Innlent

Hornfirðingar í sameiningarhug

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Höfn í Hornafirði.
Á Höfn í Hornafirði. vísir/Vilhelm
Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur óskað eftir afstöðu Skaftárhrepps og Djúpavogs til sameiningar nágrannasveitarfélaganna þriggja.

„Stórt og öflugt sveitarfélag er sterkur málsvari íbúa þess og þar með þess samfélags sem það heldur utan um. Í fyrri sameiningum sveitarfélaga er almennt talið að það sem hafi áunnist sé meðal annars bætt þjónusta við íbúa, faglegri stjórnsýsla, skilvirkari yfirstjórn og styrkari fjárhagur,“ segir í bréfi Hornfirðinga til Skaftárhrepps og Djúpavogs. Þar kemur fram að samtals 3.097 íbúar séu í sveitarfélögunum þremur.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×