Vill að allt sé uppi á borðum Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. maí 2016 07:00 Rosa Pavanelli framkvæmdastjóri PSI (alþjóðasamband opinberra starfsmanna). „Aðalatriðið er að birta textann. Allan textann,” segir Rosa Pavinelli um viðræður Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og fleiri ríkja um TISA-samninginn svonefnda, sem snýst um þjónustuviðskipti milli ríkja. Pavinelli er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands opinberra starfsmanna, PSI. Hún hefur gagnrýnt leyndina sem hvílir yfir viðræðunum og óttast að stjórnvöld ríkjanna séu alltof værukær gagnvart hagsmunaþrýstingi frá stórfyrirtækjum. „Staðreyndin er sú að borgurunum stafar hætta af þessari leynd og lýðræðinu stafar líka hætta af henni,” segir hún. „Þetta var ekki svona áður. Í samningalotunum um Alþjóðaviðskiptastofnunina, WTO, var allt uppi á borðum. Við í launþegahreyfingunni höfðum fullan aðgang að textanum, gátum rýnt í hann og gert athugasemdir.” Hún segir þessu öðru vísi farið í nýrri viðræðum um stóra viðskiptasamninga, svo sem TISA-samninginn um þjónustuviðskipti, TTIP-fríverslunarsamninginn milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og TTP-fríverslunarsamnings Bandaríkjanna og fleiri Kyrrahafsríkja.Allt sem ekki er tilgreint Annað mikilvægt atriði er líka frábrugðið í þessum nýrri samningum, segir Pavinelli, en það snýst um það hvernig ríki undanskilja tiltekin ákvæði sem þau vilja ekki gangast undir. „Áður var það þannig að aðildarríkin gerðu lista yfir þau ákvæði, sem þau vildu taka þátt í og þurftu ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru. Nú er þetta orðið öfugt, þannig að ríkin þurfa að gera lista yfir þau ákvæði, sem þau vilja ekki taka þátt í. Þetta þýðir að þau eru sjálfkrafa aðilar að öllu sem ekki er með á þeim lista. Þannig að ef það til dæmis gleymist að undanskilja himnuskiljun fyrir nýrnasjúklinga, þá verður opnað á einkarekstur í þeim geira. Og hvað svo með nýja tækni og nýjar þjónustugreinar, sem falla þá sjálfkrafa undir samninginn af því að ekki var búið að undanskilja það skýrum orðum? Og hver veit hvað gerist eftir 50 ár?” Að auki sé þessum viðræðum nú háttað þannig, að einungis þau ríki sem taka þátt í viðræðunum geti samið um efni þeirra. „Vilji önnur ríki bætast í hópinn síðar meir, þá þurfa þau að samþykkja öll ákvæðin eins og þau eru. Þau geta ekkert haft um það að segja. Svona er þetta ekki hjá WTO til dæmis.”Leyndin rofin Wikileaks birti á síðasta ári nokkrum sinnum fjölmörg leyniskjöl frá TISA-viðræðunum, og nú í byrjun maí birtu Greenpeace-samtökin leyniskjöl frá TTIP-viðræðunum. Birting skjalanna hefur varpað ljósi á margt, sem áður var hulið leynd. Pavinelli segir að svo virðist sem birting skjalanna og gagnrýni í kjölfar hennar hafi haft einhver áhrif á viðræðurnar þótt meginstefna þeirra hafi ekki breyst. „Mér sýnist að Evrópusambandið sýni af sér meiri háttvísi og forðist að vera með of mikinn þrýsting. Vegna hreyfingar almennings í Evrópu hefur Evrópusambandið til dæmis verið fljótara til að fallast á gagnrýni á hugmyndir um að yfirþjóðlegt vald verði sett á stofn til að skera úr um ágreining milli ríkja og fyrirtækja. Slíkt yfirþjóðlegt vald kemur í veg fyrir að ríki geti sett reglur sem fyrirtæki, sem starfar þar, þarf að fara eftir.”Ekkert að óttast, segir Merkel Leyndin er þó ekki alger. Evrópusambandið hefur birt opinberlega öll skjöl, sem frá því koma um þessa samninga, þar á meðal samningsmarkmið sín á mismunandi stigum umræðunnar. Hið sama hafa Íslendingar gert. Utanríkisráðuneytið er með öll aðgengileg plögg á sinni vefsíðu. Þá fullyrðir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að endanleg niðurstaða samninganna muni ekki fela í sér neina skerðingu á neytendavernd, umhverfisvernd eða kröfum um matvælaöryggi. