Innlent

Svakalegt myndband af bílveltu í Kollafirði

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Á myndbandinu sést þegar bílinn fer út af veginum.
Á myndbandinu sést þegar bílinn fer út af veginum. Vísir/Sesselja Anna
Bílveltan í Kollafirði í morgun náðist á myndband og var því póstað í dag á Facebook.

„Ég var á leið á æfingu með pabba mínum og systur þegar við sáum bílinn vagga til, þannig að ég tók upp símann og byrjaði að mynda,“ segir Sesselja Anna Óskarsdóttir sem varð vitni af því í morgun þegar húsbíll fór út af veginum í Kollafirði og valt.

„Við búum á Kjalarnesi, keyrum þarna oft og þekkjum það vel hvað það getur orðið hvasst þarna. En okkur brá nú samt að sjá hann fara út af veginum.“

Sesselja og faðir hennar fóru úr bílnum til að aðstoða ökumanninn en hann slapp með lítil meiðsl. „Það eina sem ég sá að honum var smá sár á höfðinu hans. Hann var að ferðast með tveimur öðrum sem voru í öðrum bíl. Svo biðum við eftir því að sjúkrabílinn kom og héldum svo bara áfram á æfingu.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Heyra má magnþrungin viðbrögð fjölskyldu Sesselju þegar bíllinn fer út af veginum. Stelpurnar öskra en faðir hennar heldur ró sinni og segir svo; „ég sagði þér þetta!".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×