Hvað tekur nú við hjá Conor? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. apríl 2016 06:00 Conor McGregor. Vísir/Getty Írinn Conor McGregor kom heiminum á óvart á þriðjudagskvöldið þegar hann lýsti því yfir á Twitter að hann væri hættur í MMA. Flestir héldu að um grín væri að ræða en fljótlega kom þó í ljós að það var mikil alvara að baki þessum orðum. Fjórum tímar síðar kom Dana White, forseti UFC, í sjónvarpið og lýsti því yfir að UFC hefði ákveðið að draga Írann úr keppni í UFC 200. Ekki að hann yrði ekki með þar sem hann væri hættur. Sjá einnig: Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Ástæðan sem UFC gaf var sú að Conor væri ekki á leiðinni til Las Vegas til þess að sinna skyldum sínum í vinnu á kynningarefni fyrir bardagakvöldið. Hann væri frekar á Íslandi að æfa. Þessi útskýring þykir ansi þunn og flestum ljóst að málið ristir dýpra en það. Flestir telja að McGregor og UFC séu í deilu vegna peninga. Hann er helsti gullkálfur sambandsins og færir UFC gríðarlegar tekjur. Hann vill væntanlega fá stærri hlut af kökunni en fékk ekki sitt fram, aldrei þessu vant, hjá UFC sem hefur hingað til látið allt eftir honum. UFC er aftur á móti þekkt fyrir að halda ansi fast um budduna. Svo hafa menn velt því upp að dauðsfallið á Írlandi fyrir rúmri viku hafi haft svo djúpstæð áhrif á Írann að hann hafi ákveðið að hætta. Í það minnsta tímabundið. Conor sat á fremsta bekk er Joao Carvalho tapaði fyrir liðsfélaga McGregors, Charlie Ward. Carvalho lést tæpum tveimur dögum síðar af höfuðmeiðslum. Sjá einnig: Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Það eina sem er ljóst er að Conor McGregor er hættur í MMA. Í það minnsta tímabundið. Tíminn verður að leiða í ljós hvort hann nái sáttum við UFC sem tapar miklu á því að hafa hann á hlíðarlínunni. Þó svo Írinn segist vera hættur að keppa er hann ekki hættur að æfa. Hann kom til Íslands í upphafi vikunnar til þess að æfa með Gunnari Nelson en okkar maður berst í Rotterdam þann 8. maí næstkomandi. MMA Tengdar fréttir Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. 20. apríl 2016 07:25 Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36 Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi Á meðan heimspressan var að fara hamförum í fréttum af því að Conor McGregor væri hættur í MMA snæddi hann kvöldmat í rólegheitum á Íslandi. 20. apríl 2016 08:28 Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Fremsti MMA-blaðamaður heims fer yfir óvæntu tíðindin af Conor McGregor. 20. apríl 2016 10:30 Conor segist vera hættur Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld. 19. apríl 2016 19:20 Hér er Conor að æfa með Gunnari | Myndband Hætti í UFC í gær en æfði með Gunnari Nelson í Mjölni. 20. apríl 2016 18:17 Þegar Conor borðaði sviðakjamma á Íslandi Það hefur margt breyst í lífi Conor McGregor síðan hann var á Íslandi fyrir þrem árum síðan. 20. apríl 2016 11:30 Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05 Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor Twitterliðar annað hvort trúa ekki að Conor McGregor ætli að hætta, eða eru miður sín. 19. apríl 2016 21:45 Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjá meira
