Fótbolti

Gerrard með klobba tímabilsins í MLS-deildinni | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Vísir/Getty
Steven Gerrard skoraði gull af marki fyrir lið LA Galaxy í 4-2 sigri á New England Revolution í bandarísku MLS-deildinni á dögunum.

Gerrard innsiglaði sigurinn með fjórða markinu en áður hafði Robbie Keane skoraði tvisvar og Giovani Dos Santos einu sinni. Gerrard kom inná sem varamaður fyrir Keane.

Markið hjá Steven Gerrard var einstaklega laglegt og það var hann sem hóf líka sóknina þegar hann vann boltann á miðjunni. Gerrard spilaði honum út á kant og var síðan mættur inn í teiginn til að skora.

Það var afgreiðslan sem gerði þetta að svo flottu marki en Steven Gerrard klobbaði einn varnarmanna New England Revolution áður en hann sendi hann upp í fjærhornið.

Steven Gerrard hefur nú skorað í tveimur síðustu leikjum sínum og átt þátt í marki í þremur síðustu. Hann er alls með 2 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum sínum á tímabilinu. Steven Gerrard skoraði samtals tvö mörk á fyrsta tímabili sínu og er því þegar búinn að jafna það.

Hér fyrir neðan má sjá tvö myndbönd af marki Gerrard af Youtube-síðu LA Galaxy og þar sínir kappinn að hann hefur engu gleymt þrátt fyrir að stutt sér í 36 ára afmælið hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×