Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. júní 2016 14:47 „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. Vísir Formaður þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar segist undrandi á þeirri ákvörðun lögreglu að stækka það svæði sem girt var af á Austurvelli í gær. Sýna þurfi einhverjum varúðarráðstöfunum skilning en nú sé þetta komið út í óþarflega mikla taugaveiklun. Hátíðardagskrá við Austurvöll fór fram venju samkvæmt á 17. júní í gær en mikil öryggisgæsla var á svæðinu. Lögreglan hafði stækkað svæðið töluvert sem var girt af en það var gert í samstarfi við forsætisráðuneytið og Alþingi vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður birtir á Facebook síðu sinni mynd af eldri konu sem leitaði til hans á Austurvelli í gær. Hún hefði tekið þátt í hátíðarhöldum á Austurvelli á hverju ári í áratugi og alltaf staðið á sama stað. Nú hefði sá staður verið langt innan girðingar og því hefðu þau gefist upp og farið heim.Undrast ákvörðun lögregluÞórgnýr Thoroddsen, formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar, segist undrandi á þessari ákvörðun. „Í fyrra var svo sem alveg eðlilegt að það hafi verið auka varúðarráðstafanir vegna boðaðra mótmæla en í ár var ekkert slíkt. Ég hefði nú persónulega viljað sjá fólki treyst fyrir þessu. Það var alveg greinilegt að grindverkin voru það langt frá að fólk átti erfitt með að sjá og heyra hvað var í gangi á vellinum, sem að mér finnst ekki í lagi,” segir Þórgnýr.En hver tók þessa ákvörðun?„Eins og ég skil það, þá er það lögreglan sem að tekur þessa ákvörðun. En lögreglan bendir á forsætisráðuneytið, forsætisráðuneytið bendir á lögregluna, við erum á milli steins og sleggju. Þannig að ég þori ekki að fara með hver tók þessa ákvörðun.” Hann segist vilja sjá þetta fyrirkomulag endurskoðað fyrir næsta þjóðhátíðardag en Reykjavíkurborg hafi þó ekki ákvörðunarvald í þessum efnum. „Ef við fórum bara tíu ár aftur í tímann að þá var þetta bara miklu rólegra og eins og ég segi, ég persónulega get alveg sýnt einhverjum varúðarráðstöfunum skilning en mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,” segir Þórgnýr. Tengdar fréttir Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Gert að beiðni forsætisráðuneytisins til að tryggja öryggi með hátíðardagskráin fór fram. 17. júní 2016 16:19 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Formaður þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar segist undrandi á þeirri ákvörðun lögreglu að stækka það svæði sem girt var af á Austurvelli í gær. Sýna þurfi einhverjum varúðarráðstöfunum skilning en nú sé þetta komið út í óþarflega mikla taugaveiklun. Hátíðardagskrá við Austurvöll fór fram venju samkvæmt á 17. júní í gær en mikil öryggisgæsla var á svæðinu. Lögreglan hafði stækkað svæðið töluvert sem var girt af en það var gert í samstarfi við forsætisráðuneytið og Alþingi vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður birtir á Facebook síðu sinni mynd af eldri konu sem leitaði til hans á Austurvelli í gær. Hún hefði tekið þátt í hátíðarhöldum á Austurvelli á hverju ári í áratugi og alltaf staðið á sama stað. Nú hefði sá staður verið langt innan girðingar og því hefðu þau gefist upp og farið heim.Undrast ákvörðun lögregluÞórgnýr Thoroddsen, formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar, segist undrandi á þessari ákvörðun. „Í fyrra var svo sem alveg eðlilegt að það hafi verið auka varúðarráðstafanir vegna boðaðra mótmæla en í ár var ekkert slíkt. Ég hefði nú persónulega viljað sjá fólki treyst fyrir þessu. Það var alveg greinilegt að grindverkin voru það langt frá að fólk átti erfitt með að sjá og heyra hvað var í gangi á vellinum, sem að mér finnst ekki í lagi,” segir Þórgnýr.En hver tók þessa ákvörðun?„Eins og ég skil það, þá er það lögreglan sem að tekur þessa ákvörðun. En lögreglan bendir á forsætisráðuneytið, forsætisráðuneytið bendir á lögregluna, við erum á milli steins og sleggju. Þannig að ég þori ekki að fara með hver tók þessa ákvörðun.” Hann segist vilja sjá þetta fyrirkomulag endurskoðað fyrir næsta þjóðhátíðardag en Reykjavíkurborg hafi þó ekki ákvörðunarvald í þessum efnum. „Ef við fórum bara tíu ár aftur í tímann að þá var þetta bara miklu rólegra og eins og ég segi, ég persónulega get alveg sýnt einhverjum varúðarráðstöfunum skilning en mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,” segir Þórgnýr.
Tengdar fréttir Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Gert að beiðni forsætisráðuneytisins til að tryggja öryggi með hátíðardagskráin fór fram. 17. júní 2016 16:19 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Gert að beiðni forsætisráðuneytisins til að tryggja öryggi með hátíðardagskráin fór fram. 17. júní 2016 16:19