Ungar konur eru ánægðari með lífið en ungir karlmenn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 07:00 Þessar fimleikastúlkur fá nóg af hreyfingu og eru því með gott þrek en þó skiptir sjálfsmatið meira máli en mæling á þreki þegar kemur að líkamsmynd stúlkna. vísir/vilhelm Fimmtán ára drengir eru með meira sjálfsálit en fimmtán ára stúlkur en við 23 ára aldurinn jafnast munurinn á milli kynjanna og stúlkurnar mælast með meiri lífsánægju. Þetta kemur fram í doktorsrannsókn Sunnu Gestsdóttur í íþrótta- og heilsufræði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða breytingar á andlegri líðan ungmenna milli 15 og 23 ára aldurs og kanna hvernig líðanin tengist þreki og hreyfingu. „Rannsóknir hafa almennt sýnt að drengir séu yfirleitt með betri andlega líðan en þetta aldurstímabil hefur verið lítið rannsakað. Þessi rannsókn sýnir að drengirnir hafa meira sjálfsálit um fimmtán ára aldur en stúlkurnar ná drengjunum við 23 ára aldur. Sjálfsálit stúlkna eykst en ekki hjá drengjum,“ segir Sunna. „Mælingarnar sýndu einnig að stúlkur voru ánægðari með lífið við 23 ára aldurinn. Aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt kynjamun á lífsánægju þannig að þessar niðurstöður voru ansi athyglisverðar.“Sunna Gestsdóttir, doktor í íþrótta- og heilsufræði.vísir/stefánAðeins er hægt að álykta hvað veldur þessum breytingum en niðurstöður rannsóknarinnar sýna til dæmis að fleiri ungar konur voru í námi 23 ára en ungir menn og segir Sunna spurningu hvort námið auki sjálfsálit. Einnig minnkar hreyfing og þrek drengja meira en stúlkna á tímabilinu sem gæti haft áhrif á andlega líðan. Sunna kannaði einnig líkamsmynd ungmennanna. „Líkamsmyndin hefur svo sterk áhrif á sjálfsálitið og ég vildi kanna hvað hefði áhrif á líkamsmyndina. Athyglisvert er að þrekmæling við fimmtán ára aldur spáði best fyrir um líkamsmyndina átta árum síðar. Þeim mun betra formi, sem fimmtán ára unglingur er í, því betri líkamsmynd er hann með 23 ára.“ Sunna segir rannsóknina sýna að nálgast þurfi kynin með ólíkum hætti þegar efla á líkamsmynd og sjálfsálit. Huglægt mat hefur áhrif hjá stúlkum en hlutlægt mat hjá drengjum. „Þrek drengja hefur mestu áhrifin á líkamsmyndina. En hjá stelpunum hafði sjálfsmat meiri áhrif en sjálf útkoman í þrekprófinu. Það þýðir að það þarf að efla þrek hjá strákum en einblína meira á andlega uppbyggingu hjá stelpum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Erlent Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Erlent Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Innlent Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Innlent Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Innlent Auglýsa eftir upplýsingum um 28 ára gamalt morðmál Erlent Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Innlent Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýr forseti og biskup við setningu Alþingis Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Halla og Guðrún í nýjum hlutverkum og aðhald í ríkisrekstri Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Þrettán nýjar heimildir ráðherra Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlagafrumvarpinu Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Óvissustig og viðvaranir enn í gildi 661 barn á biðlista eftir plássi í leikskólum Reykjavíkurborgar Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu „Við sáum átta metra ofan í jörðina“ Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Sláandi myndir frá Grindavík, óveður og úrræðagóðar flugfreyjur Vöruflutningavél festist á brautinni „Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun“ Vistaskipti hjá fangelsismálastjóra Geta haldið bæjum á Reykjanesi frostfríum með nýfundnum jarðhita Sjá meira
Fimmtán ára drengir eru með meira sjálfsálit en fimmtán ára stúlkur en við 23 ára aldurinn jafnast munurinn á milli kynjanna og stúlkurnar mælast með meiri lífsánægju. Þetta kemur fram í doktorsrannsókn Sunnu Gestsdóttur í íþrótta- og heilsufræði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða breytingar á andlegri líðan ungmenna milli 15 og 23 ára aldurs og kanna hvernig líðanin tengist þreki og hreyfingu. „Rannsóknir hafa almennt sýnt að drengir séu yfirleitt með betri andlega líðan en þetta aldurstímabil hefur verið lítið rannsakað. Þessi rannsókn sýnir að drengirnir hafa meira sjálfsálit um fimmtán ára aldur en stúlkurnar ná drengjunum við 23 ára aldur. Sjálfsálit stúlkna eykst en ekki hjá drengjum,“ segir Sunna. „Mælingarnar sýndu einnig að stúlkur voru ánægðari með lífið við 23 ára aldurinn. Aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt kynjamun á lífsánægju þannig að þessar niðurstöður voru ansi athyglisverðar.“Sunna Gestsdóttir, doktor í íþrótta- og heilsufræði.vísir/stefánAðeins er hægt að álykta hvað veldur þessum breytingum en niðurstöður rannsóknarinnar sýna til dæmis að fleiri ungar konur voru í námi 23 ára en ungir menn og segir Sunna spurningu hvort námið auki sjálfsálit. Einnig minnkar hreyfing og þrek drengja meira en stúlkna á tímabilinu sem gæti haft áhrif á andlega líðan. Sunna kannaði einnig líkamsmynd ungmennanna. „Líkamsmyndin hefur svo sterk áhrif á sjálfsálitið og ég vildi kanna hvað hefði áhrif á líkamsmyndina. Athyglisvert er að þrekmæling við fimmtán ára aldur spáði best fyrir um líkamsmyndina átta árum síðar. Þeim mun betra formi, sem fimmtán ára unglingur er í, því betri líkamsmynd er hann með 23 ára.“ Sunna segir rannsóknina sýna að nálgast þurfi kynin með ólíkum hætti þegar efla á líkamsmynd og sjálfsálit. Huglægt mat hefur áhrif hjá stúlkum en hlutlægt mat hjá drengjum. „Þrek drengja hefur mestu áhrifin á líkamsmyndina. En hjá stelpunum hafði sjálfsmat meiri áhrif en sjálf útkoman í þrekprófinu. Það þýðir að það þarf að efla þrek hjá strákum en einblína meira á andlega uppbyggingu hjá stelpum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Erlent Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Erlent Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Innlent Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Innlent Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Innlent Auglýsa eftir upplýsingum um 28 ára gamalt morðmál Erlent Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Innlent Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýr forseti og biskup við setningu Alþingis Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Halla og Guðrún í nýjum hlutverkum og aðhald í ríkisrekstri Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Þrettán nýjar heimildir ráðherra Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlagafrumvarpinu Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Óvissustig og viðvaranir enn í gildi 661 barn á biðlista eftir plássi í leikskólum Reykjavíkurborgar Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu „Við sáum átta metra ofan í jörðina“ Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Sláandi myndir frá Grindavík, óveður og úrræðagóðar flugfreyjur Vöruflutningavél festist á brautinni „Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun“ Vistaskipti hjá fangelsismálastjóra Geta haldið bæjum á Reykjanesi frostfríum með nýfundnum jarðhita Sjá meira