Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Gunnar Braga Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en hann segir ekki koma til greina að endurskoða búvörusamninga. Þá verður einnig rætt við stjórnarmann í Samtökunum 78 sem segir hryðjuverkaárásina á skemmtistað hinsegin fólks í Orlando í gær, sem kostaði fjörutíu og níu lífið, vera árás á hjarta hinsegin samfélagsins.

Í fréttunum verður einnig rætt við dr. Jane Goodall dýrafræðing en hún er komin hingað til lands með þá von í brjósti að sameina kynslóðirnar í því verkefni að vernda umhverfið og tryggja kynslóðum framtíðarinnar hreina og vistvæna plánetu.

Þá verðum við í beinni frá Grímunni í Þjóðleikhúsinu, kynnum okkur umsvif hins opinbera í atvinnurekstri og hittum snillinga framtíðarinnar sem nú sitja á skólabekk í Háskóla unga fólksins. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar tvö, í opinni dagskrá og í beinni útsendingu hér á Vísi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.