Sigurður Ingi segir Obamahjónin heillandi persónuleika Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. maí 2016 19:30 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sátu í gær leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í boði Baracks Obama forseta Bandaríkjanna. Sigurður Ingi segir mikinn ávinning af fundinum, og að Obama hjónin séu heillandi persónuleikar.Sigurður Ingi í pontu Hvíta hússins.vísir/epaÁ fundinum var rætt um samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Átti Sigurður Ingi stutt einkasamtal við Barack Obama og notaði tækifærið til að bjóða honum í heimsókn til Íslands, en enginn sitjandi Bandaríkjaforseti hefur komið sérstaklega hingað til lands í opinbera heimsókn. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundaði með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem hún lagði áherslu á jafnréttismál og aukna samvinnu á alþjóðavettvangi. Segir hún fundinn hafa verið góðan og uppbyggilegan. Í gærkvöldi var svo sérstakur viðhafnarkvöldverður í hvíta húsinu í tilefni leiðtogafundarins. Engu var til sparað og mættu þjóðhöfðingjarnir í sínu fínasta pússi. Um 400 manns voru á gestalistanum, meðal annars gamanleikarinn Will Ferrel og Viveca Paulin, sænsk eiginkona hans auk spjallþáttastjórnandans David Letterman. Sigurður Ingi þótti fara á kostum í skálaræðu sinni en þar benti hann á að Bandaríkjamenn væru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Þetta er aðeins í tólfta sinn sem slíkur viðhafnarkvöldverður er haldin í forsetatíð Baracks Obama. „Heiður okkar var auðvitað mjög mikill að fá að taka þátt í þessu og mikil upplifun og lífsreynsla. Ég held að það muni gagnast okkur og okkar samfélagi í samskiptunum í framhaldinu,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir hann Obamahjónin hafa verið höfðinglega gestgjafa. „Þau eru mjög heillandi persónuleikar. Draga að sér og útgeilsunin frá þeim er í það minnsta jafn mikil í nánd og hún virkar í fjölmiðlum. Það var mjög gaman að eiga samtal við þau.“ Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sátu í gær leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í boði Baracks Obama forseta Bandaríkjanna. Sigurður Ingi segir mikinn ávinning af fundinum, og að Obama hjónin séu heillandi persónuleikar.Sigurður Ingi í pontu Hvíta hússins.vísir/epaÁ fundinum var rætt um samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Átti Sigurður Ingi stutt einkasamtal við Barack Obama og notaði tækifærið til að bjóða honum í heimsókn til Íslands, en enginn sitjandi Bandaríkjaforseti hefur komið sérstaklega hingað til lands í opinbera heimsókn. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundaði með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem hún lagði áherslu á jafnréttismál og aukna samvinnu á alþjóðavettvangi. Segir hún fundinn hafa verið góðan og uppbyggilegan. Í gærkvöldi var svo sérstakur viðhafnarkvöldverður í hvíta húsinu í tilefni leiðtogafundarins. Engu var til sparað og mættu þjóðhöfðingjarnir í sínu fínasta pússi. Um 400 manns voru á gestalistanum, meðal annars gamanleikarinn Will Ferrel og Viveca Paulin, sænsk eiginkona hans auk spjallþáttastjórnandans David Letterman. Sigurður Ingi þótti fara á kostum í skálaræðu sinni en þar benti hann á að Bandaríkjamenn væru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Þetta er aðeins í tólfta sinn sem slíkur viðhafnarkvöldverður er haldin í forsetatíð Baracks Obama. „Heiður okkar var auðvitað mjög mikill að fá að taka þátt í þessu og mikil upplifun og lífsreynsla. Ég held að það muni gagnast okkur og okkar samfélagi í samskiptunum í framhaldinu,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir hann Obamahjónin hafa verið höfðinglega gestgjafa. „Þau eru mjög heillandi persónuleikar. Draga að sér og útgeilsunin frá þeim er í það minnsta jafn mikil í nánd og hún virkar í fjölmiðlum. Það var mjög gaman að eiga samtal við þau.“
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira