Ebru Umar í farbanni: Hollenski blaðamaðurinn þakkar fyrir stuðninginn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. apríl 2016 20:55 Umar í dag þegar henni var sleppt úr haldi. Vísir/EPA Ebru Umar, hollenskur blaðamaður, var handtekin í Tyrklandi eftir að hafa gagnrýnt Recep Tayyip Erdogan, forseta landsins, á Twitter. Umar skrifaði pistil í hollenska dagblaðið Metro þar sem hún gagnrýndi Erdogan. Greint er frá málinu á BBC og ABC. Á laugardagskvöld tísti hún því að lögreglan væri við dyrnar hjá henni. Hún var færð til yfirheyrslu og höfð í haldi. Henni var sleppt í dag en er í farbanni og því meinað að yfirgefa Tyrkland. Lögmenn hennar eru að vinna í að fá banninu aflétt. Þangað til þarf blaðamaðurinn að koma tvisvar í viku á lögreglustöðina og láta vita af sér. Hún telur að yfirvöld fylgist með símanum sínum. Stuðningur á samfélagsmiðlum Í síðustu viku hvatti tyrkneska ræðisskrifstofan í Rotterdam Tyrkja í Hollandi til að tilkynna móðganir í garð landsins eða forseta þess til yfirvalda. Síðar var hvatningin dregin tilbaka en hún var gagnrýnd harðlega af Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, og af hollenskum þingmönnum. Umar gagnrýndi fyrirmælin sjálf í Metro. Í greininni kallaði Umar Erdogan einræðisherra. Rutte hefur verið í sambandi við Umar síðan hún var handtekin. Talsmaður utanríkisráðuneytis Hollendinga sagði í samtali við fjölmiðla í dag: „Við erum meðvituð um ástandið og fylgjumst náið með því sem er í gangi. Við erum í sambandi við hana.“ Myllumerkið #freeebru tók að birtast á hollenskum samfélagsmiðlum í dag þar sem pólitíkusar og fréttaskýrendur kölluðu eftir frelsi blaðamannsins.thinking of dutch columnist @umarebru, now locked up in a #kușadası police station. utter disgrace. #freeebru— Frederike Geerdink (@fgeerdink) April 24, 2016 Erdogan er þekktur fyrir að þola illa gagnrýni og háð í sinn garð og er ekki hræddur við að grípa til lagalegra aðgerða móðgist hann. Síðan 2014 hafa 1800 blaðamenn verið saksóttir fyrir að hafa móðgað Erdogan. Í síðustu viku leyfði Þýskaland að þýskur sjónvarpsmaður Jan Moehmermann yrði saksóttur vegna óheflaðs ljóðs sem hann flutti um Erdogan. Í bæði Hollandi og Þýskalandi er hægt að refsa fólki fyrir það að móðga þjóðhöfðingja í öðru landi en bæði löndin hafa sagst vilja breyta lögunum svo athæfið sé ekki lengur refsivert. Umar hefur verið sleppt úr haldi sem fyrr segir og segist hún ekki hafa við að svara stuðningsskilaboðum. Hún þakkar sýndan stuðning á Twitter í kvöld.THANK YOU ALL SOOOOO MUCH FOR YOUR SUPPORT!— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 very tired and my vingers really can't adjust to the amount of whatsapp and text messages. Still have may to answers https://t.co/tTnMOg2COm— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 NOT ALLOWED TO LEAVE THE COUNTRY— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira
Ebru Umar, hollenskur blaðamaður, var handtekin í Tyrklandi eftir að hafa gagnrýnt Recep Tayyip Erdogan, forseta landsins, á Twitter. Umar skrifaði pistil í hollenska dagblaðið Metro þar sem hún gagnrýndi Erdogan. Greint er frá málinu á BBC og ABC. Á laugardagskvöld tísti hún því að lögreglan væri við dyrnar hjá henni. Hún var færð til yfirheyrslu og höfð í haldi. Henni var sleppt í dag en er í farbanni og því meinað að yfirgefa Tyrkland. Lögmenn hennar eru að vinna í að fá banninu aflétt. Þangað til þarf blaðamaðurinn að koma tvisvar í viku á lögreglustöðina og láta vita af sér. Hún telur að yfirvöld fylgist með símanum sínum. Stuðningur á samfélagsmiðlum Í síðustu viku hvatti tyrkneska ræðisskrifstofan í Rotterdam Tyrkja í Hollandi til að tilkynna móðganir í garð landsins eða forseta þess til yfirvalda. Síðar var hvatningin dregin tilbaka en hún var gagnrýnd harðlega af Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, og af hollenskum þingmönnum. Umar gagnrýndi fyrirmælin sjálf í Metro. Í greininni kallaði Umar Erdogan einræðisherra. Rutte hefur verið í sambandi við Umar síðan hún var handtekin. Talsmaður utanríkisráðuneytis Hollendinga sagði í samtali við fjölmiðla í dag: „Við erum meðvituð um ástandið og fylgjumst náið með því sem er í gangi. Við erum í sambandi við hana.“ Myllumerkið #freeebru tók að birtast á hollenskum samfélagsmiðlum í dag þar sem pólitíkusar og fréttaskýrendur kölluðu eftir frelsi blaðamannsins.thinking of dutch columnist @umarebru, now locked up in a #kușadası police station. utter disgrace. #freeebru— Frederike Geerdink (@fgeerdink) April 24, 2016 Erdogan er þekktur fyrir að þola illa gagnrýni og háð í sinn garð og er ekki hræddur við að grípa til lagalegra aðgerða móðgist hann. Síðan 2014 hafa 1800 blaðamenn verið saksóttir fyrir að hafa móðgað Erdogan. Í síðustu viku leyfði Þýskaland að þýskur sjónvarpsmaður Jan Moehmermann yrði saksóttur vegna óheflaðs ljóðs sem hann flutti um Erdogan. Í bæði Hollandi og Þýskalandi er hægt að refsa fólki fyrir það að móðga þjóðhöfðingja í öðru landi en bæði löndin hafa sagst vilja breyta lögunum svo athæfið sé ekki lengur refsivert. Umar hefur verið sleppt úr haldi sem fyrr segir og segist hún ekki hafa við að svara stuðningsskilaboðum. Hún þakkar sýndan stuðning á Twitter í kvöld.THANK YOU ALL SOOOOO MUCH FOR YOUR SUPPORT!— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 very tired and my vingers really can't adjust to the amount of whatsapp and text messages. Still have may to answers https://t.co/tTnMOg2COm— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 NOT ALLOWED TO LEAVE THE COUNTRY— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira