Erlent

Fangar brutust úr klefa sínum til að bjarga lífi fangavarðar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Átta fangar í bænum Weatherford, í Parker-sýslu í Texas-ríki Bandaríkjanna, björguðu lífi fangavarðar sem gætti þeirra.

Fangavörðurinn fékk hjartaáfall meðan hann fylgdist með föngunum. Mennirnir sáu að það leið yfir manninn og hófu að hrópa á hjálp. Þegar enginn kom til aðstoðar náðu þeir að brjóta upp hurðina á klefa sínum og fanga þannig athygli annarra varða.

Með þessu tóku mennirnir þónokkra áhættu því það var alveg viðbúið að aðrir starfsmenn fangelsisins myndu mæta þeim vopnaðir.

„Maðurinn hafði byssu og lykla að öllum hurðum,“ sagði lögreglustjórinn Ryan Speegle. „Þetta hefði getað farið á allt annan veg.“

Vinnufélagar fangavarðarins komu niður, smöluðu föngunum aftur í klefa sinn og hófu endurlífgunartilraunir.

Myndband af þessu atviki má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×