Segir að Conor og Mayweather berjist í september | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 09:15 Conor McGregor er klár en vill fá jafnmikið borgað. vísir/getty Bandaríski íþróttafréttamaðurinn Colin Cowherd sem sér um og stýrir vinsælum útvarpsþætti sem heitir The Herd fullyrðir að súper-bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor fari fram í september. Cowherd er einn virtasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og þekkir vel til innan MMA-heimsins. Hann segist meira að segja vera búinn að panta sér herbergi í Las Vegas þegar bardaginn á að fara fram. „Það berast fréttir af þessum bardaga eftir tvær vikur. Ég er nú þegar búinn að bóka tvö herbergi 17. og 18. september í Las Vegas. Mínar heimildir herma að bardagi Conor McGregor og Floydmayweather fari fram,“ segir Cowherd. „Þetta breyttist í síðustu viku. Ég fékk símtal og svo voru mér sendar frekari upplýsingar. Þetta mun gerast í september.“ Cowherd bætir við að Mayweather hafi ekki náð að lokka nógu marga sjónvarpsáhorfendur til að kaupa sér áskrift að síðasta bardaga en „aðeins“ 550.000 manns sáu hann berjast í það sem var talið síðasta skipti. Vanalega reynir Mayweather að fá tvær til þrjár milljónir til að kaupa áskrift. Conor McGregor hefur sagst vera opinn fyrir því að berjast við Mayweather en hann vill ekki fá neinar sjö milljónir dollara ef Mayweather ætlar að taka inn 100 milljónir eins og Írinn útskýrði. Ekki verður barist í blönduðum bardagalistum heldur einhverju sem er mun líkara hnefaleikum. Líklega verður um að ræða einfaldan hnefaleikabardaga sem Conor hlakkar til að takast á við. Conor er ekki enn kominn með MMA-bardaga eftir að tapa fyrir Nate Diaz fyrr á þessu ári og gengur Dana White, forseta UFC, illa að fá Diaz til að samþykkja annan bardaga við Conor eftir allt sem á undan er gengið. Hér að neðan má sjá Colin Cowherd útskýra hvers vegna hann telur að Conor og Mayweather berjist í september. MMA Tengdar fréttir Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Conor McGregor segist vera kominn mun lengra á sínum ferli 27 ára heldur en Floyd Mayweather var á sama aldri. 23. maí 2016 09:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira
Bandaríski íþróttafréttamaðurinn Colin Cowherd sem sér um og stýrir vinsælum útvarpsþætti sem heitir The Herd fullyrðir að súper-bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor fari fram í september. Cowherd er einn virtasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og þekkir vel til innan MMA-heimsins. Hann segist meira að segja vera búinn að panta sér herbergi í Las Vegas þegar bardaginn á að fara fram. „Það berast fréttir af þessum bardaga eftir tvær vikur. Ég er nú þegar búinn að bóka tvö herbergi 17. og 18. september í Las Vegas. Mínar heimildir herma að bardagi Conor McGregor og Floydmayweather fari fram,“ segir Cowherd. „Þetta breyttist í síðustu viku. Ég fékk símtal og svo voru mér sendar frekari upplýsingar. Þetta mun gerast í september.“ Cowherd bætir við að Mayweather hafi ekki náð að lokka nógu marga sjónvarpsáhorfendur til að kaupa sér áskrift að síðasta bardaga en „aðeins“ 550.000 manns sáu hann berjast í það sem var talið síðasta skipti. Vanalega reynir Mayweather að fá tvær til þrjár milljónir til að kaupa áskrift. Conor McGregor hefur sagst vera opinn fyrir því að berjast við Mayweather en hann vill ekki fá neinar sjö milljónir dollara ef Mayweather ætlar að taka inn 100 milljónir eins og Írinn útskýrði. Ekki verður barist í blönduðum bardagalistum heldur einhverju sem er mun líkara hnefaleikum. Líklega verður um að ræða einfaldan hnefaleikabardaga sem Conor hlakkar til að takast á við. Conor er ekki enn kominn með MMA-bardaga eftir að tapa fyrir Nate Diaz fyrr á þessu ári og gengur Dana White, forseta UFC, illa að fá Diaz til að samþykkja annan bardaga við Conor eftir allt sem á undan er gengið. Hér að neðan má sjá Colin Cowherd útskýra hvers vegna hann telur að Conor og Mayweather berjist í september.
MMA Tengdar fréttir Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Conor McGregor segist vera kominn mun lengra á sínum ferli 27 ára heldur en Floyd Mayweather var á sama aldri. 23. maí 2016 09:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira
Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Conor McGregor segist vera kominn mun lengra á sínum ferli 27 ára heldur en Floyd Mayweather var á sama aldri. 23. maí 2016 09:00
Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00