Írinn Conor McGregor kom heiminum á óvart á þriðjudagskvöldið þegar hann lýsti því yfir á Twitter að hann væri hættur í MMA. Flestir héldu að um grín væri að ræða en fljótlega kom þó í ljós að það var mikil alvara að baki þessum orðum. Fjórum tímar síðar kom Dana White, forseti UFC, í sjónvarpið og lýsti því yfir að UFC hefði ákveðið að draga Írann úr keppni í UFC 200. Ekki að hann yrði ekki með þar sem hann væri hættur. Sjá einnig: Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Ástæðan sem UFC gaf var sú að Conor væri ekki á leiðinni til Las Vegas til þess að sinna skyldum sínum í vinnu á kynningarefni fyrir bardagakvöldið. Hann væri frekar á Íslandi að æfa. Þessi útskýring þykir ansi þunn og flestum ljóst að málið ristir dýpra en það. Flestir telja að McGregor og UFC séu í deilu vegna peninga. Hann er helsti gullkálfur sambandsins og færir UFC gríðarlegar tekjur. Hann vill væntanlega fá stærri hlut af kökunni en fékk ekki sitt fram, aldrei þessu vant, hjá UFC sem hefur hingað til látið allt eftir honum. UFC er aftur á móti þekkt fyrir að halda ansi fast um budduna. Svo hafa menn velt því upp að dauðsfallið á Írlandi fyrir rúmri viku hafi haft svo djúpstæð áhrif á Írann að hann hafi ákveðið að hætta. Í það minnsta tímabundið. Conor sat á fremsta bekk er Joao Carvalho tapaði fyrir liðsfélaga McGregors, Charlie Ward. Carvalho lést tæpum tveimur dögum síðar af höfuðmeiðslum. Sjá einnig: Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Það eina sem er ljóst er að Conor McGregor er hættur í MMA. Í það minnsta tímabundið. Tíminn verður að leiða í ljós hvort hann nái sáttum við UFC sem tapar miklu á því að hafa hann á hlíðarlínunni. Þó svo Írinn segist vera hættur að keppa er hann ekki hættur að æfa. Hann kom til Íslands í upphafi vikunnar til þess að æfa með Gunnari Nelson en okkar maður berst í Rotterdam þann 8. maí næstkomandi.
MMA Tengdar fréttir Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. 20. apríl 2016 07:25 Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36 Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi Á meðan heimspressan var að fara hamförum í fréttum af því að Conor McGregor væri hættur í MMA snæddi hann kvöldmat í rólegheitum á Íslandi. 20. apríl 2016 08:28 Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Fremsti MMA-blaðamaður heims fer yfir óvæntu tíðindin af Conor McGregor. 20. apríl 2016 10:30 Conor segist vera hættur Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld. 19. apríl 2016 19:20 Hér er Conor að æfa með Gunnari | Myndband Hætti í UFC í gær en æfði með Gunnari Nelson í Mjölni. 20. apríl 2016 18:17 Þegar Conor borðaði sviðakjamma á Íslandi Það hefur margt breyst í lífi Conor McGregor síðan hann var á Íslandi fyrir þrem árum síðan. 20. apríl 2016 11:30 Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05 Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor Twitterliðar annað hvort trúa ekki að Conor McGregor ætli að hætta, eða eru miður sín. 19. apríl 2016 21:45 Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjá meira
Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. 20. apríl 2016 07:25
Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36
Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi Á meðan heimspressan var að fara hamförum í fréttum af því að Conor McGregor væri hættur í MMA snæddi hann kvöldmat í rólegheitum á Íslandi. 20. apríl 2016 08:28
Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Fremsti MMA-blaðamaður heims fer yfir óvæntu tíðindin af Conor McGregor. 20. apríl 2016 10:30
Conor segist vera hættur Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld. 19. apríl 2016 19:20
Hér er Conor að æfa með Gunnari | Myndband Hætti í UFC í gær en æfði með Gunnari Nelson í Mjölni. 20. apríl 2016 18:17
Þegar Conor borðaði sviðakjamma á Íslandi Það hefur margt breyst í lífi Conor McGregor síðan hann var á Íslandi fyrir þrem árum síðan. 20. apríl 2016 11:30
Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05
Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor Twitterliðar annað hvort trúa ekki að Conor McGregor ætli að hætta, eða eru miður sín. 19. apríl 2016 21:45
Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25