Ríkiskaup og Landhelgisgæslan skaðabótaskyld vegna útboðs á viðgerð á varðskipinu Þór Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2016 13:00 Varðskipið Þór. vísir/daníel Kærunefnd útboðsmála hefur úrskurðað að Ríkiskaup og Landhelgisgæsla Íslands séu skaðabótaskyld gagnvart fyrirtækinu Stocznia Remontowa Nauta S.A. vegna útboðs á viðgerð á varðskipinu Þór. Björgvin Gunnar Björgvinsson markaðsstjóri BP Shipping Agency Island, sem kærði útboðið fyrir hönd Stocznia, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið muni nú meta hversu mikið tap það er að hafa misst af verkinu og hversu háar skaðabætur fyrirtækið mun fara fram á. BP Shipping Agency Island kærði útboðið þar sem það taldi að tilboðið sem Ríkiskaup tók frá fyrirtækinu Alkor Sp. z o.o. hafi ekki uppfyllt útboðsskilmála. Þannig hafi tilboð Alkor ekki falið í sér verð fyrir ákveðinn tölulið á tilboðsblaði og þá hafi fyrirtækið heldur ekki verið með tilskylda vottun sem nauðsynleg er til að það gæti tekið að sér verkið. Í úrskurði kærunefndar sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að fimm tilboð hafi borist í verkið. Alkor átti lægsta tilboðið upp á 88.560.060 króna en Stocznia átti næstlægsta tilboðið upp á 113.306.130 króna. Ríkiskaup byggðu á því í Alkor hafi byggt vottun sína til að sinna verkinu á tæknilegri getu undirverktaka, Bota Technik Sp. z o.o., sem myndi sjá um flóknasta hluta verkefnisins auk þess sem fyrirtækið hafi sent margvísleg önnur vottorð sem gáfu til kynna hæfni fyrirtækisins til að takast á við verkið. Kærunefnd útboðsmála félst ekki á þennan rökstuðning þar sem útboðsskilmála verði „að skilja þannig að með þeim hafi verið gert ráð fyrir því að gæðakerfi næði til allra verka en ekki einungis hluta þeirra. Jafnvel þótt fallist yrði á að þau að verkefni sem Bota Technik Sp. z o.o. hafi veri stærstu verkefnin sem vinna átti á grundvelli útboðsins er þó óumdeilt að undirverktakinn tók einungis að sér hluta verksins. Er því ekki annað komið fram en að umræddur bjóðandi hafi sjálfur ætlað sér að vinna ýmsa þætti verksins án tilskilinnar vottunar. Tilboð Alkor Sp z o.o. var því að þessu leyti í ósamræmi við útboðsskilmála,“ segir í úrskurðinum. Stocznia krafðist þess að ákvörðun Ríkiskaupa um að taka tilboði Alkor yrði felld úr gildi eða því yrði beint til stofnunarinnar og Landhelgisgæslunnar að auglýsa útboðið á nýjan leik. Á þetta var ekki fallist þar sem búið er að ganga frá samningi við Alkor með skriflegum hætti og því er kominn á bindandi samningur samkvæmt lögum um opinber innkaup. Kærunefndin úrskurðaði hins vegar að Ríkiskaup og Landhelgisgæslan væru skaðabótaskyld gagnvart Stocznia vegna útboðsins. Er á það fallist þar sem fyrirtækið hafi átt næstlægsta tilboðið í verkið og því átt raunhæfa möguleika á að verða valinn af Ríkiskaupum til að sinna verkefninu. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála hefur úrskurðað að Ríkiskaup og Landhelgisgæsla Íslands séu skaðabótaskyld gagnvart fyrirtækinu Stocznia Remontowa Nauta S.A. vegna útboðs á viðgerð á varðskipinu Þór. Björgvin Gunnar Björgvinsson markaðsstjóri BP Shipping Agency Island, sem kærði útboðið fyrir hönd Stocznia, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið muni nú meta hversu mikið tap það er að hafa misst af verkinu og hversu háar skaðabætur fyrirtækið mun fara fram á. BP Shipping Agency Island kærði útboðið þar sem það taldi að tilboðið sem Ríkiskaup tók frá fyrirtækinu Alkor Sp. z o.o. hafi ekki uppfyllt útboðsskilmála. Þannig hafi tilboð Alkor ekki falið í sér verð fyrir ákveðinn tölulið á tilboðsblaði og þá hafi fyrirtækið heldur ekki verið með tilskylda vottun sem nauðsynleg er til að það gæti tekið að sér verkið. Í úrskurði kærunefndar sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að fimm tilboð hafi borist í verkið. Alkor átti lægsta tilboðið upp á 88.560.060 króna en Stocznia átti næstlægsta tilboðið upp á 113.306.130 króna. Ríkiskaup byggðu á því í Alkor hafi byggt vottun sína til að sinna verkinu á tæknilegri getu undirverktaka, Bota Technik Sp. z o.o., sem myndi sjá um flóknasta hluta verkefnisins auk þess sem fyrirtækið hafi sent margvísleg önnur vottorð sem gáfu til kynna hæfni fyrirtækisins til að takast á við verkið. Kærunefnd útboðsmála félst ekki á þennan rökstuðning þar sem útboðsskilmála verði „að skilja þannig að með þeim hafi verið gert ráð fyrir því að gæðakerfi næði til allra verka en ekki einungis hluta þeirra. Jafnvel þótt fallist yrði á að þau að verkefni sem Bota Technik Sp. z o.o. hafi veri stærstu verkefnin sem vinna átti á grundvelli útboðsins er þó óumdeilt að undirverktakinn tók einungis að sér hluta verksins. Er því ekki annað komið fram en að umræddur bjóðandi hafi sjálfur ætlað sér að vinna ýmsa þætti verksins án tilskilinnar vottunar. Tilboð Alkor Sp z o.o. var því að þessu leyti í ósamræmi við útboðsskilmála,“ segir í úrskurðinum. Stocznia krafðist þess að ákvörðun Ríkiskaupa um að taka tilboði Alkor yrði felld úr gildi eða því yrði beint til stofnunarinnar og Landhelgisgæslunnar að auglýsa útboðið á nýjan leik. Á þetta var ekki fallist þar sem búið er að ganga frá samningi við Alkor með skriflegum hætti og því er kominn á bindandi samningur samkvæmt lögum um opinber innkaup. Kærunefndin úrskurðaði hins vegar að Ríkiskaup og Landhelgisgæslan væru skaðabótaskyld gagnvart Stocznia vegna útboðsins. Er á það fallist þar sem fyrirtækið hafi átt næstlægsta tilboðið í verkið og því átt raunhæfa möguleika á að verða valinn af Ríkiskaupum til að sinna verkefninu.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira