Enski boltinn

Lozano hefur ekkert heyrt í Manchester United

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Lozano í leik í heimalandinu
Lozano í leik í heimalandinu vísir/getty
Mexíkóski landsliðsmaðurinn Hirving Lozano segir ekkert hæft í orðrómi þess efnis að hann sé á leið til enska stórliðsins Manchester United.

Lozano leikur með Pachuca í heimalandinu og er samningsbundinn liðinu til ársins 2020.

„Það er gaman að heyra fólk tala um möguleg kaup Manchester United en það væri enn betra ef það væri eitthvað til í því,“ sagði Lozano.

„Ég veit ekkert um áhuga United. Ef félagið segir mér eitthvað þá sjáum við til en ég veit ekkert á þessu stigi málsins.

„Ég er hjá Pachuca sem stendur og við sjáum til með hvað gerist í framtíðinni.“

Pachuca er 20 ára gamall og er talið að Jose Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United vilji að hann verði fjórði leikmaðurinn sem Portúgalinn fái til félagsins en fyrr í sumar gengu Eric Baily, Zlatan Ibrahimovic og Henrikh Mkhitaryan til liðs við liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×