Vill að allt sé uppi á borðum Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. maí 2016 07:00 Rosa Pavanelli framkvæmdastjóri PSI (alþjóðasamband opinberra starfsmanna). „Aðalatriðið er að birta textann. Allan textann,” segir Rosa Pavinelli um viðræður Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og fleiri ríkja um TISA-samninginn svonefnda, sem snýst um þjónustuviðskipti milli ríkja. Pavinelli er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands opinberra starfsmanna, PSI. Hún hefur gagnrýnt leyndina sem hvílir yfir viðræðunum og óttast að stjórnvöld ríkjanna séu alltof værukær gagnvart hagsmunaþrýstingi frá stórfyrirtækjum. „Staðreyndin er sú að borgurunum stafar hætta af þessari leynd og lýðræðinu stafar líka hætta af henni,” segir hún. „Þetta var ekki svona áður. Í samningalotunum um Alþjóðaviðskiptastofnunina, WTO, var allt uppi á borðum. Við í launþegahreyfingunni höfðum fullan aðgang að textanum, gátum rýnt í hann og gert athugasemdir.” Hún segir þessu öðru vísi farið í nýrri viðræðum um stóra viðskiptasamninga, svo sem TISA-samninginn um þjónustuviðskipti, TTIP-fríverslunarsamninginn milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og TTP-fríverslunarsamnings Bandaríkjanna og fleiri Kyrrahafsríkja.Allt sem ekki er tilgreint Annað mikilvægt atriði er líka frábrugðið í þessum nýrri samningum, segir Pavinelli, en það snýst um það hvernig ríki undanskilja tiltekin ákvæði sem þau vilja ekki gangast undir. „Áður var það þannig að aðildarríkin gerðu lista yfir þau ákvæði, sem þau vildu taka þátt í og þurftu ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru. Nú er þetta orðið öfugt, þannig að ríkin þurfa að gera lista yfir þau ákvæði, sem þau vilja ekki taka þátt í. Þetta þýðir að þau eru sjálfkrafa aðilar að öllu sem ekki er með á þeim lista. Þannig að ef það til dæmis gleymist að undanskilja himnuskiljun fyrir nýrnasjúklinga, þá verður opnað á einkarekstur í þeim geira. Og hvað svo með nýja tækni og nýjar þjónustugreinar, sem falla þá sjálfkrafa undir samninginn af því að ekki var búið að undanskilja það skýrum orðum? Og hver veit hvað gerist eftir 50 ár?” Að auki sé þessum viðræðum nú háttað þannig, að einungis þau ríki sem taka þátt í viðræðunum geti samið um efni þeirra. „Vilji önnur ríki bætast í hópinn síðar meir, þá þurfa þau að samþykkja öll ákvæðin eins og þau eru. Þau geta ekkert haft um það að segja. Svona er þetta ekki hjá WTO til dæmis.”Leyndin rofin Wikileaks birti á síðasta ári nokkrum sinnum fjölmörg leyniskjöl frá TISA-viðræðunum, og nú í byrjun maí birtu Greenpeace-samtökin leyniskjöl frá TTIP-viðræðunum. Birting skjalanna hefur varpað ljósi á margt, sem áður var hulið leynd. Pavinelli segir að svo virðist sem birting skjalanna og gagnrýni í kjölfar hennar hafi haft einhver áhrif á viðræðurnar þótt meginstefna þeirra hafi ekki breyst. „Mér sýnist að Evrópusambandið sýni af sér meiri háttvísi og forðist að vera með of mikinn þrýsting. Vegna hreyfingar almennings í Evrópu hefur Evrópusambandið til dæmis verið fljótara til að fallast á gagnrýni á hugmyndir um að yfirþjóðlegt vald verði sett á stofn til að skera úr um ágreining milli ríkja og fyrirtækja. Slíkt yfirþjóðlegt vald kemur í veg fyrir að ríki geti sett reglur sem fyrirtæki, sem starfar þar, þarf að fara eftir.”Ekkert að óttast, segir Merkel Leyndin er þó ekki alger. Evrópusambandið hefur birt opinberlega öll skjöl, sem frá því koma um þessa samninga, þar á meðal samningsmarkmið sín á mismunandi stigum umræðunnar. Hið sama hafa Íslendingar gert. Utanríkisráðuneytið er með öll aðgengileg plögg á sinni vefsíðu. Þá fullyrðir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að endanleg niðurstaða samninganna muni ekki fela í sér neina skerðingu á neytendavernd, umhverfisvernd eða kröfum um matvælaöryggi. