Taug strengd yfir hjólastíg í Kópavogi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2016 11:37 Mynd úr safni vísir/anton brink Litlu munaði að illa hefði farið þegar hjólreiðafólk kom að þunnum kaðli sem strengdur hafði verið þvert yfir hjólastíg á Kársnesi í Kópavogi í gær. Strengurinn var í um eins metra hæð og kyrfilega bundinn við staur og girðingu. Steinþóra Þórisdóttir lífeindafræðingur var í hjólatúr með börnum sínum þegar þau komu að tauginni. Hún segist rétt hafa náð að koma í veg fyrir að sonur hennar færi á strenginn. Veður- og birtuskilyrði hafi orðið til þess að hún sá hann. „Ég var á frekar rólegri ferð þannig að ég sá strenginn nokkuð vel. Þetta var þunnur kaðall sem er hluti af kaðlagirðingu sem á að vernda hjólreiðafólk frá því að enda í fjörunni ef það missir jafnvægi,“ segir Steinþóra í samtali við Vísi. „Ef þú ert ekki á mjög hraðri siglingu eða ef það er ekki mjög dimmt þá er kaðallinn áberandi, en annars ekki. Þetta er mjög hættulegt.“ Aðspurð segist Steinþóra telja að taugin hafi verið strengd yfir stíginn í þeim tilgangi að valda slysi. „Það er svona fyrsta hugsun, þrátt fyrir að ég viti auðvitað ekki hver tilgangurinn með þessu var, það er voðalega erfitt að átta sig á því.“ Hún segir að lögreglu hafi verið gert viðvart í gegnum tölvuskeyti. Lögreglan í Kópavogi kannaðist þó ekki við málið þegar eftir því var leitað í morgun, en þau svör fengust að það yrði kannað. Steinþóra birti færslu um málið á Facebook, en færsluna má lesa hér fyrir neðan.STRENGUR ÞVERT YFIR HJÓLASTÍG:Ég var að hjóla með börnunum mínum á Kársnesinu í kvöld kl.19.00 eða um það bil. Þegar við erum á leiðinni heim, hjólum frá undirgöngunum og í áttina út Kársnesið. Fyrir neðan tjaldstæðið tek ég eftir streng sem búið er að strengja þvert yfir hjólastíginn. Sem betur fer var bjart og maðurinn sem var nýbúinn að taka framúr mér sá hann líka. Mér tókst að stöðva son minn, en strengurinn náði honum í háls-hæð.Við vorum í basli með að losa strenginn, það var búið að hnýta hann ansi fast við staurinn. En svo virðist sem kaðlagirðingin við hjólastíginn sem ætlað er að vernda hjólara frá því að lenda í fjörunni hafi verið eyðilögð og núna nýtt í þeim eina tilgangi að slasa næsta hjólara sem ekki sá strenginn.Ég vil með þessu biðja ykkur um að hafa augun hjá ykkur þegar þið hjólið þarna. Ég reyndi að festa kaðalinn aftur við girðingarstaur en það er auðvelt að losa þetta aftur. Tengdar fréttir Sköpuðu mikla hættu með því að strengja nælongirni yfir brú Hjólreiðamaður var hætt kominn á nýrri brú yfir Álftanesveginn. Tveir tólf ára drengir hlupu af vettvangi en náðust skömmu síðar. 24. ágúst 2015 13:00 Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24 Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Litlu munaði að illa hefði farið þegar hjólreiðafólk kom að þunnum kaðli sem strengdur hafði verið þvert yfir hjólastíg á Kársnesi í Kópavogi í gær. Strengurinn var í um eins metra hæð og kyrfilega bundinn við staur og girðingu. Steinþóra Þórisdóttir lífeindafræðingur var í hjólatúr með börnum sínum þegar þau komu að tauginni. Hún segist rétt hafa náð að koma í veg fyrir að sonur hennar færi á strenginn. Veður- og birtuskilyrði hafi orðið til þess að hún sá hann. „Ég var á frekar rólegri ferð þannig að ég sá strenginn nokkuð vel. Þetta var þunnur kaðall sem er hluti af kaðlagirðingu sem á að vernda hjólreiðafólk frá því að enda í fjörunni ef það missir jafnvægi,“ segir Steinþóra í samtali við Vísi. „Ef þú ert ekki á mjög hraðri siglingu eða ef það er ekki mjög dimmt þá er kaðallinn áberandi, en annars ekki. Þetta er mjög hættulegt.“ Aðspurð segist Steinþóra telja að taugin hafi verið strengd yfir stíginn í þeim tilgangi að valda slysi. „Það er svona fyrsta hugsun, þrátt fyrir að ég viti auðvitað ekki hver tilgangurinn með þessu var, það er voðalega erfitt að átta sig á því.“ Hún segir að lögreglu hafi verið gert viðvart í gegnum tölvuskeyti. Lögreglan í Kópavogi kannaðist þó ekki við málið þegar eftir því var leitað í morgun, en þau svör fengust að það yrði kannað. Steinþóra birti færslu um málið á Facebook, en færsluna má lesa hér fyrir neðan.STRENGUR ÞVERT YFIR HJÓLASTÍG:Ég var að hjóla með börnunum mínum á Kársnesinu í kvöld kl.19.00 eða um það bil. Þegar við erum á leiðinni heim, hjólum frá undirgöngunum og í áttina út Kársnesið. Fyrir neðan tjaldstæðið tek ég eftir streng sem búið er að strengja þvert yfir hjólastíginn. Sem betur fer var bjart og maðurinn sem var nýbúinn að taka framúr mér sá hann líka. Mér tókst að stöðva son minn, en strengurinn náði honum í háls-hæð.Við vorum í basli með að losa strenginn, það var búið að hnýta hann ansi fast við staurinn. En svo virðist sem kaðlagirðingin við hjólastíginn sem ætlað er að vernda hjólara frá því að lenda í fjörunni hafi verið eyðilögð og núna nýtt í þeim eina tilgangi að slasa næsta hjólara sem ekki sá strenginn.Ég vil með þessu biðja ykkur um að hafa augun hjá ykkur þegar þið hjólið þarna. Ég reyndi að festa kaðalinn aftur við girðingarstaur en það er auðvelt að losa þetta aftur.
Tengdar fréttir Sköpuðu mikla hættu með því að strengja nælongirni yfir brú Hjólreiðamaður var hætt kominn á nýrri brú yfir Álftanesveginn. Tveir tólf ára drengir hlupu af vettvangi en náðust skömmu síðar. 24. ágúst 2015 13:00 Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24 Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Sköpuðu mikla hættu með því að strengja nælongirni yfir brú Hjólreiðamaður var hætt kominn á nýrri brú yfir Álftanesveginn. Tveir tólf ára drengir hlupu af vettvangi en náðust skömmu síðar. 24. ágúst 2015 13:00
Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24
Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25