Taug strengd yfir hjólastíg í Kópavogi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2016 11:37 Mynd úr safni vísir/anton brink Litlu munaði að illa hefði farið þegar hjólreiðafólk kom að þunnum kaðli sem strengdur hafði verið þvert yfir hjólastíg á Kársnesi í Kópavogi í gær. Strengurinn var í um eins metra hæð og kyrfilega bundinn við staur og girðingu. Steinþóra Þórisdóttir lífeindafræðingur var í hjólatúr með börnum sínum þegar þau komu að tauginni. Hún segist rétt hafa náð að koma í veg fyrir að sonur hennar færi á strenginn. Veður- og birtuskilyrði hafi orðið til þess að hún sá hann. „Ég var á frekar rólegri ferð þannig að ég sá strenginn nokkuð vel. Þetta var þunnur kaðall sem er hluti af kaðlagirðingu sem á að vernda hjólreiðafólk frá því að enda í fjörunni ef það missir jafnvægi,“ segir Steinþóra í samtali við Vísi. „Ef þú ert ekki á mjög hraðri siglingu eða ef það er ekki mjög dimmt þá er kaðallinn áberandi, en annars ekki. Þetta er mjög hættulegt.“ Aðspurð segist Steinþóra telja að taugin hafi verið strengd yfir stíginn í þeim tilgangi að valda slysi. „Það er svona fyrsta hugsun, þrátt fyrir að ég viti auðvitað ekki hver tilgangurinn með þessu var, það er voðalega erfitt að átta sig á því.“ Hún segir að lögreglu hafi verið gert viðvart í gegnum tölvuskeyti. Lögreglan í Kópavogi kannaðist þó ekki við málið þegar eftir því var leitað í morgun, en þau svör fengust að það yrði kannað. Steinþóra birti færslu um málið á Facebook, en færsluna má lesa hér fyrir neðan.STRENGUR ÞVERT YFIR HJÓLASTÍG:Ég var að hjóla með börnunum mínum á Kársnesinu í kvöld kl.19.00 eða um það bil. Þegar við erum á leiðinni heim, hjólum frá undirgöngunum og í áttina út Kársnesið. Fyrir neðan tjaldstæðið tek ég eftir streng sem búið er að strengja þvert yfir hjólastíginn. Sem betur fer var bjart og maðurinn sem var nýbúinn að taka framúr mér sá hann líka. Mér tókst að stöðva son minn, en strengurinn náði honum í háls-hæð.Við vorum í basli með að losa strenginn, það var búið að hnýta hann ansi fast við staurinn. En svo virðist sem kaðlagirðingin við hjólastíginn sem ætlað er að vernda hjólara frá því að lenda í fjörunni hafi verið eyðilögð og núna nýtt í þeim eina tilgangi að slasa næsta hjólara sem ekki sá strenginn.Ég vil með þessu biðja ykkur um að hafa augun hjá ykkur þegar þið hjólið þarna. Ég reyndi að festa kaðalinn aftur við girðingarstaur en það er auðvelt að losa þetta aftur. Tengdar fréttir Sköpuðu mikla hættu með því að strengja nælongirni yfir brú Hjólreiðamaður var hætt kominn á nýrri brú yfir Álftanesveginn. Tveir tólf ára drengir hlupu af vettvangi en náðust skömmu síðar. 24. ágúst 2015 13:00 Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24 Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Litlu munaði að illa hefði farið þegar hjólreiðafólk kom að þunnum kaðli sem strengdur hafði verið þvert yfir hjólastíg á Kársnesi í Kópavogi í gær. Strengurinn var í um eins metra hæð og kyrfilega bundinn við staur og girðingu. Steinþóra Þórisdóttir lífeindafræðingur var í hjólatúr með börnum sínum þegar þau komu að tauginni. Hún segist rétt hafa náð að koma í veg fyrir að sonur hennar færi á strenginn. Veður- og birtuskilyrði hafi orðið til þess að hún sá hann. „Ég var á frekar rólegri ferð þannig að ég sá strenginn nokkuð vel. Þetta var þunnur kaðall sem er hluti af kaðlagirðingu sem á að vernda hjólreiðafólk frá því að enda í fjörunni ef það missir jafnvægi,“ segir Steinþóra í samtali við Vísi. „Ef þú ert ekki á mjög hraðri siglingu eða ef það er ekki mjög dimmt þá er kaðallinn áberandi, en annars ekki. Þetta er mjög hættulegt.“ Aðspurð segist Steinþóra telja að taugin hafi verið strengd yfir stíginn í þeim tilgangi að valda slysi. „Það er svona fyrsta hugsun, þrátt fyrir að ég viti auðvitað ekki hver tilgangurinn með þessu var, það er voðalega erfitt að átta sig á því.“ Hún segir að lögreglu hafi verið gert viðvart í gegnum tölvuskeyti. Lögreglan í Kópavogi kannaðist þó ekki við málið þegar eftir því var leitað í morgun, en þau svör fengust að það yrði kannað. Steinþóra birti færslu um málið á Facebook, en færsluna má lesa hér fyrir neðan.STRENGUR ÞVERT YFIR HJÓLASTÍG:Ég var að hjóla með börnunum mínum á Kársnesinu í kvöld kl.19.00 eða um það bil. Þegar við erum á leiðinni heim, hjólum frá undirgöngunum og í áttina út Kársnesið. Fyrir neðan tjaldstæðið tek ég eftir streng sem búið er að strengja þvert yfir hjólastíginn. Sem betur fer var bjart og maðurinn sem var nýbúinn að taka framúr mér sá hann líka. Mér tókst að stöðva son minn, en strengurinn náði honum í háls-hæð.Við vorum í basli með að losa strenginn, það var búið að hnýta hann ansi fast við staurinn. En svo virðist sem kaðlagirðingin við hjólastíginn sem ætlað er að vernda hjólara frá því að lenda í fjörunni hafi verið eyðilögð og núna nýtt í þeim eina tilgangi að slasa næsta hjólara sem ekki sá strenginn.Ég vil með þessu biðja ykkur um að hafa augun hjá ykkur þegar þið hjólið þarna. Ég reyndi að festa kaðalinn aftur við girðingarstaur en það er auðvelt að losa þetta aftur.
Tengdar fréttir Sköpuðu mikla hættu með því að strengja nælongirni yfir brú Hjólreiðamaður var hætt kominn á nýrri brú yfir Álftanesveginn. Tveir tólf ára drengir hlupu af vettvangi en náðust skömmu síðar. 24. ágúst 2015 13:00 Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24 Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Sköpuðu mikla hættu með því að strengja nælongirni yfir brú Hjólreiðamaður var hætt kominn á nýrri brú yfir Álftanesveginn. Tveir tólf ára drengir hlupu af vettvangi en náðust skömmu síðar. 24. ágúst 2015 13:00
Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24
Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25