Formaður eftirlitsnefndarinnar segir fátt mæla gegn því að Reykjanesbær fái frest Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2016 14:32 Reykjanesbær er á kafi í skuldum en þær nema 40 milljörðum króna. Vísir/GVA „Það er ekkert sem ættu að vera beinlínis rök fyrir því að hafna beiðni þeirra,“ segir Þórir Ólafsson, endurskoðandi og formaður eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélag, um bón Reykjanesbæjar þess efnist að eftirlitsnefndin veiti sveitarfélaginu frekari frest á að bænum verði skipuð fjárhaldsstjórn. Þórir telur allar líkur á að þessi frestur verði veittur þegar nefndin kemur næst saman sem verður að öllum líkindum í þessari viku. „Staðan er þannig hjá þeim að sveitarstjórnin hefur haldið mjög vel á öllum málum og það er búið að ná mjög góðum tökum á öllum rekstri þarna. Í sjálfu sér er þetta skuldavandi sem þarf að leysa en það þarf ekkert að gerast í dag eða á morgun. Ef þeir geta leyst hann sjálfir á einhverjum fresti þá væri miklu æskilegra að það yrði gert en að ríkið sé að skipa fjárhaldsstjórn til að leysa það sem þeir telja sig jafnvel geta leyst sjálfir. Það eru slík sjónarmið sem munu koma til skoðunar hjá okkur,“ segir Þórir. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tilkynnti á fundi sínum 3. maí síðastliðinn að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli. Skuldir sveitarfélagsins nema rúmum fjörutíu milljónum króna og hafði eftirlitsnefndin lagt það til við innanríkisráðherra yrði skipuð fjárhaldsstjórn. Á fundi bæjarstjórnar í gær óskuðu bæði meiri- og minnihluti stjórnarinnar eftir lengri frest til að ná samningum við kröfuhafa. Frá því bæjarstjórnin tilkynnti eftirlitsnefndinni að samningar væru ekki sjónmáli hefur viðræðum við kröfuhafa verið haldið áfram og því enn von til þess að samningar náist um breytingar á skuldum Reykjanesbæjar. „Slíkir samningar myndu um leið létta á greiðslubyrði þess og gera því kleift að leggja fram raunhæfa aðlögunaráætlun eins og lög gera ráð fyrir,“ segir í bókun meirihlutans. Fulltrúar minnihlutans í Sjálfstæðisflokknum lögðu til að fresturinn yrði veittur til áramóta. Tengdar fréttir Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56 Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Hallarekstur hjá Reykjanesbæ 13 ár af síðustu 15 Líkur eru á að Reykjanesbær fari undir fjárhaldsstjórn á næstunni. 25. maí 2016 13:45 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
„Það er ekkert sem ættu að vera beinlínis rök fyrir því að hafna beiðni þeirra,“ segir Þórir Ólafsson, endurskoðandi og formaður eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélag, um bón Reykjanesbæjar þess efnist að eftirlitsnefndin veiti sveitarfélaginu frekari frest á að bænum verði skipuð fjárhaldsstjórn. Þórir telur allar líkur á að þessi frestur verði veittur þegar nefndin kemur næst saman sem verður að öllum líkindum í þessari viku. „Staðan er þannig hjá þeim að sveitarstjórnin hefur haldið mjög vel á öllum málum og það er búið að ná mjög góðum tökum á öllum rekstri þarna. Í sjálfu sér er þetta skuldavandi sem þarf að leysa en það þarf ekkert að gerast í dag eða á morgun. Ef þeir geta leyst hann sjálfir á einhverjum fresti þá væri miklu æskilegra að það yrði gert en að ríkið sé að skipa fjárhaldsstjórn til að leysa það sem þeir telja sig jafnvel geta leyst sjálfir. Það eru slík sjónarmið sem munu koma til skoðunar hjá okkur,“ segir Þórir. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tilkynnti á fundi sínum 3. maí síðastliðinn að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli. Skuldir sveitarfélagsins nema rúmum fjörutíu milljónum króna og hafði eftirlitsnefndin lagt það til við innanríkisráðherra yrði skipuð fjárhaldsstjórn. Á fundi bæjarstjórnar í gær óskuðu bæði meiri- og minnihluti stjórnarinnar eftir lengri frest til að ná samningum við kröfuhafa. Frá því bæjarstjórnin tilkynnti eftirlitsnefndinni að samningar væru ekki sjónmáli hefur viðræðum við kröfuhafa verið haldið áfram og því enn von til þess að samningar náist um breytingar á skuldum Reykjanesbæjar. „Slíkir samningar myndu um leið létta á greiðslubyrði þess og gera því kleift að leggja fram raunhæfa aðlögunaráætlun eins og lög gera ráð fyrir,“ segir í bókun meirihlutans. Fulltrúar minnihlutans í Sjálfstæðisflokknum lögðu til að fresturinn yrði veittur til áramóta.
Tengdar fréttir Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56 Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Hallarekstur hjá Reykjanesbæ 13 ár af síðustu 15 Líkur eru á að Reykjanesbær fari undir fjárhaldsstjórn á næstunni. 25. maí 2016 13:45 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56
Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15
Hallarekstur hjá Reykjanesbæ 13 ár af síðustu 15 Líkur eru á að Reykjanesbær fari undir fjárhaldsstjórn á næstunni. 25. maí 2016 13:45