Innlent

Meiri áherslu á höfuðborgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vísir/ERnir
Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík vill að litið verði til höfuðborgarsvæðisins í þeim auknu fjárframlögum til samgöngumála sem hafa verið boðuð. Samgönguáætlun stjórnvalda verði að taka mið af þeirri aukningu sem hafi átt sér stað í notkun almenningssamgangna á undanförnum árum.

Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin samþykkti um helgina.

„Á álagstímum eru stærstu leiðir á höfuðborgarsvæðinu sprungnar og mikilvægt að ríkið komi að borðinu til fjármögnunar á næsta skrefi almenningssamgangna sem eru afkastameiri í öllum skilningi. Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru öll sammála um þörfina á nýbreytni og meiri afköstum í almenningssamgöngum sem og mikilvægi aðgerða í loftslagsmálum,“ segir í ályktuninni.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×