Sport

Nú er Diaz líka hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Nate Diaz hefur fylgt eftir Twitter-færslu Conor McGregor með því að segjast líka vera hættur.

Fyrr í kvöld tilkynnti McGregor að hann myndi hætta ungur og gaf til kynna að hann væri einfaldlega hættur að berjast.

Þeir Diaz og McGregor áttu að mætast á UFC 200 bardagakvöldinu í júlí og þrátt fyrir færslur kappanna í kvöld er nú líklegt að af því verði.

John Kavanagh, þjálfari McGregor, bætti svo við allt saman á sinni Twitter-síðu og gaf til kynna með henni að ævintýrinu væri einfaldlega lokið.

Kapparnir eru sérfræðingar í að ná sér í athygli og líklegt að nýjustu útspil þeirra eru hönnuð til að gera einmitt það.

Það virðist hafa virkað því færslurnar hafa vakið gríðarlega athygli á skömmum tíma.

Kavanagh hélt svo áfram á Facebook-síðu sinni þar sem hann auglýsti eftir starfi í pípulögnum fyrir vin sinn.

MMA

Tengdar fréttir

Conor segist vera hættur

Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×