Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Breiðablik 0-2 | Blikar unnu í Eyjum og fóru á toppinn | Sjáið mörkin Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 15. júní 2016 19:45 Breiðablik komst á topp Pepsi-deildarinnar með 0-2 sigri á Eyjamönnum á Hásteinsvelli í kvöld. Mörkin komu bæði á fyrstu sex mínútum leiksins en Ellert Hreinsson kom Blikum á bragðið eftir rúmar tvær mínútur. Aukaspyrna Daniel Bamberg hafnaði í Derby Carillo og þaðan í netið rúmum þremur mínútum seinna. Eftir mörkin var mikið jafnræði í leiknum en hvorugu liðinu tókst að nýta sín færi.Af hverju vann Breiðablik? Grænklæddir Kópavogsbúar byrjuðu leikinn þegar dómarinn flautaði á, ólíkt Eyjamönnum sem byrjuðu ekki nema nokkrum mínútum síðar. Það má segja að Blikar hafi drepið leikinn með þessum tveimur mörkum en þeir eru ekki lið sem fær á sig mikið af mörkum. Eftir mörkin tvö sá maður algjörlega hvert leikplan Blikanna var og það heppnaðist fullkomlega. Þeir stóðu af sér þau fáu áhlaup sem Eyjamenn áttu og voru ekki undir í baráttunni líkt og Stjarnan og KR sem ÍBV vann á síðustu vikum. Eyjamenn voru ekki með næg gæði á síðasta þriðjungi og réðu varnarmenn Blika við allt sem sóknarmenn Eyjamanna lögðu á borðið. Jonathan Glenn reyndi sitt besta til að hleypa ÍBV aftur inn í leikinn en hann tók vandræðalega dýfu innan teigs í síðari hálfleik. Eftir það gaf hann Avni Pepa olnbogaskot í skallabaráttu þar sem Avni nefbrotnaði í atganginum. Dómarinn sá ekkert athugavert við það og dæmdi ekki einu sinni aukaspyrnu. Jonathan var ekki hættur þar sem hann gaf Jóni Ingasyni ljótt olnbogaskot seinna í leiknum og fékk þar einungis gult sem þýddi þó rautt í þessu tilviki.Þessir stóðu upp úr Oliver Sigurjónsson átti frábæran leik á miðjunni en hann stjórnaði leiknum fyrstu 45 mínútur leiksins. Hann kom oft niður til miðvarðanna og gaf þeim rými til þess að fara utar og ýta bakvörðunum framar. Hann tapaði varla einvígi á miðjunni og spilaði eins og hann væri þrítugur reynslubolti en ekki 21 árs peyi á miðjunni. Elfar Freyr Helgason bar einnig af í varnarleiknum en hann sá til þess að færi Eyjamanna voru talin á fingrum annarrar handar, hann kom Damir til hjálpar þegar hann lenti í vandræðum í þau fáu skipti sem það gerðist.Hvað gekk illa? Eyjamönnum gekk illa að byrja leikinn en þeir ákváðu að byrja eftir tæpar tíu mínútur. Það var hins vegar of seint þar sem Blikar skoruðu tvö mörk í upphafi leiksins. Róðurinn var þungur það sem eftir lifði leiks fyrir Eyjamenn sem áttu í erfiðleikum með að skapa færi og leysa pressu Blikana. Jonathan Glenn gekk einnig illa í leiknum en hann virtist of spenntur að mæta á sinn gamla heimavöll. Hann lét margt fara í taugarnar á sér og hefði réttilega átt að fá eitt gult og tvö rauð spjöld í dag. Fyrst dýfði hann sér inni í teig Eyjamanna og reyndi að fiska vítaspyrnu á Derby Carillo en síðan fylgdu tvö olnbogaskot í kjölfarið, það fyrra nefbraut Avni Pepa og það seinna hæfði Jón Ingason í andlitið.Hvað gerist næst? Nú er nokkuð langt frí sem margir hafa beðið eftir, liðin fá tíma til þess að fylgjast með strákunum okkar á EM. ÍBV þarf þó að spila á fimmtudaginn gegn Stjörnunni í Garðabænum. Þeir slógu Stjörnuna úr bikarnum fyrir stuttu síðan og þurfa annan eins leik til að sækja þrjú stig af þeim á teppið. Blikarnir spila við Val í næstu umferð, nánar tiltekið á föstudegi eftir rúma viku en þeir vinna Valsara ef þeir ná upp jafn góðri byrjun og í dag, það ráða fá lið við svona upphafsmínútur.Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.Vísir/Pjetur Arnar Grétarsson: Vona að þetta hafi verið leikaraskapur „Ég er alltaf ánægður með að vinna og þetta er ekki léttasti útivöllurinn á landinu. Þetta er virkilega kærkomið og gaman að sjá liðið í efsta sætinu þó að það skipti ekki öllu máli,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, eftir góðan tveggja marka sigur úti í Eyjum. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, fannst við koma vel inn í leikinn þar sem við skorum tvö góð mörk og hefðum í raun getað gert enn betur í fyrri hálfleik.