Formaður eftirlitsnefndarinnar segir fátt mæla gegn því að Reykjanesbær fái frest Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2016 14:32 Reykjanesbær er á kafi í skuldum en þær nema 40 milljörðum króna. Vísir/GVA „Það er ekkert sem ættu að vera beinlínis rök fyrir því að hafna beiðni þeirra,“ segir Þórir Ólafsson, endurskoðandi og formaður eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélag, um bón Reykjanesbæjar þess efnist að eftirlitsnefndin veiti sveitarfélaginu frekari frest á að bænum verði skipuð fjárhaldsstjórn. Þórir telur allar líkur á að þessi frestur verði veittur þegar nefndin kemur næst saman sem verður að öllum líkindum í þessari viku. „Staðan er þannig hjá þeim að sveitarstjórnin hefur haldið mjög vel á öllum málum og það er búið að ná mjög góðum tökum á öllum rekstri þarna. Í sjálfu sér er þetta skuldavandi sem þarf að leysa en það þarf ekkert að gerast í dag eða á morgun. Ef þeir geta leyst hann sjálfir á einhverjum fresti þá væri miklu æskilegra að það yrði gert en að ríkið sé að skipa fjárhaldsstjórn til að leysa það sem þeir telja sig jafnvel geta leyst sjálfir. Það eru slík sjónarmið sem munu koma til skoðunar hjá okkur,“ segir Þórir. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tilkynnti á fundi sínum 3. maí síðastliðinn að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli. Skuldir sveitarfélagsins nema rúmum fjörutíu milljónum króna og hafði eftirlitsnefndin lagt það til við innanríkisráðherra yrði skipuð fjárhaldsstjórn. Á fundi bæjarstjórnar í gær óskuðu bæði meiri- og minnihluti stjórnarinnar eftir lengri frest til að ná samningum við kröfuhafa. Frá því bæjarstjórnin tilkynnti eftirlitsnefndinni að samningar væru ekki sjónmáli hefur viðræðum við kröfuhafa verið haldið áfram og því enn von til þess að samningar náist um breytingar á skuldum Reykjanesbæjar. „Slíkir samningar myndu um leið létta á greiðslubyrði þess og gera því kleift að leggja fram raunhæfa aðlögunaráætlun eins og lög gera ráð fyrir,“ segir í bókun meirihlutans. Fulltrúar minnihlutans í Sjálfstæðisflokknum lögðu til að fresturinn yrði veittur til áramóta. Tengdar fréttir Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56 Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Hallarekstur hjá Reykjanesbæ 13 ár af síðustu 15 Líkur eru á að Reykjanesbær fari undir fjárhaldsstjórn á næstunni. 25. maí 2016 13:45 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Það er ekkert sem ættu að vera beinlínis rök fyrir því að hafna beiðni þeirra,“ segir Þórir Ólafsson, endurskoðandi og formaður eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélag, um bón Reykjanesbæjar þess efnist að eftirlitsnefndin veiti sveitarfélaginu frekari frest á að bænum verði skipuð fjárhaldsstjórn. Þórir telur allar líkur á að þessi frestur verði veittur þegar nefndin kemur næst saman sem verður að öllum líkindum í þessari viku. „Staðan er þannig hjá þeim að sveitarstjórnin hefur haldið mjög vel á öllum málum og það er búið að ná mjög góðum tökum á öllum rekstri þarna. Í sjálfu sér er þetta skuldavandi sem þarf að leysa en það þarf ekkert að gerast í dag eða á morgun. Ef þeir geta leyst hann sjálfir á einhverjum fresti þá væri miklu æskilegra að það yrði gert en að ríkið sé að skipa fjárhaldsstjórn til að leysa það sem þeir telja sig jafnvel geta leyst sjálfir. Það eru slík sjónarmið sem munu koma til skoðunar hjá okkur,“ segir Þórir. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tilkynnti á fundi sínum 3. maí síðastliðinn að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli. Skuldir sveitarfélagsins nema rúmum fjörutíu milljónum króna og hafði eftirlitsnefndin lagt það til við innanríkisráðherra yrði skipuð fjárhaldsstjórn. Á fundi bæjarstjórnar í gær óskuðu bæði meiri- og minnihluti stjórnarinnar eftir lengri frest til að ná samningum við kröfuhafa. Frá því bæjarstjórnin tilkynnti eftirlitsnefndinni að samningar væru ekki sjónmáli hefur viðræðum við kröfuhafa verið haldið áfram og því enn von til þess að samningar náist um breytingar á skuldum Reykjanesbæjar. „Slíkir samningar myndu um leið létta á greiðslubyrði þess og gera því kleift að leggja fram raunhæfa aðlögunaráætlun eins og lög gera ráð fyrir,“ segir í bókun meirihlutans. Fulltrúar minnihlutans í Sjálfstæðisflokknum lögðu til að fresturinn yrði veittur til áramóta.
Tengdar fréttir Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56 Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Hallarekstur hjá Reykjanesbæ 13 ár af síðustu 15 Líkur eru á að Reykjanesbær fari undir fjárhaldsstjórn á næstunni. 25. maí 2016 13:45 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56
Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15
Hallarekstur hjá Reykjanesbæ 13 ár af síðustu 15 Líkur eru á að Reykjanesbær fari undir fjárhaldsstjórn á næstunni. 25. maí 2016 13:45