Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. júní 2016 14:47 „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. Vísir Formaður þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar segist undrandi á þeirri ákvörðun lögreglu að stækka það svæði sem girt var af á Austurvelli í gær. Sýna þurfi einhverjum varúðarráðstöfunum skilning en nú sé þetta komið út í óþarflega mikla taugaveiklun. Hátíðardagskrá við Austurvöll fór fram venju samkvæmt á 17. júní í gær en mikil öryggisgæsla var á svæðinu. Lögreglan hafði stækkað svæðið töluvert sem var girt af en það var gert í samstarfi við forsætisráðuneytið og Alþingi vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður birtir á Facebook síðu sinni mynd af eldri konu sem leitaði til hans á Austurvelli í gær. Hún hefði tekið þátt í hátíðarhöldum á Austurvelli á hverju ári í áratugi og alltaf staðið á sama stað. Nú hefði sá staður verið langt innan girðingar og því hefðu þau gefist upp og farið heim.Undrast ákvörðun lögregluÞórgnýr Thoroddsen, formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar, segist undrandi á þessari ákvörðun. „Í fyrra var svo sem alveg eðlilegt að það hafi verið auka varúðarráðstafanir vegna boðaðra mótmæla en í ár var ekkert slíkt. Ég hefði nú persónulega viljað sjá fólki treyst fyrir þessu. Það var alveg greinilegt að grindverkin voru það langt frá að fólk átti erfitt með að sjá og heyra hvað var í gangi á vellinum, sem að mér finnst ekki í lagi,” segir Þórgnýr.En hver tók þessa ákvörðun?„Eins og ég skil það, þá er það lögreglan sem að tekur þessa ákvörðun. En lögreglan bendir á forsætisráðuneytið, forsætisráðuneytið bendir á lögregluna, við erum á milli steins og sleggju. Þannig að ég þori ekki að fara með hver tók þessa ákvörðun.” Hann segist vilja sjá þetta fyrirkomulag endurskoðað fyrir næsta þjóðhátíðardag en Reykjavíkurborg hafi þó ekki ákvörðunarvald í þessum efnum. „Ef við fórum bara tíu ár aftur í tímann að þá var þetta bara miklu rólegra og eins og ég segi, ég persónulega get alveg sýnt einhverjum varúðarráðstöfunum skilning en mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,” segir Þórgnýr. Tengdar fréttir Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Gert að beiðni forsætisráðuneytisins til að tryggja öryggi með hátíðardagskráin fór fram. 17. júní 2016 16:19 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Formaður þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar segist undrandi á þeirri ákvörðun lögreglu að stækka það svæði sem girt var af á Austurvelli í gær. Sýna þurfi einhverjum varúðarráðstöfunum skilning en nú sé þetta komið út í óþarflega mikla taugaveiklun. Hátíðardagskrá við Austurvöll fór fram venju samkvæmt á 17. júní í gær en mikil öryggisgæsla var á svæðinu. Lögreglan hafði stækkað svæðið töluvert sem var girt af en það var gert í samstarfi við forsætisráðuneytið og Alþingi vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður birtir á Facebook síðu sinni mynd af eldri konu sem leitaði til hans á Austurvelli í gær. Hún hefði tekið þátt í hátíðarhöldum á Austurvelli á hverju ári í áratugi og alltaf staðið á sama stað. Nú hefði sá staður verið langt innan girðingar og því hefðu þau gefist upp og farið heim.Undrast ákvörðun lögregluÞórgnýr Thoroddsen, formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar, segist undrandi á þessari ákvörðun. „Í fyrra var svo sem alveg eðlilegt að það hafi verið auka varúðarráðstafanir vegna boðaðra mótmæla en í ár var ekkert slíkt. Ég hefði nú persónulega viljað sjá fólki treyst fyrir þessu. Það var alveg greinilegt að grindverkin voru það langt frá að fólk átti erfitt með að sjá og heyra hvað var í gangi á vellinum, sem að mér finnst ekki í lagi,” segir Þórgnýr.En hver tók þessa ákvörðun?„Eins og ég skil það, þá er það lögreglan sem að tekur þessa ákvörðun. En lögreglan bendir á forsætisráðuneytið, forsætisráðuneytið bendir á lögregluna, við erum á milli steins og sleggju. Þannig að ég þori ekki að fara með hver tók þessa ákvörðun.” Hann segist vilja sjá þetta fyrirkomulag endurskoðað fyrir næsta þjóðhátíðardag en Reykjavíkurborg hafi þó ekki ákvörðunarvald í þessum efnum. „Ef við fórum bara tíu ár aftur í tímann að þá var þetta bara miklu rólegra og eins og ég segi, ég persónulega get alveg sýnt einhverjum varúðarráðstöfunum skilning en mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,” segir Þórgnýr.
Tengdar fréttir Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Gert að beiðni forsætisráðuneytisins til að tryggja öryggi með hátíðardagskráin fór fram. 17. júní 2016 16:19 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Gert að beiðni forsætisráðuneytisins til að tryggja öryggi með hátíðardagskráin fór fram. 17. júní 2016 16:19