjóta á Arsene Wenger, stjóra Arsenal. „Ég gæti spilað vörn hérna og sagt að við þurfum að gera betur. Það er fjórða sætið og ég vil ekki að leikmennirnir hugsi þannig. Ég vil gleyma síðustu þremur árum hjá þessu félagi. Hér er hefð fyrir árangri.“Mourinho á Old Trafford fyrir fundinn í dag.vísir/gettyVildi fá fjóra leikmenn Mourinho segist hafa viljað næla í fjóra leikmenn og segir að von sé á þriðja leikmanninum fljótlega. „Það var forgangsatriði að fá þessa fjóra leikmenn til að ná jafnvægi. Er við höfum landað fjórða leikmanninum þá mun ég draga andann á ný. Við erum að vinna á fullu í þessum málum.“ Það hefur andað köldu á milli Mourinho og Pep Guardiola sem er nú tekinn við Man. City. Portúgalinn vildi lítið gera úr því. „Ég vil ekki tala um einn mann, eitt félag og mér líkar ekki orðið óvinur. Á Spáni var þetta tveggja hesta hlaup. Þrjú lið börðust um titilinn á Ítalíu en á Englandi er það ekki þannig. Ef maður einblínir bara á eitt lið þá hlæja hin. Ég tek ekki þátt í þessu. Ég er stjóri Man. Utd og ber virðingu fyrir öllum honum liðunum,“ sagði Mourinho.Giggs vildi stjórastarfið hjá Man. Utd Mourinho segir að það sé ekki honum að kenna að Ryan Giggs sé ekki lengur hjá félaginu. Hann segir að Giggs hafi viljað verða stjóri félagsins. Hann hafi ekki fengið það og því farið annað. „Ryan hefur verið heiðarlegur í sínum samskiptum og ég óska honum alls hins besta. Ef hann vill koma aftur hingað þá er hann velkominn.“Rooney verður aldrei sexa hjá mér Þó svo Wayne Rooney sé farinn að færa sig í auknum mæli inn á miðjuna þá ætlar Mourinho ekki að nota hann þar. „Eðli manna að skora hverfur aldrei. Rooney er kannski ekki nía lengur en hann verður aldrei sexa hjá mér. Hann verður aldrei 50 metra frá markinu. Hjá mér verður hann nía eða tía. Hann verður aldrei sexa eða átta,“ sagði Portúgalinn. Það er hlýtt á milli Mourinho og Sir Alex Ferguson. Þeir hafa eðlilega talað saman. „Hann sagði mér að koma með regnhlífina. Hann sagði mér líka að koma með vínflöskuna sem ég kom alltaf með til hans. Nú væru margar stundir fyrir okkur að setjast niður saman. Hann verður alltaf velkominn á æfingasvæðið og við munum deila sögum og ég mun leita eftir hans áliti.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti