Forseta borgarstjórnar hugnast illa aðgreining milli valdhafa og almennings á 17. júní Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. júní 2016 19:00 Sóley Tómasdóttir er forseti borgarstjórnar. Vísir/Erla Björg Forseti borgarstjórnar segir fullt tilefni fyrir Reykjavíkurborg að endurskoða samkomulag við forsætisráðuneytið og Alþingi um hátíðarhöld á Austurvelli þar sem almenningi hefði verið haldið frá hátíðarhöldunum í gær. Lögreglu, ráðuneyti og Alþingi ber ekki saman um hver ber ábyrgð á gæslunni. Hátíðardagskrá við Austurvöll fór fram venju samkvæmt á 17. júní í gær en mikil öryggisgæsla var á svæðinu. Lögreglan hafði stækkað svæðið sem var girt af töluvert vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Þórgnýr Thoroddsen, formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar, sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar vera undrandi á þessari ákvörðun. Grindverkin hefðu verið það langt í burtu að fólk átti erfitt með að sjá og heyra hvað átti sér stað. Hann gat þó ekki fullyrt hver tók þessa ákvörðun. Kristján Möller.Vísir/Ernir „Eins og ég skil það að þá er það lögreglan sem tók þessa ákvörðun. En lögreglan bendir á forsætisráðuneytið, forsætisráðuneytið bendir á lögregluna, við erum á milli steins og sleggju,” segir Þórgnýr. Hver tók ákvörðunina? Í samkomulagi um hátíðarhöldin milli forsætisráðuneytisins, Alþingis og Reykjavíkurborgar kemur fram að forsætisráðuneytið beri ábyrgð á öryggi gesta á Austurvelli, í samráði við lögregluyfirvöld, Alþingi og dómkirkju. Hjá forsætisráðuneytinu fengust hins vegar þær upplýsingar í dag að ákvörðun um grindverk og staðsetningu þeirra væri algjörlega ákvörðun lögreglunnar. Helgi Bernóduson, skrifstofustjóri Alþingis, tók í sama streng í samtali við fréttastofu í dag og sagði Alþingi ekki hafa haft neina aðkomu að þeirri ákvörðun. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að um hefði verið að ræða sameiginlega ákvörðun lögreglu, forsætisráðuneytis og Alþingis að haga öryggismálum með þessum hætti. Endurskoða samkomulagið „Mér hugnast þetta ekki vel. Ekki frekar en nokkrum öðrum hjá Reykjavíkurborg. Á þessum degi eigum við auðvitað að sameinast og hafa gaman saman. Og það sem er líka vont er að þessi ákvörðun um þessa miklu aðgreiningu virðist einhvern veginn hafa tekið sig sjálf og það er líka slæmt. Og ef það kannast enginn við ákvörðun af þessu tagi að þá getur hún ekki hafa verið góð,” segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Í fyrrgreindu samkomulagi er að finna uppsagnarákvæði sem öllum samningsaðilum er heimilt að grípa til. „Mér finnst að minnsta kosti fullt tilefni til þess að við endurskoðum þennan samning. Hvort að það kemur til beinnar uppsagnar veit ég ekki en við þurfum að endurskoða þetta fyrirkomulag frá grunni held ég,” segir Sóley. Svona getur þetta ekki gengið Kristján L. Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, tók hátt í athöfninni í gær en hann segist mjög hugsi yfir því hvað grindverkin voru langt frá athöfninni. „Ég tel að þeir aðilar sem að um þetta véla, þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkurborgar og þeir sem að koma að því, verði að skoða þetta fyrir næstu hátíðarhöld vegna þess að svona getur þetta ekki gengið. En ég heyrði líka mikla óánægju með hvað tré og runnar byrgja orðið fólki mikið sýn af því sem er þarna að gerast,” segir Kristján L. Möller. Tengdar fréttir Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. 18. júní 2016 14:47 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Forseti borgarstjórnar segir fullt tilefni fyrir Reykjavíkurborg að endurskoða samkomulag við forsætisráðuneytið og Alþingi um hátíðarhöld á Austurvelli þar sem almenningi hefði verið haldið frá hátíðarhöldunum í gær. Lögreglu, ráðuneyti og Alþingi ber ekki saman um hver ber ábyrgð á gæslunni. Hátíðardagskrá við Austurvöll fór fram venju samkvæmt á 17. júní í gær en mikil öryggisgæsla var á svæðinu. Lögreglan hafði stækkað svæðið sem var girt af töluvert vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Þórgnýr Thoroddsen, formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar, sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar vera undrandi á þessari ákvörðun. Grindverkin hefðu verið það langt í burtu að fólk átti erfitt með að sjá og heyra hvað átti sér stað. Hann gat þó ekki fullyrt hver tók þessa ákvörðun. Kristján Möller.Vísir/Ernir „Eins og ég skil það að þá er það lögreglan sem tók þessa ákvörðun. En lögreglan bendir á forsætisráðuneytið, forsætisráðuneytið bendir á lögregluna, við erum á milli steins og sleggju,” segir Þórgnýr. Hver tók ákvörðunina? Í samkomulagi um hátíðarhöldin milli forsætisráðuneytisins, Alþingis og Reykjavíkurborgar kemur fram að forsætisráðuneytið beri ábyrgð á öryggi gesta á Austurvelli, í samráði við lögregluyfirvöld, Alþingi og dómkirkju. Hjá forsætisráðuneytinu fengust hins vegar þær upplýsingar í dag að ákvörðun um grindverk og staðsetningu þeirra væri algjörlega ákvörðun lögreglunnar. Helgi Bernóduson, skrifstofustjóri Alþingis, tók í sama streng í samtali við fréttastofu í dag og sagði Alþingi ekki hafa haft neina aðkomu að þeirri ákvörðun. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að um hefði verið að ræða sameiginlega ákvörðun lögreglu, forsætisráðuneytis og Alþingis að haga öryggismálum með þessum hætti. Endurskoða samkomulagið „Mér hugnast þetta ekki vel. Ekki frekar en nokkrum öðrum hjá Reykjavíkurborg. Á þessum degi eigum við auðvitað að sameinast og hafa gaman saman. Og það sem er líka vont er að þessi ákvörðun um þessa miklu aðgreiningu virðist einhvern veginn hafa tekið sig sjálf og það er líka slæmt. Og ef það kannast enginn við ákvörðun af þessu tagi að þá getur hún ekki hafa verið góð,” segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Í fyrrgreindu samkomulagi er að finna uppsagnarákvæði sem öllum samningsaðilum er heimilt að grípa til. „Mér finnst að minnsta kosti fullt tilefni til þess að við endurskoðum þennan samning. Hvort að það kemur til beinnar uppsagnar veit ég ekki en við þurfum að endurskoða þetta fyrirkomulag frá grunni held ég,” segir Sóley. Svona getur þetta ekki gengið Kristján L. Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, tók hátt í athöfninni í gær en hann segist mjög hugsi yfir því hvað grindverkin voru langt frá athöfninni. „Ég tel að þeir aðilar sem að um þetta véla, þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkurborgar og þeir sem að koma að því, verði að skoða þetta fyrir næstu hátíðarhöld vegna þess að svona getur þetta ekki gengið. En ég heyrði líka mikla óánægju með hvað tré og runnar byrgja orðið fólki mikið sýn af því sem er þarna að gerast,” segir Kristján L. Möller.
Tengdar fréttir Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. 18. júní 2016 14:47 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. 18. júní 2016 14:47