Lögreglan um afgirtan Austurvöll: Göngum ekki lengra en yfirvöld fara fram á Birgir Olgeirsson skrifar 20. júní 2016 18:42 Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri segist hafa setið fundi með forsætisráðuneytinu, borginni og Alþingi þar sem rætt var hvernig takmarka mætti hávaðamengun á Austurvelli á 17. júní. Vísir/Björg Eva Erlendsdóttir „Það er náttúrlega lögreglan sem setur upp þess afmörkun en við erum með þessa afmörkun í góðu samstarfi og samvinnu við þau yfirvöld sem standa að þessum hátíðarhöldum og tölum ábendingum og áhyggjum þeirra,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um svæðið sem girt var af vegna hátíðardagskrá á Austurvelli í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga síðastliðinn föstudag. Svæðið var stækkað til muna miðað við fyrri ár og vakti undran viðstaddra sem áttu erfitt með að sjá og heyra það sem þar fór fram. Ákvörðunin hefur verið umdeild og undraðist formaður þjóðhátíðarnefndar, Þórgnýr Thoroddsen, á þessari ákvörðun. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, sagði fullt tilefni fyrir Reykjavíkurborg að endurskoða samkomulag við forsætisráðuneytið og Alþingi um hátíðarhöld á Austurvelli þar sem almenningi hefði verið haldið frá hátíðarhöldunum í ár.Engar sérstakar ráðstafanir voru fyrirhugaðar á fimmtudagMorgunblaðið birti frétt á þjóðhátíðardaginn sjálfan þar sem því var haldið fram að umræður um að takmarka aðgengi almennings að hátíðarhöldunum hefðu átt sér stað bæði í þjóðhátíðarnefnd og innan forsætisráðuneytisins. Haft var eftir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra að hann telji girðingar af hinu illa og að yfirvöld ættu að treysta fólki. Hann lagði áherslu á að ákvörðunin væri ekki í höndum forsætisráðuneytisins heldur þjóðhátíðarnefndar og lögreglu. Jón H.B. sagði við Morgunblaðið að ekki yrði gripið til neinna sérstakra ráðstafanna en sagði þó að hann hefði setið undirbúningsfund með fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, borgaryfirvöldum og Alþingi vegna hátíðahaldanna þar sem rætt var sérstaklega hvernig mætti takmarka hávaðamengun með hliðsjón af þeim mótmælum sem voru við hátíðahöldin í fyrra.Allt gert í góðri samvinnu við yfirvöld Jón H.B. segir í samtali við Vísi að þessi takmörkun á Austurvelli í ár hafi verið ákveðna og framkvæmda í góðri samvinnu við þau yfirvöld sem standa að þessari hátíðardagskrá. „Og tekið tillit til þeirra sjónarmiða og tekið mið af þeim áhyggjum sem þau eru með,“ segir Jón H.B. En eftir stendur að forsætisráðuneytið, borgin og Alþingi segjast ekki hafa farið fram á frekari takmarkanir á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra. Aðspurður segist Jón H.B. eiga erfitt með að trúa að þessir aðilar séu með þessum yfirlýsingum að hlaupast undan þessari ákvörðun. „Þau voru með okkur á fundum þar sem þetta var ákveðið. Það eru við sem ákveðum þetta en við göngum ekki lengra en þeir vilja allavega, jafnvel styttra,“ segir Jón H.B. Tengdar fréttir Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. 18. júní 2016 14:47 Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Gert að beiðni forsætisráðuneytisins til að tryggja öryggi með hátíðardagskráin fór fram. 17. júní 2016 16:19 Forseta borgarstjórnar hugnast illa aðgreining milli valdhafa og almennings á 17. júní Í samkomulagi Reykjavíkurborgar við forsætisráðuneytið og Alþingi er að finna uppsagnarákvæði sem öllum samningsaðilum er heimilt að grípa til. 18. júní 2016 19:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
„Það er náttúrlega lögreglan sem setur upp þess afmörkun en við erum með þessa afmörkun í góðu samstarfi og samvinnu við þau yfirvöld sem standa að þessum hátíðarhöldum og tölum ábendingum og áhyggjum þeirra,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um svæðið sem girt var af vegna hátíðardagskrá á Austurvelli í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga síðastliðinn föstudag. Svæðið var stækkað til muna miðað við fyrri ár og vakti undran viðstaddra sem áttu erfitt með að sjá og heyra það sem þar fór fram. Ákvörðunin hefur verið umdeild og undraðist formaður þjóðhátíðarnefndar, Þórgnýr Thoroddsen, á þessari ákvörðun. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, sagði fullt tilefni fyrir Reykjavíkurborg að endurskoða samkomulag við forsætisráðuneytið og Alþingi um hátíðarhöld á Austurvelli þar sem almenningi hefði verið haldið frá hátíðarhöldunum í ár.Engar sérstakar ráðstafanir voru fyrirhugaðar á fimmtudagMorgunblaðið birti frétt á þjóðhátíðardaginn sjálfan þar sem því var haldið fram að umræður um að takmarka aðgengi almennings að hátíðarhöldunum hefðu átt sér stað bæði í þjóðhátíðarnefnd og innan forsætisráðuneytisins. Haft var eftir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra að hann telji girðingar af hinu illa og að yfirvöld ættu að treysta fólki. Hann lagði áherslu á að ákvörðunin væri ekki í höndum forsætisráðuneytisins heldur þjóðhátíðarnefndar og lögreglu. Jón H.B. sagði við Morgunblaðið að ekki yrði gripið til neinna sérstakra ráðstafanna en sagði þó að hann hefði setið undirbúningsfund með fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, borgaryfirvöldum og Alþingi vegna hátíðahaldanna þar sem rætt var sérstaklega hvernig mætti takmarka hávaðamengun með hliðsjón af þeim mótmælum sem voru við hátíðahöldin í fyrra.Allt gert í góðri samvinnu við yfirvöld Jón H.B. segir í samtali við Vísi að þessi takmörkun á Austurvelli í ár hafi verið ákveðna og framkvæmda í góðri samvinnu við þau yfirvöld sem standa að þessari hátíðardagskrá. „Og tekið tillit til þeirra sjónarmiða og tekið mið af þeim áhyggjum sem þau eru með,“ segir Jón H.B. En eftir stendur að forsætisráðuneytið, borgin og Alþingi segjast ekki hafa farið fram á frekari takmarkanir á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra. Aðspurður segist Jón H.B. eiga erfitt með að trúa að þessir aðilar séu með þessum yfirlýsingum að hlaupast undan þessari ákvörðun. „Þau voru með okkur á fundum þar sem þetta var ákveðið. Það eru við sem ákveðum þetta en við göngum ekki lengra en þeir vilja allavega, jafnvel styttra,“ segir Jón H.B.
Tengdar fréttir Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. 18. júní 2016 14:47 Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Gert að beiðni forsætisráðuneytisins til að tryggja öryggi með hátíðardagskráin fór fram. 17. júní 2016 16:19 Forseta borgarstjórnar hugnast illa aðgreining milli valdhafa og almennings á 17. júní Í samkomulagi Reykjavíkurborgar við forsætisráðuneytið og Alþingi er að finna uppsagnarákvæði sem öllum samningsaðilum er heimilt að grípa til. 18. júní 2016 19:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. 18. júní 2016 14:47
Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Gert að beiðni forsætisráðuneytisins til að tryggja öryggi með hátíðardagskráin fór fram. 17. júní 2016 16:19
Forseta borgarstjórnar hugnast illa aðgreining milli valdhafa og almennings á 17. júní Í samkomulagi Reykjavíkurborgar við forsætisráðuneytið og Alþingi er að finna uppsagnarákvæði sem öllum samningsaðilum er heimilt að grípa til. 18. júní 2016 19:00