“ „Við fengum aragrúa af möguleikum til að gera dauðafæri og svo féllum við aðeins til baka í seinni hálfleik. Eyjamenn voru ekki mikið að skapa, nánast ekki neitt.“ Var það planið hjá Blikum að drepa leikinn strax í upphafi? „Maður leggur alltaf upp með að setja snemma á en það hefur ekki alltaf gengið. Það er alltaf gott þegar maður skorar snemma að fylgja því eftir með öðru marki. Það var kjaftshögg fyrir ÍBV og ekki létt að koma til baka úr því.“ Arnar vildi ekki tjá sig um rauða spjaldið á Jonathan Glenn. „Ég sé þetta ekki nógu vel, hann var auðvitað kominn með gult spjald þar sem að hann fer niður og fær gult spjald fyrir leikaraskap. Ég vona innilega að það hafi verið leikaraskapur en við verðum að láta það koma í ljós.“Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.Vísir/ErnirBjarni Jóhannsson: Þetta var hnífjafn leikur „Nei, þetta var ekki lélegt, þetta var lélegt í sex mínútur. Mörkin eru algjörlega einbeitingarleysi,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, sem var ekki sáttur með blaðamann þegar hann sagði leik ÍBV hafa verið lélegan í dag. „Mjög slæmt að fá á sig þessi mörk í byrjun leiks á móti Breiðablik sem er auðvitað gott lið. Þeir þéttu sig vel til baka en við áttum í smá dekkunarerfiðleikum í kjölfarið en náum okkur síðan vel á strik og seinni hálfleikurinn var helvíti massífur hjá okkur þó að okkur hafi ekki tekist að skapa nægilega góð færi.“ „Þetta var hnífjafn leikur og eins og ég sagði urðu þessar sex fyrstu mínútur okkur að falli. Innkoman í leikinn var ekki nógu góð.“ Aðspurður að því hvort Bjarni hefði útskýringar á því hvers vegna liðið kæmi svona til leiks sagði hann þetta. „Nei, alls ekki. Það var enginn öðruvísi undirbúningur fyrir þennan leik en aðra. Maður á ekki neinar skýringar en auðvitað er þetta spurning um þetta hugarfar og við vorum of værukærir í byrjun.“ Aðspurður hvort allt leikplan hafi farið í vaskinn eftir fimm mínútur sagði Bjarni svo ekki vera. „Nei, alls ekki. Við erum tilbúnir með leikplan 1 og 2, við höldum bolta það vel í liðinu að við eigum alveg að þola að fá á okkur mark og vinna okkur inn í leikinn aftur en það er erfiðara þegar þau eru tvö.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Breiðablik komst á topp Pepsi-deildarinnar með 0-2 sigri á Eyjamönnum á Hásteinsvelli í kvöld. Mörkin komu bæði á fyrstu sex mínútum leiksins en Ellert Hreinsson kom Blikum á bragðið eftir rúmar tvær mínútur. Aukaspyrna Daniel Bamberg hafnaði í Derby Carillo og þaðan í netið rúmum þremur mínútum seinna. Eftir mörkin var mikið jafnræði í leiknum en hvorugu liðinu tókst að nýta sín færi.Af hverju vann Breiðablik? Grænklæddir Kópavogsbúar byrjuðu leikinn þegar dómarinn flautaði á, ólíkt Eyjamönnum sem byrjuðu ekki nema nokkrum mínútum síðar. Það má segja að Blikar hafi drepið leikinn með þessum tveimur mörkum en þeir eru ekki lið sem fær á sig mikið af mörkum. Eftir mörkin tvö sá maður algjörlega hvert leikplan Blikanna var og það heppnaðist fullkomlega. Þeir stóðu af sér þau fáu áhlaup sem Eyjamenn áttu og voru ekki undir í baráttunni líkt og Stjarnan og KR sem ÍBV vann á síðustu vikum. Eyjamenn voru ekki með næg gæði á síðasta þriðjungi og réðu varnarmenn Blika við allt sem sóknarmenn Eyjamanna lögðu á borðið. Jonathan Glenn reyndi sitt besta til að hleypa ÍBV aftur inn í leikinn en hann tók vandræðalega dýfu innan teigs í síðari hálfleik. Eftir það gaf hann Avni Pepa olnbogaskot í skallabaráttu þar sem Avni nefbrotnaði í atganginum. Dómarinn sá ekkert athugavert við það og dæmdi ekki einu sinni aukaspyrnu. Jonathan var ekki hættur þar sem hann gaf Jóni Ingasyni ljótt olnbogaskot seinna í leiknum og fékk þar einungis gult sem þýddi þó rautt í þessu tilviki.Þessir stóðu upp úr Oliver Sigurjónsson átti frábæran leik á miðjunni en hann stjórnaði leiknum fyrstu 45 mínútur leiksins. Hann kom oft niður til miðvarðanna og gaf þeim rými til þess að fara utar og ýta bakvörðunum framar. Hann tapaði varla einvígi á miðjunni og spilaði eins og hann væri þrítugur reynslubolti en ekki 21 árs peyi á miðjunni. Elfar Freyr Helgason bar einnig af í varnarleiknum en hann sá til þess að færi Eyjamanna voru talin á fingrum annarrar handar, hann kom Damir til hjálpar þegar hann lenti í vandræðum í þau fáu skipti sem það gerðist.Hvað gekk illa? Eyjamönnum gekk illa að byrja leikinn en þeir ákváðu að byrja eftir tæpar tíu mínútur. Það var hins vegar of seint þar sem Blikar skoruðu tvö mörk í upphafi leiksins. Róðurinn var þungur það sem eftir lifði leiks fyrir Eyjamenn sem áttu í erfiðleikum með að skapa færi og leysa pressu Blikana. Jonathan Glenn gekk einnig illa í leiknum en hann virtist of spenntur að mæta á sinn gamla heimavöll. Hann lét margt fara í taugarnar á sér og hefði réttilega átt að fá eitt gult og tvö rauð spjöld í dag. Fyrst dýfði hann sér inni í teig Eyjamanna og reyndi að fiska vítaspyrnu á Derby Carillo en síðan fylgdu tvö olnbogaskot í kjölfarið, það fyrra nefbraut Avni Pepa og það seinna hæfði Jón Ingason í andlitið.Hvað gerist næst? Nú er nokkuð langt frí sem margir hafa beðið eftir, liðin fá tíma til þess að fylgjast með strákunum okkar á EM. ÍBV þarf þó að spila á fimmtudaginn gegn Stjörnunni í Garðabænum. Þeir slógu Stjörnuna úr bikarnum fyrir stuttu síðan og þurfa annan eins leik til að sækja þrjú stig af þeim á teppið. Blikarnir spila við Val í næstu umferð, nánar tiltekið á föstudegi eftir rúma viku en þeir vinna Valsara ef þeir ná upp jafn góðri byrjun og í dag, það ráða fá lið við svona upphafsmínútur.Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.Vísir/Pjetur Arnar Grétarsson: Vona að þetta hafi verið leikaraskapur „Ég er alltaf ánægður með að vinna og þetta er ekki léttasti útivöllurinn á landinu. Þetta er virkilega kærkomið og gaman að sjá liðið í efsta sætinu þó að það skipti ekki öllu máli,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, eftir góðan tveggja marka sigur úti í Eyjum. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, fannst við koma vel inn í leikinn þar sem við skorum tvö góð mörk og hefðum í raun getað gert enn betur í fyrri hálfleik.“ „Við fengum aragrúa af möguleikum til að gera dauðafæri og svo féllum við aðeins til baka í seinni hálfleik. Eyjamenn voru ekki mikið að skapa, nánast ekki neitt.“ Var það planið hjá Blikum að drepa leikinn strax í upphafi? „Maður leggur alltaf upp með að setja snemma á en það hefur ekki alltaf gengið. Það er alltaf gott þegar maður skorar snemma að fylgja því eftir með öðru marki. Það var kjaftshögg fyrir ÍBV og ekki létt að koma til baka úr því.“ Arnar vildi ekki tjá sig um rauða spjaldið á Jonathan Glenn. „Ég sé þetta ekki nógu vel, hann var auðvitað kominn með gult spjald þar sem að hann fer niður og fær gult spjald fyrir leikaraskap. Ég vona innilega að það hafi verið leikaraskapur en við verðum að láta það koma í ljós.“Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.Vísir/ErnirBjarni Jóhannsson: Þetta var hnífjafn leikur „Nei, þetta var ekki lélegt, þetta var lélegt í sex mínútur. Mörkin eru algjörlega einbeitingarleysi,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, sem var ekki sáttur með blaðamann þegar hann sagði leik ÍBV hafa verið lélegan í dag. „Mjög slæmt að fá á sig þessi mörk í byrjun leiks á móti Breiðablik sem er auðvitað gott lið. Þeir þéttu sig vel til baka en við áttum í smá dekkunarerfiðleikum í kjölfarið en náum okkur síðan vel á strik og seinni hálfleikurinn var helvíti massífur hjá okkur þó að okkur hafi ekki tekist að skapa nægilega góð færi.“ „Þetta var hnífjafn leikur og eins og ég sagði urðu þessar sex fyrstu mínútur okkur að falli. Innkoman í leikinn var ekki nógu góð.“ Aðspurður að því hvort Bjarni hefði útskýringar á því hvers vegna liðið kæmi svona til leiks sagði hann þetta. „Nei, alls ekki. Það var enginn öðruvísi undirbúningur fyrir þennan leik en aðra. Maður á ekki neinar skýringar en auðvitað er þetta spurning um þetta hugarfar og við vorum of værukærir í byrjun.“ Aðspurður hvort allt leikplan hafi farið í vaskinn eftir fimm mínútur sagði Bjarni svo ekki vera. „Nei, alls ekki. Við erum tilbúnir með leikplan 1 og 2, við höldum bolta það vel í liðinu að við eigum alveg að þola að fá á okkur mark og vinna okkur inn í leikinn aftur en það er erfiðara þegar þau eru tvö.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira