Mátti ekki heita Ómar Ómar Una Sighvatsdóttir skrifar 16. júní 2016 19:30 Mannanafnalög hafa verið til staðar á Íslandi í einhverri mynd í rúma öld, en tekið breytingum í takt við tímann. Nú virðist tíðarandinn vera orðinn sá að það komi ríkisvaldinu ekki við hvað við köllum okkur. Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, mælti fyrir frumvarpi um róttækar breytingar á mannanafnalögum á Alþingi 2014. Hann fagnar frumvarpi innanríksiráðuneytisins sem kynnt var í gær, en það byggir að miklu leyti á fyrri tillögum. „Hvað maður heitir er auðvitað fyrst og fremst mál einstaklingsins sem að heitir það og að stjórnvöld eigi að stjórna því, það er eitthvað rangt við það,“ segir Óttarr.Guðrún Kvaran formaður Íslenskrar málnefndar telur að með breyttum mannanafnalögum gæti sá forni siður Íslendinga að kenna sig við föður eða móður horfið á tveimur kynslóðum.RightTelur föðurnafnahefðina Íslendingum kæra Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, varaði við því í gær að séríslenskir nafnasiðir gætu dáið út verði lög um ættarnöfn afnumin. Óttar hefur ekki áhyggjur af því. „Ég hef nú ekki áhyggjur af því af því. Ég held að okkur þyki mjög vænt um þennan menningararf. Okkur þykir vænt um föðurnafnahefðina til dæmis, þannig að ég held að langflestir muni finna hjá sjálfum sér löngun til að viðhalda henni. Við höfum séð að hún hefur verið að þróast. Miklu fleiri að kenna sig við móður sína eða báða foreldra og það hefur auðgað þessa nafnahefð,“ segir Óttarr.Óttarr Proppé þingmaður mælti fyrir frumvarpi um breytt mannanafnalög og vonast nú til að frumvarp innanríkisráðuneytisins sama efnis verði samþykkt á Alþingi í haust.Óttarr heitir líka Ólafur Ólafsson „Íslenskan á kannski undir högg að sækja en það erum við sem tölum íslenskuna sem höldum henni lifandi við gerum það ekki með því að setja boð og bönn um það. Við skipum ekki fólki að tala íslensku, við tölum íslensku af því við viljum tala íslensku, og ég held það sama gildi með um nöfn. Auðvitað getur fólk haft smekk á því hvað eru góð nöfn eða slæm, en við erum að sjá talsvert mikla fjölbreytni í nöfnum á Íslandi, líka með fjölgun útlendinga á landinu og svo framvegis og við höfum komist að því að þetta hefur bara ekki eyðilagt samfélagið.“ Óttarr bendir á að sjálfur sé hann í raun hluti af forréttindahópi. „Ég heiti skrýtnu nafni sem ég má heita. En ég heiti líka Ólafur Ólafsson, og ég má heita það ef ég vil. Mér líður vel með það að aðrir megi líka heita eins furðulegum nöfnum og ég má heita. Í dag er það ekki staðreyndin.Mátti ekki heita Ómar Ómar Stöð 2 tók nokkra vegfarendur tali og ljóst er að sumir deila áhyggjum af því að íslenskar nafnahefðir eigi í vök að verjast. Einn þeirra sem fréttamaður rakst á fagnaði hinsvegar frumvarpinu, í ljósi eigin reynslu af framkvæmd núverandi mannanafnalaga. „Ég heiti Ómar Ágústsson en ég hef sótt um að heita Ómar Ómar Ágústsson, sem var synjað. Þrisvar. Það mætti endilega leyfa fólki bara að ráð hvað það vill heita. Ef ég vil heita Ómar Ómar þá má ég heita Ómar Ómar að mínu mati.“ Aðspurður segir Ómar vel geta hugsast að hann geri aðra tilraun til að taka upp millinafnið Ómar, verði frumvarpið samþykkt. „Já kannski maður hendi inn einni umsókn í viðbót. Í fjórða skiptið.“ Tengdar fréttir Óttast að íslenskir nafnasiðir deyi út Núverandi mannanafnalög verða felld á brott og mannanafnanefnd lögð niður, samkvæmt drögum að nýju frumvarpi innanríkisráðuneytisins. Formaður íslenskrar málnefndar telur afleiðingarnar meðal annars verða þær að íslenska föðurnafnakerfið leggist af. 15. júní 2016 19:30 Ætla að leggja mannanafnanefnd niður Samkvæmt drögum að frumvarpi sem Innanríkisráðuneytið hefur unnið stendur til að gera miklar breytingar á lögum um nöfn manna. 15. júní 2016 11:32 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Mannanafnalög hafa verið til staðar á Íslandi í einhverri mynd í rúma öld, en tekið breytingum í takt við tímann. Nú virðist tíðarandinn vera orðinn sá að það komi ríkisvaldinu ekki við hvað við köllum okkur. Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, mælti fyrir frumvarpi um róttækar breytingar á mannanafnalögum á Alþingi 2014. Hann fagnar frumvarpi innanríksiráðuneytisins sem kynnt var í gær, en það byggir að miklu leyti á fyrri tillögum. „Hvað maður heitir er auðvitað fyrst og fremst mál einstaklingsins sem að heitir það og að stjórnvöld eigi að stjórna því, það er eitthvað rangt við það,“ segir Óttarr.Guðrún Kvaran formaður Íslenskrar málnefndar telur að með breyttum mannanafnalögum gæti sá forni siður Íslendinga að kenna sig við föður eða móður horfið á tveimur kynslóðum.RightTelur föðurnafnahefðina Íslendingum kæra Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, varaði við því í gær að séríslenskir nafnasiðir gætu dáið út verði lög um ættarnöfn afnumin. Óttar hefur ekki áhyggjur af því. „Ég hef nú ekki áhyggjur af því af því. Ég held að okkur þyki mjög vænt um þennan menningararf. Okkur þykir vænt um föðurnafnahefðina til dæmis, þannig að ég held að langflestir muni finna hjá sjálfum sér löngun til að viðhalda henni. Við höfum séð að hún hefur verið að þróast. Miklu fleiri að kenna sig við móður sína eða báða foreldra og það hefur auðgað þessa nafnahefð,“ segir Óttarr.Óttarr Proppé þingmaður mælti fyrir frumvarpi um breytt mannanafnalög og vonast nú til að frumvarp innanríkisráðuneytisins sama efnis verði samþykkt á Alþingi í haust.Óttarr heitir líka Ólafur Ólafsson „Íslenskan á kannski undir högg að sækja en það erum við sem tölum íslenskuna sem höldum henni lifandi við gerum það ekki með því að setja boð og bönn um það. Við skipum ekki fólki að tala íslensku, við tölum íslensku af því við viljum tala íslensku, og ég held það sama gildi með um nöfn. Auðvitað getur fólk haft smekk á því hvað eru góð nöfn eða slæm, en við erum að sjá talsvert mikla fjölbreytni í nöfnum á Íslandi, líka með fjölgun útlendinga á landinu og svo framvegis og við höfum komist að því að þetta hefur bara ekki eyðilagt samfélagið.“ Óttarr bendir á að sjálfur sé hann í raun hluti af forréttindahópi. „Ég heiti skrýtnu nafni sem ég má heita. En ég heiti líka Ólafur Ólafsson, og ég má heita það ef ég vil. Mér líður vel með það að aðrir megi líka heita eins furðulegum nöfnum og ég má heita. Í dag er það ekki staðreyndin.Mátti ekki heita Ómar Ómar Stöð 2 tók nokkra vegfarendur tali og ljóst er að sumir deila áhyggjum af því að íslenskar nafnahefðir eigi í vök að verjast. Einn þeirra sem fréttamaður rakst á fagnaði hinsvegar frumvarpinu, í ljósi eigin reynslu af framkvæmd núverandi mannanafnalaga. „Ég heiti Ómar Ágústsson en ég hef sótt um að heita Ómar Ómar Ágústsson, sem var synjað. Þrisvar. Það mætti endilega leyfa fólki bara að ráð hvað það vill heita. Ef ég vil heita Ómar Ómar þá má ég heita Ómar Ómar að mínu mati.“ Aðspurður segir Ómar vel geta hugsast að hann geri aðra tilraun til að taka upp millinafnið Ómar, verði frumvarpið samþykkt. „Já kannski maður hendi inn einni umsókn í viðbót. Í fjórða skiptið.“
Tengdar fréttir Óttast að íslenskir nafnasiðir deyi út Núverandi mannanafnalög verða felld á brott og mannanafnanefnd lögð niður, samkvæmt drögum að nýju frumvarpi innanríkisráðuneytisins. Formaður íslenskrar málnefndar telur afleiðingarnar meðal annars verða þær að íslenska föðurnafnakerfið leggist af. 15. júní 2016 19:30 Ætla að leggja mannanafnanefnd niður Samkvæmt drögum að frumvarpi sem Innanríkisráðuneytið hefur unnið stendur til að gera miklar breytingar á lögum um nöfn manna. 15. júní 2016 11:32 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Óttast að íslenskir nafnasiðir deyi út Núverandi mannanafnalög verða felld á brott og mannanafnanefnd lögð niður, samkvæmt drögum að nýju frumvarpi innanríkisráðuneytisins. Formaður íslenskrar málnefndar telur afleiðingarnar meðal annars verða þær að íslenska föðurnafnakerfið leggist af. 15. júní 2016 19:30
Ætla að leggja mannanafnanefnd niður Samkvæmt drögum að frumvarpi sem Innanríkisráðuneytið hefur unnið stendur til að gera miklar breytingar á lögum um nöfn manna. 15. júní 2016 11:32