Taug strengd yfir hjólastíg í Kópavogi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2016 11:37 Mynd úr safni vísir/anton brink Litlu munaði að illa hefði farið þegar hjólreiðafólk kom að þunnum kaðli sem strengdur hafði verið þvert yfir hjólastíg á Kársnesi í Kópavogi í gær. Strengurinn var í um eins metra hæð og kyrfilega bundinn við staur og girðingu. Steinþóra Þórisdóttir lífeindafræðingur var í hjólatúr með börnum sínum þegar þau komu að tauginni. Hún segist rétt hafa náð að koma í veg fyrir að sonur hennar færi á strenginn. Veður- og birtuskilyrði hafi orðið til þess að hún sá hann. „Ég var á frekar rólegri ferð þannig að ég sá strenginn nokkuð vel. Þetta var þunnur kaðall sem er hluti af kaðlagirðingu sem á að vernda hjólreiðafólk frá því að enda í fjörunni ef það missir jafnvægi,“ segir Steinþóra í samtali við Vísi. „Ef þú ert ekki á mjög hraðri siglingu eða ef það er ekki mjög dimmt þá er kaðallinn áberandi, en annars ekki. Þetta er mjög hættulegt.“ Aðspurð segist Steinþóra telja að taugin hafi verið strengd yfir stíginn í þeim tilgangi að valda slysi. „Það er svona fyrsta hugsun, þrátt fyrir að ég viti auðvitað ekki hver tilgangurinn með þessu var, það er voðalega erfitt að átta sig á því.“ Hún segir að lögreglu hafi verið gert viðvart í gegnum tölvuskeyti. Lögreglan í Kópavogi kannaðist þó ekki við málið þegar eftir því var leitað í morgun, en þau svör fengust að það yrði kannað. Steinþóra birti færslu um málið á Facebook, en færsluna má lesa hér fyrir neðan.STRENGUR ÞVERT YFIR HJÓLASTÍG:Ég var að hjóla með börnunum mínum á Kársnesinu í kvöld kl.19.00 eða um það bil. Þegar við erum á leiðinni heim, hjólum frá undirgöngunum og í áttina út Kársnesið. Fyrir neðan tjaldstæðið tek ég eftir streng sem búið er að strengja þvert yfir hjólastíginn. Sem betur fer var bjart og maðurinn sem var nýbúinn að taka framúr mér sá hann líka. Mér tókst að stöðva son minn, en strengurinn náði honum í háls-hæð.Við vorum í basli með að losa strenginn, það var búið að hnýta hann ansi fast við staurinn. En svo virðist sem kaðlagirðingin við hjólastíginn sem ætlað er að vernda hjólara frá því að lenda í fjörunni hafi verið eyðilögð og núna nýtt í þeim eina tilgangi að slasa næsta hjólara sem ekki sá strenginn.Ég vil með þessu biðja ykkur um að hafa augun hjá ykkur þegar þið hjólið þarna. Ég reyndi að festa kaðalinn aftur við girðingarstaur en það er auðvelt að losa þetta aftur. Tengdar fréttir Sköpuðu mikla hættu með því að strengja nælongirni yfir brú Hjólreiðamaður var hætt kominn á nýrri brú yfir Álftanesveginn. Tveir tólf ára drengir hlupu af vettvangi en náðust skömmu síðar. 24. ágúst 2015 13:00 Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24 Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Litlu munaði að illa hefði farið þegar hjólreiðafólk kom að þunnum kaðli sem strengdur hafði verið þvert yfir hjólastíg á Kársnesi í Kópavogi í gær. Strengurinn var í um eins metra hæð og kyrfilega bundinn við staur og girðingu. Steinþóra Þórisdóttir lífeindafræðingur var í hjólatúr með börnum sínum þegar þau komu að tauginni. Hún segist rétt hafa náð að koma í veg fyrir að sonur hennar færi á strenginn. Veður- og birtuskilyrði hafi orðið til þess að hún sá hann. „Ég var á frekar rólegri ferð þannig að ég sá strenginn nokkuð vel. Þetta var þunnur kaðall sem er hluti af kaðlagirðingu sem á að vernda hjólreiðafólk frá því að enda í fjörunni ef það missir jafnvægi,“ segir Steinþóra í samtali við Vísi. „Ef þú ert ekki á mjög hraðri siglingu eða ef það er ekki mjög dimmt þá er kaðallinn áberandi, en annars ekki. Þetta er mjög hættulegt.“ Aðspurð segist Steinþóra telja að taugin hafi verið strengd yfir stíginn í þeim tilgangi að valda slysi. „Það er svona fyrsta hugsun, þrátt fyrir að ég viti auðvitað ekki hver tilgangurinn með þessu var, það er voðalega erfitt að átta sig á því.“ Hún segir að lögreglu hafi verið gert viðvart í gegnum tölvuskeyti. Lögreglan í Kópavogi kannaðist þó ekki við málið þegar eftir því var leitað í morgun, en þau svör fengust að það yrði kannað. Steinþóra birti færslu um málið á Facebook, en færsluna má lesa hér fyrir neðan.STRENGUR ÞVERT YFIR HJÓLASTÍG:Ég var að hjóla með börnunum mínum á Kársnesinu í kvöld kl.19.00 eða um það bil. Þegar við erum á leiðinni heim, hjólum frá undirgöngunum og í áttina út Kársnesið. Fyrir neðan tjaldstæðið tek ég eftir streng sem búið er að strengja þvert yfir hjólastíginn. Sem betur fer var bjart og maðurinn sem var nýbúinn að taka framúr mér sá hann líka. Mér tókst að stöðva son minn, en strengurinn náði honum í háls-hæð.Við vorum í basli með að losa strenginn, það var búið að hnýta hann ansi fast við staurinn. En svo virðist sem kaðlagirðingin við hjólastíginn sem ætlað er að vernda hjólara frá því að lenda í fjörunni hafi verið eyðilögð og núna nýtt í þeim eina tilgangi að slasa næsta hjólara sem ekki sá strenginn.Ég vil með þessu biðja ykkur um að hafa augun hjá ykkur þegar þið hjólið þarna. Ég reyndi að festa kaðalinn aftur við girðingarstaur en það er auðvelt að losa þetta aftur.
Tengdar fréttir Sköpuðu mikla hættu með því að strengja nælongirni yfir brú Hjólreiðamaður var hætt kominn á nýrri brú yfir Álftanesveginn. Tveir tólf ára drengir hlupu af vettvangi en náðust skömmu síðar. 24. ágúst 2015 13:00 Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24 Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Sköpuðu mikla hættu með því að strengja nælongirni yfir brú Hjólreiðamaður var hætt kominn á nýrri brú yfir Álftanesveginn. Tveir tólf ára drengir hlupu af vettvangi en náðust skömmu síðar. 24. ágúst 2015 13:00
Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24
Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25