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur ítrekað fullyrt að Þjóðverjar þurfi ekkert að óttast: „Meðal staðreynda um fríverslunarsamninginn við Bandaríkin er sú, að ekki verður slegið af neinum gæðakröfum sem nú eru í gildi innan Evrópusambandsins.”Merki um upplausn? „Ég vona það svo sannarlega,” segir hún, spurð um vangaveltur í þýskum fjölmiðlum nýverið, þar sem greint er frá merkjum þess að samningaviðræðurnar séu að leysast upp vegna þess að Evrópuríki muni aldrei skrifa undir ítrustu kröfur stórfyrirtækjanna. „En ég get engu spáð. Það sem ég sé er að alþjóðafyrirtækin beita miklum þrýstingi og hótunum en stjórnvöld sýna lítinn áhuga á því að verja hagsmuni almennings.”SkammstafanirnarTISATrade in Services AgreementSamningur um frelsi í þjónustuviðskiptumViðræður standa yfirFimmtíu aðildarríki, þar á meðal öll ríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, Bandaríkin, Kanada, Noregur, Sviss og JapanTTIPTransatlantic Trade and Investment PactFríverslunarsamningur milli Evrópusambandsins og BandaríkjannaViðræður standa yfirTTPTrans-Pacific PartnershipFríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ellefu Kyrrahafsríkja, þar á meðal Kanada, Mexíkó, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Japans, Singapúr og Malasíu.Samningurinn var undirritaður í febrúar en bíður staðfestingarCETAComprehensive Economic and Trade AgreementFríverslunarsamningur milli Kanada og EvrópusambandsinsSamningaviðræðum lauk í september. Samningurinn bíður enn undirritunarWTOWorld Trade OrganizationAlþjóðaviðskiptastofnuninStofnuð 1991Aðildarríkin eru 162Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
„Aðalatriðið er að birta textann. Allan textann,” segir Rosa Pavinelli um viðræður Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og fleiri ríkja um TISA-samninginn svonefnda, sem snýst um þjónustuviðskipti milli ríkja. Pavinelli er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands opinberra starfsmanna, PSI. Hún hefur gagnrýnt leyndina sem hvílir yfir viðræðunum og óttast að stjórnvöld ríkjanna séu alltof værukær gagnvart hagsmunaþrýstingi frá stórfyrirtækjum. „Staðreyndin er sú að borgurunum stafar hætta af þessari leynd og lýðræðinu stafar líka hætta af henni,” segir hún. „Þetta var ekki svona áður. Í samningalotunum um Alþjóðaviðskiptastofnunina, WTO, var allt uppi á borðum. Við í launþegahreyfingunni höfðum fullan aðgang að textanum, gátum rýnt í hann og gert athugasemdir.” Hún segir þessu öðru vísi farið í nýrri viðræðum um stóra viðskiptasamninga, svo sem TISA-samninginn um þjónustuviðskipti, TTIP-fríverslunarsamninginn milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og TTP-fríverslunarsamnings Bandaríkjanna og fleiri Kyrrahafsríkja.Allt sem ekki er tilgreint Annað mikilvægt atriði er líka frábrugðið í þessum nýrri samningum, segir Pavinelli, en það snýst um það hvernig ríki undanskilja tiltekin ákvæði sem þau vilja ekki gangast undir. „Áður var það þannig að aðildarríkin gerðu lista yfir þau ákvæði, sem þau vildu taka þátt í og þurftu ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru. Nú er þetta orðið öfugt, þannig að ríkin þurfa að gera lista yfir þau ákvæði, sem þau vilja ekki taka þátt í. Þetta þýðir að þau eru sjálfkrafa aðilar að öllu sem ekki er með á þeim lista. Þannig að ef það til dæmis gleymist að undanskilja himnuskiljun fyrir nýrnasjúklinga, þá verður opnað á einkarekstur í þeim geira. Og hvað svo með nýja tækni og nýjar þjónustugreinar, sem falla þá sjálfkrafa undir samninginn af því að ekki var búið að undanskilja það skýrum orðum? Og hver veit hvað gerist eftir 50 ár?” Að auki sé þessum viðræðum nú háttað þannig, að einungis þau ríki sem taka þátt í viðræðunum geti samið um efni þeirra. „Vilji önnur ríki bætast í hópinn síðar meir, þá þurfa þau að samþykkja öll ákvæðin eins og þau eru. Þau geta ekkert haft um það að segja. Svona er þetta ekki hjá WTO til dæmis.”Leyndin rofin Wikileaks birti á síðasta ári nokkrum sinnum fjölmörg leyniskjöl frá TISA-viðræðunum, og nú í byrjun maí birtu Greenpeace-samtökin leyniskjöl frá TTIP-viðræðunum. Birting skjalanna hefur varpað ljósi á margt, sem áður var hulið leynd. Pavinelli segir að svo virðist sem birting skjalanna og gagnrýni í kjölfar hennar hafi haft einhver áhrif á viðræðurnar þótt meginstefna þeirra hafi ekki breyst. „Mér sýnist að Evrópusambandið sýni af sér meiri háttvísi og forðist að vera með of mikinn þrýsting. Vegna hreyfingar almennings í Evrópu hefur Evrópusambandið til dæmis verið fljótara til að fallast á gagnrýni á hugmyndir um að yfirþjóðlegt vald verði sett á stofn til að skera úr um ágreining milli ríkja og fyrirtækja. Slíkt yfirþjóðlegt vald kemur í veg fyrir að ríki geti sett reglur sem fyrirtæki, sem starfar þar, þarf að fara eftir.”Ekkert að óttast, segir Merkel Leyndin er þó ekki alger. Evrópusambandið hefur birt opinberlega öll skjöl, sem frá því koma um þessa samninga, þar á meðal samningsmarkmið sín á mismunandi stigum umræðunnar. Hið sama hafa Íslendingar gert. Utanríkisráðuneytið er með öll aðgengileg plögg á sinni vefsíðu. Þá fullyrðir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að endanleg niðurstaða samninganna muni ekki fela í sér neina skerðingu á neytendavernd, umhverfisvernd eða kröfum um matvælaöryggi. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur ítrekað fullyrt að Þjóðverjar þurfi ekkert að óttast: „Meðal staðreynda um fríverslunarsamninginn við Bandaríkin er sú, að ekki verður slegið af neinum gæðakröfum sem nú eru í gildi innan Evrópusambandsins.”Merki um upplausn? „Ég vona það svo sannarlega,” segir hún, spurð um vangaveltur í þýskum fjölmiðlum nýverið, þar sem greint er frá merkjum þess að samningaviðræðurnar séu að leysast upp vegna þess að Evrópuríki muni aldrei skrifa undir ítrustu kröfur stórfyrirtækjanna. „En ég get engu spáð. Það sem ég sé er að alþjóðafyrirtækin beita miklum þrýstingi og hótunum en stjórnvöld sýna lítinn áhuga á því að verja hagsmuni almennings.”SkammstafanirnarTISATrade in Services AgreementSamningur um frelsi í þjónustuviðskiptumViðræður standa yfirFimmtíu aðildarríki, þar á meðal öll ríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, Bandaríkin, Kanada, Noregur, Sviss og JapanTTIPTransatlantic Trade and Investment PactFríverslunarsamningur milli Evrópusambandsins og BandaríkjannaViðræður standa yfirTTPTrans-Pacific PartnershipFríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ellefu Kyrrahafsríkja, þar á meðal Kanada, Mexíkó, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Japans, Singapúr og Malasíu.Samningurinn var undirritaður í febrúar en bíður staðfestingarCETAComprehensive Economic and Trade AgreementFríverslunarsamningur milli Kanada og EvrópusambandsinsSamningaviðræðum lauk í september. Samningurinn bíður enn undirritunarWTOWorld Trade OrganizationAlþjóðaviðskiptastofnuninStofnuð 1991Aðildarríkin eru 162Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira