Enski boltinn

Ferguson: Alli sá besti síðan Gascoigne

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alli er kominn í enska landsliðið.
Alli er kominn í enska landsliðið. vísir/getty
Dele Alli, leikmaður Tottenham, hefur slegið í gegn í vetur og meðal annars hrifið Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Man. Utd.

„Þetta er besti ungi miðjumaðurinn sem ég hef séð í mörg. Líklega sá besti síðan Paul Gascoigne kom fram,“ sagði Ferguson en þessi ummæli verða ekki til þess að létta pressunni á Alli.

Alli er aðeins 19 ára gamall en hefur höndlað alla pressuna í vetur og vaxið við hverja raun.

Gascoigne lofaði Ferguson því að koma til United árið 1998. Sagði Skotanum að fara í frí og hafa ekki áhyggjur. Er Ferguson kom úr fríi var Gascoigne búinn að semja við Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×