Ebru Umar í farbanni: Hollenski blaðamaðurinn þakkar fyrir stuðninginn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. apríl 2016 20:55 Umar í dag þegar henni var sleppt úr haldi. Vísir/EPA Ebru Umar, hollenskur blaðamaður, var handtekin í Tyrklandi eftir að hafa gagnrýnt Recep Tayyip Erdogan, forseta landsins, á Twitter. Umar skrifaði pistil í hollenska dagblaðið Metro þar sem hún gagnrýndi Erdogan. Greint er frá málinu á BBC og ABC. Á laugardagskvöld tísti hún því að lögreglan væri við dyrnar hjá henni. Hún var færð til yfirheyrslu og höfð í haldi. Henni var sleppt í dag en er í farbanni og því meinað að yfirgefa Tyrkland. Lögmenn hennar eru að vinna í að fá banninu aflétt. Þangað til þarf blaðamaðurinn að koma tvisvar í viku á lögreglustöðina og láta vita af sér. Hún telur að yfirvöld fylgist með símanum sínum. Stuðningur á samfélagsmiðlum Í síðustu viku hvatti tyrkneska ræðisskrifstofan í Rotterdam Tyrkja í Hollandi til að tilkynna móðganir í garð landsins eða forseta þess til yfirvalda. Síðar var hvatningin dregin tilbaka en hún var gagnrýnd harðlega af Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, og af hollenskum þingmönnum. Umar gagnrýndi fyrirmælin sjálf í Metro. Í greininni kallaði Umar Erdogan einræðisherra. Rutte hefur verið í sambandi við Umar síðan hún var handtekin. Talsmaður utanríkisráðuneytis Hollendinga sagði í samtali við fjölmiðla í dag: „Við erum meðvituð um ástandið og fylgjumst náið með því sem er í gangi. Við erum í sambandi við hana.“ Myllumerkið #freeebru tók að birtast á hollenskum samfélagsmiðlum í dag þar sem pólitíkusar og fréttaskýrendur kölluðu eftir frelsi blaðamannsins.thinking of dutch columnist @umarebru, now locked up in a #kușadası police station. utter disgrace. #freeebru— Frederike Geerdink (@fgeerdink) April 24, 2016 Erdogan er þekktur fyrir að þola illa gagnrýni og háð í sinn garð og er ekki hræddur við að grípa til lagalegra aðgerða móðgist hann. Síðan 2014 hafa 1800 blaðamenn verið saksóttir fyrir að hafa móðgað Erdogan. Í síðustu viku leyfði Þýskaland að þýskur sjónvarpsmaður Jan Moehmermann yrði saksóttur vegna óheflaðs ljóðs sem hann flutti um Erdogan. Í bæði Hollandi og Þýskalandi er hægt að refsa fólki fyrir það að móðga þjóðhöfðingja í öðru landi en bæði löndin hafa sagst vilja breyta lögunum svo athæfið sé ekki lengur refsivert. Umar hefur verið sleppt úr haldi sem fyrr segir og segist hún ekki hafa við að svara stuðningsskilaboðum. Hún þakkar sýndan stuðning á Twitter í kvöld.THANK YOU ALL SOOOOO MUCH FOR YOUR SUPPORT!— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 very tired and my vingers really can't adjust to the amount of whatsapp and text messages. Still have may to answers https://t.co/tTnMOg2COm— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 NOT ALLOWED TO LEAVE THE COUNTRY— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ebru Umar, hollenskur blaðamaður, var handtekin í Tyrklandi eftir að hafa gagnrýnt Recep Tayyip Erdogan, forseta landsins, á Twitter. Umar skrifaði pistil í hollenska dagblaðið Metro þar sem hún gagnrýndi Erdogan. Greint er frá málinu á BBC og ABC. Á laugardagskvöld tísti hún því að lögreglan væri við dyrnar hjá henni. Hún var færð til yfirheyrslu og höfð í haldi. Henni var sleppt í dag en er í farbanni og því meinað að yfirgefa Tyrkland. Lögmenn hennar eru að vinna í að fá banninu aflétt. Þangað til þarf blaðamaðurinn að koma tvisvar í viku á lögreglustöðina og láta vita af sér. Hún telur að yfirvöld fylgist með símanum sínum. Stuðningur á samfélagsmiðlum Í síðustu viku hvatti tyrkneska ræðisskrifstofan í Rotterdam Tyrkja í Hollandi til að tilkynna móðganir í garð landsins eða forseta þess til yfirvalda. Síðar var hvatningin dregin tilbaka en hún var gagnrýnd harðlega af Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, og af hollenskum þingmönnum. Umar gagnrýndi fyrirmælin sjálf í Metro. Í greininni kallaði Umar Erdogan einræðisherra. Rutte hefur verið í sambandi við Umar síðan hún var handtekin. Talsmaður utanríkisráðuneytis Hollendinga sagði í samtali við fjölmiðla í dag: „Við erum meðvituð um ástandið og fylgjumst náið með því sem er í gangi. Við erum í sambandi við hana.“ Myllumerkið #freeebru tók að birtast á hollenskum samfélagsmiðlum í dag þar sem pólitíkusar og fréttaskýrendur kölluðu eftir frelsi blaðamannsins.thinking of dutch columnist @umarebru, now locked up in a #kușadası police station. utter disgrace. #freeebru— Frederike Geerdink (@fgeerdink) April 24, 2016 Erdogan er þekktur fyrir að þola illa gagnrýni og háð í sinn garð og er ekki hræddur við að grípa til lagalegra aðgerða móðgist hann. Síðan 2014 hafa 1800 blaðamenn verið saksóttir fyrir að hafa móðgað Erdogan. Í síðustu viku leyfði Þýskaland að þýskur sjónvarpsmaður Jan Moehmermann yrði saksóttur vegna óheflaðs ljóðs sem hann flutti um Erdogan. Í bæði Hollandi og Þýskalandi er hægt að refsa fólki fyrir það að móðga þjóðhöfðingja í öðru landi en bæði löndin hafa sagst vilja breyta lögunum svo athæfið sé ekki lengur refsivert. Umar hefur verið sleppt úr haldi sem fyrr segir og segist hún ekki hafa við að svara stuðningsskilaboðum. Hún þakkar sýndan stuðning á Twitter í kvöld.THANK YOU ALL SOOOOO MUCH FOR YOUR SUPPORT!— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 very tired and my vingers really can't adjust to the amount of whatsapp and text messages. Still have may to answers https://t.co/tTnMOg2COm— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 NOT ALLOWED TO LEAVE THE COUNTRY— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira