Enski boltinn

Norwich vann dramatískan sigur á Newcastle | Úrslit dagsins

Svíinn Martin Olsson skoraði sigurmark Norwich á 90. mínútu gegn Newcastle í dag.
Svíinn Martin Olsson skoraði sigurmark Norwich á 90. mínútu gegn Newcastle í dag. Vísir/Getty
Það var sannkallaður botnbaráttuslagur á Carrow Road í dag þegar Norwich tók á móti Newcastle. Timm Klose kom Norwich yfir undir lok fyrri hálfleiks en Aleksandar Mitrovic jafnaði á 71. mínútur fyrir Newcastle.

Mbokani kom Norwich aftur yfir þremur mínútum síðar en Mitrovic jafnaði á nýjan leik á 87. mínútu. Flestir bjuggust við að þar með væru úrslitin ráðin en Martin Olsson var á öðru máli. Hann skoraði sigurmark Norwich undir blálokinn og tryggði heimamönnum 3-2 sigur.

Norwich er því komið með 31 stig í 17. sæti deildarinnar en lærisveinar Rafa Benitez í Newcastle eru í næstneðsta sæti deildarinnar með 25 stig.

Það var sömuleiðis dramatík í leik West Ham og Crystal Palace sem endaði 2-2. West Ham komst í 2-1 og þannig var staðan í hálfleik.

Cheikhou Kouyate, leikmaður West Ham, fékk hins vegar að líta rauða spjaldið á 67. mínútu og það svo Dwight Gayle sem jafnaði metin með marki 15 mínútum fyrir leikslok.

Það var svo fátt um fína drætti þegar Sunderland og WBA mættust á heimavelli Sunderland. Lokatölur 0-0.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×