Ungar konur eru ánægðari með lífið en ungir karlmenn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 07:00 Þessar fimleikastúlkur fá nóg af hreyfingu og eru því með gott þrek en þó skiptir sjálfsmatið meira máli en mæling á þreki þegar kemur að líkamsmynd stúlkna. vísir/vilhelm Fimmtán ára drengir eru með meira sjálfsálit en fimmtán ára stúlkur en við 23 ára aldurinn jafnast munurinn á milli kynjanna og stúlkurnar mælast með meiri lífsánægju. Þetta kemur fram í doktorsrannsókn Sunnu Gestsdóttur í íþrótta- og heilsufræði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða breytingar á andlegri líðan ungmenna milli 15 og 23 ára aldurs og kanna hvernig líðanin tengist þreki og hreyfingu. „Rannsóknir hafa almennt sýnt að drengir séu yfirleitt með betri andlega líðan en þetta aldurstímabil hefur verið lítið rannsakað. Þessi rannsókn sýnir að drengirnir hafa meira sjálfsálit um fimmtán ára aldur en stúlkurnar ná drengjunum við 23 ára aldur. Sjálfsálit stúlkna eykst en ekki hjá drengjum,“ segir Sunna. „Mælingarnar sýndu einnig að stúlkur voru ánægðari með lífið við 23 ára aldurinn. Aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt kynjamun á lífsánægju þannig að þessar niðurstöður voru ansi athyglisverðar.“Sunna Gestsdóttir, doktor í íþrótta- og heilsufræði.vísir/stefánAðeins er hægt að álykta hvað veldur þessum breytingum en niðurstöður rannsóknarinnar sýna til dæmis að fleiri ungar konur voru í námi 23 ára en ungir menn og segir Sunna spurningu hvort námið auki sjálfsálit. Einnig minnkar hreyfing og þrek drengja meira en stúlkna á tímabilinu sem gæti haft áhrif á andlega líðan. Sunna kannaði einnig líkamsmynd ungmennanna. „Líkamsmyndin hefur svo sterk áhrif á sjálfsálitið og ég vildi kanna hvað hefði áhrif á líkamsmyndina. Athyglisvert er að þrekmæling við fimmtán ára aldur spáði best fyrir um líkamsmyndina átta árum síðar. Þeim mun betra formi, sem fimmtán ára unglingur er í, því betri líkamsmynd er hann með 23 ára.“ Sunna segir rannsóknina sýna að nálgast þurfi kynin með ólíkum hætti þegar efla á líkamsmynd og sjálfsálit. Huglægt mat hefur áhrif hjá stúlkum en hlutlægt mat hjá drengjum. „Þrek drengja hefur mestu áhrifin á líkamsmyndina. En hjá stelpunum hafði sjálfsmat meiri áhrif en sjálf útkoman í þrekprófinu. Það þýðir að það þarf að efla þrek hjá strákum en einblína meira á andlega uppbyggingu hjá stelpum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Fimmtán ára drengir eru með meira sjálfsálit en fimmtán ára stúlkur en við 23 ára aldurinn jafnast munurinn á milli kynjanna og stúlkurnar mælast með meiri lífsánægju. Þetta kemur fram í doktorsrannsókn Sunnu Gestsdóttur í íþrótta- og heilsufræði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða breytingar á andlegri líðan ungmenna milli 15 og 23 ára aldurs og kanna hvernig líðanin tengist þreki og hreyfingu. „Rannsóknir hafa almennt sýnt að drengir séu yfirleitt með betri andlega líðan en þetta aldurstímabil hefur verið lítið rannsakað. Þessi rannsókn sýnir að drengirnir hafa meira sjálfsálit um fimmtán ára aldur en stúlkurnar ná drengjunum við 23 ára aldur. Sjálfsálit stúlkna eykst en ekki hjá drengjum,“ segir Sunna. „Mælingarnar sýndu einnig að stúlkur voru ánægðari með lífið við 23 ára aldurinn. Aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt kynjamun á lífsánægju þannig að þessar niðurstöður voru ansi athyglisverðar.“Sunna Gestsdóttir, doktor í íþrótta- og heilsufræði.vísir/stefánAðeins er hægt að álykta hvað veldur þessum breytingum en niðurstöður rannsóknarinnar sýna til dæmis að fleiri ungar konur voru í námi 23 ára en ungir menn og segir Sunna spurningu hvort námið auki sjálfsálit. Einnig minnkar hreyfing og þrek drengja meira en stúlkna á tímabilinu sem gæti haft áhrif á andlega líðan. Sunna kannaði einnig líkamsmynd ungmennanna. „Líkamsmyndin hefur svo sterk áhrif á sjálfsálitið og ég vildi kanna hvað hefði áhrif á líkamsmyndina. Athyglisvert er að þrekmæling við fimmtán ára aldur spáði best fyrir um líkamsmyndina átta árum síðar. Þeim mun betra formi, sem fimmtán ára unglingur er í, því betri líkamsmynd er hann með 23 ára.“ Sunna segir rannsóknina sýna að nálgast þurfi kynin með ólíkum hætti þegar efla á líkamsmynd og sjálfsálit. Huglægt mat hefur áhrif hjá stúlkum en hlutlægt mat hjá drengjum. „Þrek drengja hefur mestu áhrifin á líkamsmyndina. En hjá stelpunum hafði sjálfsmat meiri áhrif en sjálf útkoman í þrekprófinu. Það þýðir að það þarf að efla þrek hjá strákum en einblína meira á andlega uppbyggingu hjá stelpum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira