Hinn eini sanni Björn í borginni: „Greinilega algjör toppgaur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2016 13:47 Grímur Steinn Emilsson og Björn Borg í Tennishöllinni í Kópavogi í morgun. Einn besti tennisspilari allra tíma, Svíinn Björn Borg, dvelur á Íslandi og verður fram í næstu viku. Björn er hér á landi með syni sínum sem keppir á Kópavogur Open sem fram fer í Tennishöllinni í vikunni. Mótið er í flokki 14 ára og yngri en í næstu viku fer fram Tennishöllin Open, Evrópumót 16 ára og yngri. Aftur verður sonur Björns á meðal keppenda. Bæði mótin eru hluti af mótaröð evrópska tennissambandsins. Feðgarnir verða því á landinu vel fram í næstu viku. Grímur Steinn Emilsson, starfsmaður í Tennishöllinni í Kópavogi, hitti tennisgoðsögnina í morgun og ber Svíanum vel söguna. „Hann kom hérna inn, gekk beint til mín, rétti út höndina og bauð góðan daginn,“ segir Grímur um Björn sem verður fastagestur í höllinni næstu daga. Hann segir Svíann sem verður sextugur í júní hafa verið afar almennilegan. „Þetta er greinilega algjör toppgaur.“Lagði spaðann á hilluna 26 ára Björn Borg vann fimm sinnum í röð sigur á Wimbledon mótinu á sínum tíma og sex sinnum á Opna franska meistaramótinu. Þá var hann í sigurliði Svía í Davis Cup árið 1975. Árangur Borg var ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að hann lagði spaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Þá kannast margir við nærfatalínuna sem ber nafn Svíans. Úrslitaleikur Björns Borg og John McEnroe á Wimbledon árið 1980 er af mörgum talinn einn eftirminnilegasti leikur í sögu íþróttarinnar.Enginn verður svikinn af því að horfa á upprifjun af leiknum hér að neðan.Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, fagnar komu Björns til landsins en auk mótanna tveggja eru þrír aðrir alþjóðlegir viðburðir verða til viðbótar í höllinni á árinu. Hann hefur unnið hörðum höndum undanfarin ár að fá leyfi til að stækka við Tennishöllina til að mæta eftirspurn eftir aðstöðu. Þá mætti halda fleiri mót á borð við þau sem nú fara fram. Jónas segir að 700-800 manns spili tennis í hverri viku í Tennishöllinni.Viðbótin við Tennishöllina sem Jónas Páll og félagar hafa barist fyrir undanfarin misseri. Íslandsvinir Tennis Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira
Einn besti tennisspilari allra tíma, Svíinn Björn Borg, dvelur á Íslandi og verður fram í næstu viku. Björn er hér á landi með syni sínum sem keppir á Kópavogur Open sem fram fer í Tennishöllinni í vikunni. Mótið er í flokki 14 ára og yngri en í næstu viku fer fram Tennishöllin Open, Evrópumót 16 ára og yngri. Aftur verður sonur Björns á meðal keppenda. Bæði mótin eru hluti af mótaröð evrópska tennissambandsins. Feðgarnir verða því á landinu vel fram í næstu viku. Grímur Steinn Emilsson, starfsmaður í Tennishöllinni í Kópavogi, hitti tennisgoðsögnina í morgun og ber Svíanum vel söguna. „Hann kom hérna inn, gekk beint til mín, rétti út höndina og bauð góðan daginn,“ segir Grímur um Björn sem verður fastagestur í höllinni næstu daga. Hann segir Svíann sem verður sextugur í júní hafa verið afar almennilegan. „Þetta er greinilega algjör toppgaur.“Lagði spaðann á hilluna 26 ára Björn Borg vann fimm sinnum í röð sigur á Wimbledon mótinu á sínum tíma og sex sinnum á Opna franska meistaramótinu. Þá var hann í sigurliði Svía í Davis Cup árið 1975. Árangur Borg var ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að hann lagði spaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Þá kannast margir við nærfatalínuna sem ber nafn Svíans. Úrslitaleikur Björns Borg og John McEnroe á Wimbledon árið 1980 er af mörgum talinn einn eftirminnilegasti leikur í sögu íþróttarinnar.Enginn verður svikinn af því að horfa á upprifjun af leiknum hér að neðan.Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, fagnar komu Björns til landsins en auk mótanna tveggja eru þrír aðrir alþjóðlegir viðburðir verða til viðbótar í höllinni á árinu. Hann hefur unnið hörðum höndum undanfarin ár að fá leyfi til að stækka við Tennishöllina til að mæta eftirspurn eftir aðstöðu. Þá mætti halda fleiri mót á borð við þau sem nú fara fram. Jónas segir að 700-800 manns spili tennis í hverri viku í Tennishöllinni.Viðbótin við Tennishöllina sem Jónas Páll og félagar hafa barist fyrir undanfarin misseri.
Íslandsvinir Tennis Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira