Ungar konur eru ánægðari með lífið en ungir karlmenn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 07:00 Þessar fimleikastúlkur fá nóg af hreyfingu og eru því með gott þrek en þó skiptir sjálfsmatið meira máli en mæling á þreki þegar kemur að líkamsmynd stúlkna. vísir/vilhelm Fimmtán ára drengir eru með meira sjálfsálit en fimmtán ára stúlkur en við 23 ára aldurinn jafnast munurinn á milli kynjanna og stúlkurnar mælast með meiri lífsánægju. Þetta kemur fram í doktorsrannsókn Sunnu Gestsdóttur í íþrótta- og heilsufræði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða breytingar á andlegri líðan ungmenna milli 15 og 23 ára aldurs og kanna hvernig líðanin tengist þreki og hreyfingu. „Rannsóknir hafa almennt sýnt að drengir séu yfirleitt með betri andlega líðan en þetta aldurstímabil hefur verið lítið rannsakað. Þessi rannsókn sýnir að drengirnir hafa meira sjálfsálit um fimmtán ára aldur en stúlkurnar ná drengjunum við 23 ára aldur. Sjálfsálit stúlkna eykst en ekki hjá drengjum,“ segir Sunna. „Mælingarnar sýndu einnig að stúlkur voru ánægðari með lífið við 23 ára aldurinn. Aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt kynjamun á lífsánægju þannig að þessar niðurstöður voru ansi athyglisverðar.“Sunna Gestsdóttir, doktor í íþrótta- og heilsufræði.vísir/stefánAðeins er hægt að álykta hvað veldur þessum breytingum en niðurstöður rannsóknarinnar sýna til dæmis að fleiri ungar konur voru í námi 23 ára en ungir menn og segir Sunna spurningu hvort námið auki sjálfsálit. Einnig minnkar hreyfing og þrek drengja meira en stúlkna á tímabilinu sem gæti haft áhrif á andlega líðan. Sunna kannaði einnig líkamsmynd ungmennanna. „Líkamsmyndin hefur svo sterk áhrif á sjálfsálitið og ég vildi kanna hvað hefði áhrif á líkamsmyndina. Athyglisvert er að þrekmæling við fimmtán ára aldur spáði best fyrir um líkamsmyndina átta árum síðar. Þeim mun betra formi, sem fimmtán ára unglingur er í, því betri líkamsmynd er hann með 23 ára.“ Sunna segir rannsóknina sýna að nálgast þurfi kynin með ólíkum hætti þegar efla á líkamsmynd og sjálfsálit. Huglægt mat hefur áhrif hjá stúlkum en hlutlægt mat hjá drengjum. „Þrek drengja hefur mestu áhrifin á líkamsmyndina. En hjá stelpunum hafði sjálfsmat meiri áhrif en sjálf útkoman í þrekprófinu. Það þýðir að það þarf að efla þrek hjá strákum en einblína meira á andlega uppbyggingu hjá stelpum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Fimmtán ára drengir eru með meira sjálfsálit en fimmtán ára stúlkur en við 23 ára aldurinn jafnast munurinn á milli kynjanna og stúlkurnar mælast með meiri lífsánægju. Þetta kemur fram í doktorsrannsókn Sunnu Gestsdóttur í íþrótta- og heilsufræði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða breytingar á andlegri líðan ungmenna milli 15 og 23 ára aldurs og kanna hvernig líðanin tengist þreki og hreyfingu. „Rannsóknir hafa almennt sýnt að drengir séu yfirleitt með betri andlega líðan en þetta aldurstímabil hefur verið lítið rannsakað. Þessi rannsókn sýnir að drengirnir hafa meira sjálfsálit um fimmtán ára aldur en stúlkurnar ná drengjunum við 23 ára aldur. Sjálfsálit stúlkna eykst en ekki hjá drengjum,“ segir Sunna. „Mælingarnar sýndu einnig að stúlkur voru ánægðari með lífið við 23 ára aldurinn. Aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt kynjamun á lífsánægju þannig að þessar niðurstöður voru ansi athyglisverðar.“Sunna Gestsdóttir, doktor í íþrótta- og heilsufræði.vísir/stefánAðeins er hægt að álykta hvað veldur þessum breytingum en niðurstöður rannsóknarinnar sýna til dæmis að fleiri ungar konur voru í námi 23 ára en ungir menn og segir Sunna spurningu hvort námið auki sjálfsálit. Einnig minnkar hreyfing og þrek drengja meira en stúlkna á tímabilinu sem gæti haft áhrif á andlega líðan. Sunna kannaði einnig líkamsmynd ungmennanna. „Líkamsmyndin hefur svo sterk áhrif á sjálfsálitið og ég vildi kanna hvað hefði áhrif á líkamsmyndina. Athyglisvert er að þrekmæling við fimmtán ára aldur spáði best fyrir um líkamsmyndina átta árum síðar. Þeim mun betra formi, sem fimmtán ára unglingur er í, því betri líkamsmynd er hann með 23 ára.“ Sunna segir rannsóknina sýna að nálgast þurfi kynin með ólíkum hætti þegar efla á líkamsmynd og sjálfsálit. Huglægt mat hefur áhrif hjá stúlkum en hlutlægt mat hjá drengjum. „Þrek drengja hefur mestu áhrifin á líkamsmyndina. En hjá stelpunum hafði sjálfsmat meiri áhrif en sjálf útkoman í þrekprófinu. Það þýðir að það þarf að efla þrek hjá strákum en einblína meira á andlega uppbyggingu hjá stelpum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?