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur ítrekað fullyrt að Þjóðverjar þurfi ekkert að óttast: „Meðal staðreynda um fríverslunarsamninginn við Bandaríkin er sú, að ekki verður slegið af neinum gæðakröfum sem nú eru í gildi innan Evrópusambandsins.”Merki um upplausn? „Ég vona það svo sannarlega,” segir hún, spurð um vangaveltur í þýskum fjölmiðlum nýverið, þar sem greint er frá merkjum þess að samningaviðræðurnar séu að leysast upp vegna þess að Evrópuríki muni aldrei skrifa undir ítrustu kröfur stórfyrirtækjanna. „En ég get engu spáð. Það sem ég sé er að alþjóðafyrirtækin beita miklum þrýstingi og hótunum en stjórnvöld sýna lítinn áhuga á því að verja hagsmuni almennings.”SkammstafanirnarTISATrade in Services AgreementSamningur um frelsi í þjónustuviðskiptumViðræður standa yfirFimmtíu aðildarríki, þar á meðal öll ríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, Bandaríkin, Kanada, Noregur, Sviss og JapanTTIPTransatlantic Trade and Investment PactFríverslunarsamningur milli Evrópusambandsins og BandaríkjannaViðræður standa yfirTTPTrans-Pacific PartnershipFríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ellefu Kyrrahafsríkja, þar á meðal Kanada, Mexíkó, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Japans, Singapúr og Malasíu.Samningurinn var undirritaður í febrúar en bíður staðfestingarCETAComprehensive Economic and Trade AgreementFríverslunarsamningur milli Kanada og EvrópusambandsinsSamningaviðræðum lauk í september. Samningurinn bíður enn undirritunarWTOWorld Trade OrganizationAlþjóðaviðskiptastofnuninStofnuð 1991Aðildarríkin eru 162Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
„Aðalatriðið er að birta textann. Allan textann,” segir Rosa Pavinelli um viðræður Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og fleiri ríkja um TISA-samninginn svonefnda, sem snýst um þjónustuviðskipti milli ríkja. Pavinelli er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands opinberra starfsmanna, PSI. Hún hefur gagnrýnt leyndina sem hvílir yfir viðræðunum og óttast að stjórnvöld ríkjanna séu alltof værukær gagnvart hagsmunaþrýstingi frá stórfyrirtækjum. „Staðreyndin er sú að borgurunum stafar hætta af þessari leynd og lýðræðinu stafar líka hætta af henni,” segir hún. „Þetta var ekki svona áður. Í samningalotunum um Alþjóðaviðskiptastofnunina, WTO, var allt uppi á borðum. Við í launþegahreyfingunni höfðum fullan aðgang að textanum, gátum rýnt í hann og gert athugasemdir.” Hún segir þessu öðru vísi farið í nýrri viðræðum um stóra viðskiptasamninga, svo sem TISA-samninginn um þjónustuviðskipti, TTIP-fríverslunarsamninginn milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og TTP-fríverslunarsamnings Bandaríkjanna og fleiri Kyrrahafsríkja.Allt sem ekki er tilgreint Annað mikilvægt atriði er líka frábrugðið í þessum nýrri samningum, segir Pavinelli, en það snýst um það hvernig ríki undanskilja tiltekin ákvæði sem þau vilja ekki gangast undir. „Áður var það þannig að aðildarríkin gerðu lista yfir þau ákvæði, sem þau vildu taka þátt í og þurftu ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru. Nú er þetta orðið öfugt, þannig að ríkin þurfa að gera lista yfir þau ákvæði, sem þau vilja ekki taka þátt í. Þetta þýðir að þau eru sjálfkrafa aðilar að öllu sem ekki er með á þeim lista. Þannig að ef það til dæmis gleymist að undanskilja himnuskiljun fyrir nýrnasjúklinga, þá verður opnað á einkarekstur í þeim geira. Og hvað svo með nýja tækni og nýjar þjónustugreinar, sem falla þá sjálfkrafa undir samninginn af því að ekki var búið að undanskilja það skýrum orðum? Og hver veit hvað gerist eftir 50 ár?” Að auki sé þessum viðræðum nú háttað þannig, að einungis þau ríki sem taka þátt í viðræðunum geti samið um efni þeirra. „Vilji önnur ríki bætast í hópinn síðar meir, þá þurfa þau að samþykkja öll ákvæðin eins og þau eru. Þau geta ekkert haft um það að segja. Svona er þetta ekki hjá WTO til dæmis.”Leyndin rofin Wikileaks birti á síðasta ári nokkrum sinnum fjölmörg leyniskjöl frá TISA-viðræðunum, og nú í byrjun maí birtu Greenpeace-samtökin leyniskjöl frá TTIP-viðræðunum. Birting skjalanna hefur varpað ljósi á margt, sem áður var hulið leynd. Pavinelli segir að svo virðist sem birting skjalanna og gagnrýni í kjölfar hennar hafi haft einhver áhrif á viðræðurnar þótt meginstefna þeirra hafi ekki breyst. „Mér sýnist að Evrópusambandið sýni af sér meiri háttvísi og forðist að vera með of mikinn þrýsting. Vegna hreyfingar almennings í Evrópu hefur Evrópusambandið til dæmis verið fljótara til að fallast á gagnrýni á hugmyndir um að yfirþjóðlegt vald verði sett á stofn til að skera úr um ágreining milli ríkja og fyrirtækja. Slíkt yfirþjóðlegt vald kemur í veg fyrir að ríki geti sett reglur sem fyrirtæki, sem starfar þar, þarf að fara eftir.”Ekkert að óttast, segir Merkel Leyndin er þó ekki alger. Evrópusambandið hefur birt opinberlega öll skjöl, sem frá því koma um þessa samninga, þar á meðal samningsmarkmið sín á mismunandi stigum umræðunnar. Hið sama hafa Íslendingar gert. Utanríkisráðuneytið er með öll aðgengileg plögg á sinni vefsíðu. Þá fullyrðir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að endanleg niðurstaða samninganna muni ekki fela í sér neina skerðingu á neytendavernd, umhverfisvernd eða kröfum um matvælaöryggi. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur ítrekað fullyrt að Þjóðverjar þurfi ekkert að óttast: „Meðal staðreynda um fríverslunarsamninginn við Bandaríkin er sú, að ekki verður slegið af neinum gæðakröfum sem nú eru í gildi innan Evrópusambandsins.”Merki um upplausn? „Ég vona það svo sannarlega,” segir hún, spurð um vangaveltur í þýskum fjölmiðlum nýverið, þar sem greint er frá merkjum þess að samningaviðræðurnar séu að leysast upp vegna þess að Evrópuríki muni aldrei skrifa undir ítrustu kröfur stórfyrirtækjanna. „En ég get engu spáð. Það sem ég sé er að alþjóðafyrirtækin beita miklum þrýstingi og hótunum en stjórnvöld sýna lítinn áhuga á því að verja hagsmuni almennings.”SkammstafanirnarTISATrade in Services AgreementSamningur um frelsi í þjónustuviðskiptumViðræður standa yfirFimmtíu aðildarríki, þar á meðal öll ríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, Bandaríkin, Kanada, Noregur, Sviss og JapanTTIPTransatlantic Trade and Investment PactFríverslunarsamningur milli Evrópusambandsins og BandaríkjannaViðræður standa yfirTTPTrans-Pacific PartnershipFríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ellefu Kyrrahafsríkja, þar á meðal Kanada, Mexíkó, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Japans, Singapúr og Malasíu.Samningurinn var undirritaður í febrúar en bíður staðfestingarCETAComprehensive Economic and Trade AgreementFríverslunarsamningur milli Kanada og EvrópusambandsinsSamningaviðræðum lauk í september. Samningurinn bíður enn undirritunarWTOWorld Trade OrganizationAlþjóðaviðskiptastofnuninStofnuð 1991Aðildarríkin eru 162Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira