Forseta borgarstjórnar hugnast illa aðgreining milli valdhafa og almennings á 17. júní Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. júní 2016 19:00 Sóley Tómasdóttir er forseti borgarstjórnar. Vísir/Erla Björg Forseti borgarstjórnar segir fullt tilefni fyrir Reykjavíkurborg að endurskoða samkomulag við forsætisráðuneytið og Alþingi um hátíðarhöld á Austurvelli þar sem almenningi hefði verið haldið frá hátíðarhöldunum í gær. Lögreglu, ráðuneyti og Alþingi ber ekki saman um hver ber ábyrgð á gæslunni. Hátíðardagskrá við Austurvöll fór fram venju samkvæmt á 17. júní í gær en mikil öryggisgæsla var á svæðinu. Lögreglan hafði stækkað svæðið sem var girt af töluvert vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Þórgnýr Thoroddsen, formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar, sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar vera undrandi á þessari ákvörðun. Grindverkin hefðu verið það langt í burtu að fólk átti erfitt með að sjá og heyra hvað átti sér stað. Hann gat þó ekki fullyrt hver tók þessa ákvörðun. Kristján Möller.Vísir/Ernir „Eins og ég skil það að þá er það lögreglan sem tók þessa ákvörðun. En lögreglan bendir á forsætisráðuneytið, forsætisráðuneytið bendir á lögregluna, við erum á milli steins og sleggju,” segir Þórgnýr. Hver tók ákvörðunina? Í samkomulagi um hátíðarhöldin milli forsætisráðuneytisins, Alþingis og Reykjavíkurborgar kemur fram að forsætisráðuneytið beri ábyrgð á öryggi gesta á Austurvelli, í samráði við lögregluyfirvöld, Alþingi og dómkirkju. Hjá forsætisráðuneytinu fengust hins vegar þær upplýsingar í dag að ákvörðun um grindverk og staðsetningu þeirra væri algjörlega ákvörðun lögreglunnar. Helgi Bernóduson, skrifstofustjóri Alþingis, tók í sama streng í samtali við fréttastofu í dag og sagði Alþingi ekki hafa haft neina aðkomu að þeirri ákvörðun. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að um hefði verið að ræða sameiginlega ákvörðun lögreglu, forsætisráðuneytis og Alþingis að haga öryggismálum með þessum hætti. Endurskoða samkomulagið „Mér hugnast þetta ekki vel. Ekki frekar en nokkrum öðrum hjá Reykjavíkurborg. Á þessum degi eigum við auðvitað að sameinast og hafa gaman saman. Og það sem er líka vont er að þessi ákvörðun um þessa miklu aðgreiningu virðist einhvern veginn hafa tekið sig sjálf og það er líka slæmt. Og ef það kannast enginn við ákvörðun af þessu tagi að þá getur hún ekki hafa verið góð,” segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Í fyrrgreindu samkomulagi er að finna uppsagnarákvæði sem öllum samningsaðilum er heimilt að grípa til. „Mér finnst að minnsta kosti fullt tilefni til þess að við endurskoðum þennan samning. Hvort að það kemur til beinnar uppsagnar veit ég ekki en við þurfum að endurskoða þetta fyrirkomulag frá grunni held ég,” segir Sóley. Svona getur þetta ekki gengið Kristján L. Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, tók hátt í athöfninni í gær en hann segist mjög hugsi yfir því hvað grindverkin voru langt frá athöfninni. „Ég tel að þeir aðilar sem að um þetta véla, þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkurborgar og þeir sem að koma að því, verði að skoða þetta fyrir næstu hátíðarhöld vegna þess að svona getur þetta ekki gengið. En ég heyrði líka mikla óánægju með hvað tré og runnar byrgja orðið fólki mikið sýn af því sem er þarna að gerast,” segir Kristján L. Möller. Tengdar fréttir Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. 18. júní 2016 14:47 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Forseti borgarstjórnar segir fullt tilefni fyrir Reykjavíkurborg að endurskoða samkomulag við forsætisráðuneytið og Alþingi um hátíðarhöld á Austurvelli þar sem almenningi hefði verið haldið frá hátíðarhöldunum í gær. Lögreglu, ráðuneyti og Alþingi ber ekki saman um hver ber ábyrgð á gæslunni. Hátíðardagskrá við Austurvöll fór fram venju samkvæmt á 17. júní í gær en mikil öryggisgæsla var á svæðinu. Lögreglan hafði stækkað svæðið sem var girt af töluvert vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Þórgnýr Thoroddsen, formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar, sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar vera undrandi á þessari ákvörðun. Grindverkin hefðu verið það langt í burtu að fólk átti erfitt með að sjá og heyra hvað átti sér stað. Hann gat þó ekki fullyrt hver tók þessa ákvörðun. Kristján Möller.Vísir/Ernir „Eins og ég skil það að þá er það lögreglan sem tók þessa ákvörðun. En lögreglan bendir á forsætisráðuneytið, forsætisráðuneytið bendir á lögregluna, við erum á milli steins og sleggju,” segir Þórgnýr. Hver tók ákvörðunina? Í samkomulagi um hátíðarhöldin milli forsætisráðuneytisins, Alþingis og Reykjavíkurborgar kemur fram að forsætisráðuneytið beri ábyrgð á öryggi gesta á Austurvelli, í samráði við lögregluyfirvöld, Alþingi og dómkirkju. Hjá forsætisráðuneytinu fengust hins vegar þær upplýsingar í dag að ákvörðun um grindverk og staðsetningu þeirra væri algjörlega ákvörðun lögreglunnar. Helgi Bernóduson, skrifstofustjóri Alþingis, tók í sama streng í samtali við fréttastofu í dag og sagði Alþingi ekki hafa haft neina aðkomu að þeirri ákvörðun. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að um hefði verið að ræða sameiginlega ákvörðun lögreglu, forsætisráðuneytis og Alþingis að haga öryggismálum með þessum hætti. Endurskoða samkomulagið „Mér hugnast þetta ekki vel. Ekki frekar en nokkrum öðrum hjá Reykjavíkurborg. Á þessum degi eigum við auðvitað að sameinast og hafa gaman saman. Og það sem er líka vont er að þessi ákvörðun um þessa miklu aðgreiningu virðist einhvern veginn hafa tekið sig sjálf og það er líka slæmt. Og ef það kannast enginn við ákvörðun af þessu tagi að þá getur hún ekki hafa verið góð,” segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Í fyrrgreindu samkomulagi er að finna uppsagnarákvæði sem öllum samningsaðilum er heimilt að grípa til. „Mér finnst að minnsta kosti fullt tilefni til þess að við endurskoðum þennan samning. Hvort að það kemur til beinnar uppsagnar veit ég ekki en við þurfum að endurskoða þetta fyrirkomulag frá grunni held ég,” segir Sóley. Svona getur þetta ekki gengið Kristján L. Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, tók hátt í athöfninni í gær en hann segist mjög hugsi yfir því hvað grindverkin voru langt frá athöfninni. „Ég tel að þeir aðilar sem að um þetta véla, þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkurborgar og þeir sem að koma að því, verði að skoða þetta fyrir næstu hátíðarhöld vegna þess að svona getur þetta ekki gengið. En ég heyrði líka mikla óánægju með hvað tré og runnar byrgja orðið fólki mikið sýn af því sem er þarna að gerast,” segir Kristján L. Möller.
Tengdar fréttir Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. 18. júní 2016 14:47 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. 18. júní 2016 14:47