Engar teikningar til af Exeter-húsinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2016 19:15 Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. Fyrirtækið Mannverk, sem sér um framkvæmdir á Tryggvagötureitnum svokallaða, sendi í morgun frá sér yfirlýsingu starfsfólk biður biður Minjavernd og almenning afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á svæðinu. Starfsmenn fyrirtækisins hafi talið sig vera innan heimilda og í góðri trú um að þessi leið væri heimil. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært niðurrifið til lögreglu og Minjastofnun hyggst gera það sama á næstu dögum. Framkvæmdir hefjast ekki aftur fyrr en lögregla hefur rannsakað málið. Mannverk lofaði í yfirlýsingunni að til stæði að endurbyggja húsið en það gæti reynst efritt að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra hjá Minjastofnun. „Þetta hús er það gamalt að það eru ekki til teikningar af upphaflegri gerð þess. En það eru til ljósmyndir sem má styðjast við. Svo er hægt að fara eftir þeim aðferðum og nota það efni sem tíðkaðist á þeim tíma sem húsið var byggt. En þegar það er heimilað að rífa gömul hús þá er oft farið fram á að þau séu mæld upp, skráð og ljósmynduð. Þá eru til heimildir sem hægt er að fara eftir við að endurbyggja ef það á að gera. Það er ekki í þessu tilviki. Það var ekkert slíkt, enda húsið bara rifið í óleyfi,“ segir Guðný. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært málið og Minjastofnun hyggst gera það á næstu dögum en Guðný segir ljóst að að lög hafi verið brotin með niðurrifinu. Forsvarsmenn Mannverks vildu ekki tjá sig við Fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því. Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. Fyrirtækið Mannverk, sem sér um framkvæmdir á Tryggvagötureitnum svokallaða, sendi í morgun frá sér yfirlýsingu starfsfólk biður biður Minjavernd og almenning afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á svæðinu. Starfsmenn fyrirtækisins hafi talið sig vera innan heimilda og í góðri trú um að þessi leið væri heimil. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært niðurrifið til lögreglu og Minjastofnun hyggst gera það sama á næstu dögum. Framkvæmdir hefjast ekki aftur fyrr en lögregla hefur rannsakað málið. Mannverk lofaði í yfirlýsingunni að til stæði að endurbyggja húsið en það gæti reynst efritt að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra hjá Minjastofnun. „Þetta hús er það gamalt að það eru ekki til teikningar af upphaflegri gerð þess. En það eru til ljósmyndir sem má styðjast við. Svo er hægt að fara eftir þeim aðferðum og nota það efni sem tíðkaðist á þeim tíma sem húsið var byggt. En þegar það er heimilað að rífa gömul hús þá er oft farið fram á að þau séu mæld upp, skráð og ljósmynduð. Þá eru til heimildir sem hægt er að fara eftir við að endurbyggja ef það á að gera. Það er ekki í þessu tilviki. Það var ekkert slíkt, enda húsið bara rifið í óleyfi,“ segir Guðný. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært málið og Minjastofnun hyggst gera það á næstu dögum en Guðný segir ljóst að að lög hafi verið brotin með niðurrifinu. Forsvarsmenn Mannverks vildu ekki tjá sig við Fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því.
Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38
Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02
Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00