Innlent

Allt um EM í kvöldfréttum Stöðvar 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón Daði Böðvarsson framherji landsliðsins í leiknum í gær.
Jón Daði Böðvarsson framherji landsliðsins í leiknum í gær. vísir/vilhelm
Fjallað verður ítarlega um leik Íslands og Portúgals á Evrópumótinu í knattspyrnu karla sem fram fór í gær í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Við verðum í beinni frá Annecy þar sem hótel landsliðsins er auk þess sem rætt verður við Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara. Þá verður rætt við Roland Anderson njósnara landsliðsins og vin Lars Lagerbäck landliðsþjálfara til 42 ára.

Allt um EM í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30 í opinni dagskrá og í beinni hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×